Börnin snertu ekki öll kálfana Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. júlí 2019 06:15 Börnin smituðust í Efstadal II. Vísir/Magnús Hlynur Ísframleiðsla hjá ferðaþjónustubændum í Efstadal II hefur verið stöðvuð og er nú seldur aðkeyptur ís á staðnum. Eins og fram kom í yfirlýsingu frá Embætti landlæknis í gær á E. coli-sýkingin sem greinst hefur í tíu börnum uppruna sinn á ferðaþjónustubænum Efstadal II. Staðfest hefur verið að þær bakteríur sem greinst hafa í börnunum hafa fundist í kálfum í bænum sem eru nú í sóttkví. „Þá vaknar spurning um hvernig þetta hefur borist á milli. Það voru ekki öll börnin sem smituðust að kássast í kálfunum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og vísar til upplýsinga frá foreldrum hinna smituðu barna. Hann segir sýnatökur og rannsóknir hafa beinst að því hvað börnin borðuðu og öðru sem þau komu nálægt á bænum. Staðarhaldarar í Efstadal hafa gerilsneytt mjólk og framleitt sinn eigin ís sem er til sölu á staðnum. „Ísframleiðslan hefur verið stöðvuð en við höfum ekki getað staðfest eða fundið þessar bakteríur í ísnum og því ekki hægt að staðfesta að sýkingin hafi komið úr honum,“ segir Þórólfur. Aðspurður segir hann heldur ekki unnt að útiloka að ísinn sé smitleiðin. „Við erum náttúrulega ekki með ísinn sem börnin borðuðu, það er of langt liðið og komin önnur framleiðsla og ekki hægt að taka sýni úr þeim ís,“ segir Þórólfur og bætir við að smitleiðirnar kunni einnig að vera fleiri. Einhverjir hafi smitast eftir viðkomu hjá kálfunum og aðrir annars staðar. Hann segir að sýni hafi einnig verið tekin hjá starfsmönnum í Efstadal til að kanna hvort smitið hafi borist víðar. „Niðurstaða þeirra sýna segir okkur þó ekki endilega hver smitaði hvern og erfitt að túlka niðurstöðurnar öðru vísi en að þetta sé útbreitt á staðnum.“Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir„Við vinnum bara algjörlega eftir tilmælum frá yfirvöldum um hvernig við eigum að snúa okkur í því og ég bendi vissulega á að spjótin beinast að sýkingum frá kálfum sem er hægt að klappa og sýnin gefa til kynna að það sé engin tenging milli matvæla og þessa smits,“ segir Sölvi Arnarson, einn eigenda og staðarhaldara í Efstadal II aðspurður um hvort ísframleiðsla hafi verið stöðvuð á bænum. Hann játar því þó þegar fyrirspurnin er ítrekuð að heimaframleiddi ísinn sé ekki til sölu á bænum að svo stöddu, heldur selji þau nú aðkeyptan ís. „Það er alveg skýrt hverjir vinna fjósastörf og hverjir vinna við matvælaframleiðslu. Það er bara glæpur að blanda því eitthvað saman og það er ekki verið að stunda glæpi hér í Efstadal,“ segir Sölvi aðspurður um hvort starfsfólk gangi í öll störf á bænum hvort heldur er umhirðu dýra eða þjónustustörf og matvælaframleiðslu. Sölvi segist hins vegar líta svo á að skýringin á smitinu liggi í raun fyrir og yfirlýsing Landlæknisembættisins sýni að heilbrigðisyfirvöld líti svo á að smitleiðin sé í gegnum kálfaklapp barnanna sem svo fari og borði ís. Um líðan barnanna sem veiktust segir Þórólfur að sýkingin hafi haft nokkuð alvarlegar afleiðingar hjá þremur barnanna og eitt þeirra hafi þurft kviðskimun þar sem nýru þess störfuðu ekki eðlilega. Hann segir að liðið geti tíu dagar frá því niðurgangur hefst þar til alvarleg einkenni fara að koma í ljós. Börnin þurfa því að vera áfram í eftirliti á Barnaspítalanum og koma í prufur svo hægt sé að fylgjast með þróuninni. Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Dýr E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Efstadalsfjölskyldan miður sín vegna sýkingarinnar Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. 9. júlí 2019 14:42 Börn veikjast frekar en fullorðnir af völdum E. coli Alls hafa tíu börn greinst með sýkingu af völdum E.coli baktería 8. júlí 2019 20:00 Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20 Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. 9. júlí 2019 18:30 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira
Ísframleiðsla hjá ferðaþjónustubændum í Efstadal II hefur verið stöðvuð og er nú seldur aðkeyptur ís á staðnum. Eins og fram kom í yfirlýsingu frá Embætti landlæknis í gær á E. coli-sýkingin sem greinst hefur í tíu börnum uppruna sinn á ferðaþjónustubænum Efstadal II. Staðfest hefur verið að þær bakteríur sem greinst hafa í börnunum hafa fundist í kálfum í bænum sem eru nú í sóttkví. „Þá vaknar spurning um hvernig þetta hefur borist á milli. Það voru ekki öll börnin sem smituðust að kássast í kálfunum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og vísar til upplýsinga frá foreldrum hinna smituðu barna. Hann segir sýnatökur og rannsóknir hafa beinst að því hvað börnin borðuðu og öðru sem þau komu nálægt á bænum. Staðarhaldarar í Efstadal hafa gerilsneytt mjólk og framleitt sinn eigin ís sem er til sölu á staðnum. „Ísframleiðslan hefur verið stöðvuð en við höfum ekki getað staðfest eða fundið þessar bakteríur í ísnum og því ekki hægt að staðfesta að sýkingin hafi komið úr honum,“ segir Þórólfur. Aðspurður segir hann heldur ekki unnt að útiloka að ísinn sé smitleiðin. „Við erum náttúrulega ekki með ísinn sem börnin borðuðu, það er of langt liðið og komin önnur framleiðsla og ekki hægt að taka sýni úr þeim ís,“ segir Þórólfur og bætir við að smitleiðirnar kunni einnig að vera fleiri. Einhverjir hafi smitast eftir viðkomu hjá kálfunum og aðrir annars staðar. Hann segir að sýni hafi einnig verið tekin hjá starfsmönnum í Efstadal til að kanna hvort smitið hafi borist víðar. „Niðurstaða þeirra sýna segir okkur þó ekki endilega hver smitaði hvern og erfitt að túlka niðurstöðurnar öðru vísi en að þetta sé útbreitt á staðnum.“Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir„Við vinnum bara algjörlega eftir tilmælum frá yfirvöldum um hvernig við eigum að snúa okkur í því og ég bendi vissulega á að spjótin beinast að sýkingum frá kálfum sem er hægt að klappa og sýnin gefa til kynna að það sé engin tenging milli matvæla og þessa smits,“ segir Sölvi Arnarson, einn eigenda og staðarhaldara í Efstadal II aðspurður um hvort ísframleiðsla hafi verið stöðvuð á bænum. Hann játar því þó þegar fyrirspurnin er ítrekuð að heimaframleiddi ísinn sé ekki til sölu á bænum að svo stöddu, heldur selji þau nú aðkeyptan ís. „Það er alveg skýrt hverjir vinna fjósastörf og hverjir vinna við matvælaframleiðslu. Það er bara glæpur að blanda því eitthvað saman og það er ekki verið að stunda glæpi hér í Efstadal,“ segir Sölvi aðspurður um hvort starfsfólk gangi í öll störf á bænum hvort heldur er umhirðu dýra eða þjónustustörf og matvælaframleiðslu. Sölvi segist hins vegar líta svo á að skýringin á smitinu liggi í raun fyrir og yfirlýsing Landlæknisembættisins sýni að heilbrigðisyfirvöld líti svo á að smitleiðin sé í gegnum kálfaklapp barnanna sem svo fari og borði ís. Um líðan barnanna sem veiktust segir Þórólfur að sýkingin hafi haft nokkuð alvarlegar afleiðingar hjá þremur barnanna og eitt þeirra hafi þurft kviðskimun þar sem nýru þess störfuðu ekki eðlilega. Hann segir að liðið geti tíu dagar frá því niðurgangur hefst þar til alvarleg einkenni fara að koma í ljós. Börnin þurfa því að vera áfram í eftirliti á Barnaspítalanum og koma í prufur svo hægt sé að fylgjast með þróuninni.
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Dýr E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Efstadalsfjölskyldan miður sín vegna sýkingarinnar Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. 9. júlí 2019 14:42 Börn veikjast frekar en fullorðnir af völdum E. coli Alls hafa tíu börn greinst með sýkingu af völdum E.coli baktería 8. júlí 2019 20:00 Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20 Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. 9. júlí 2019 18:30 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira
Efstadalsfjölskyldan miður sín vegna sýkingarinnar Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. 9. júlí 2019 14:42
Börn veikjast frekar en fullorðnir af völdum E. coli Alls hafa tíu börn greinst með sýkingu af völdum E.coli baktería 8. júlí 2019 20:00
Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20
Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. 9. júlí 2019 18:30