Vara við enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júlí 2019 13:37 Hér má sjá vinnuflokkinn fara úr hlaði við Lækjarkot á mánudag. mynd/te Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. Telur lögreglan að mennirnir séu að reyna að svíkja fé út úr fólki en á vef Skessuhorns fyrr í dag var rætt við Trausta Eiríksson, vélaverkfræðing, sem lýsir einmitt viðskiptum sínum við enskumælandi verktaka. Hann býr ásamt konu sinni, Ásu Ólafsdóttur, í Lækjarkoti, lögbýli skammt ofan við Borgarnes. Í viðtali við Skessuhorn segist Trausti ekki hafa verið heima þegar mennirnir bönkuðu upp á. Þeir ræddu því við konu hans. Þeir töluðu ekki sérlega góða ensku en einn þeirra sagðist vera með afgang af olíumöl sem hann þyrfti að losna við. Ása skildi það sem svo að hún væri að gera manninum greiða með því að leyfa honum að henda mölinni einhvers staðar og ekki verra að fá smá olíumöl á hlaðið. „Svo leið dagurinn og seinni partinn koma þessir menn svo heim á hlað hjá okkur til að rukka! Þá voru þeir búnir að leggja eitt lag af olíumöl yfir allan afleggjarann hingað heim til okkar, sem er um 900 metra langur, og vildu fá greitt. Þrjár milljónir króna. Ef það yrði ekki greitt samdægurs hækkaði reikningurinn í sex milljónir,“ segir Trausti við Skessuhorn. Heimreiðin sé nú lögð mjög ósléttu malbiki enda var vegurinn hvorki heflaður né sléttaður áður en slitlagið var sett á. Trausti segir við Skessuhorn að hann ætli að kæra málið til lögreglunnar á Vesturlandi en Vísir hefur ekki náð tali af yfirlögregluþjóni þar til að fá nánari upplýsingar um málið. Í fyrrnefndri Facebook-færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að enn hafi ekki orðið vart við mennina á Norðurlandi. Vill lögreglan fá að vita ef fólk fær tilboð af þessu tagi. Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. Telur lögreglan að mennirnir séu að reyna að svíkja fé út úr fólki en á vef Skessuhorns fyrr í dag var rætt við Trausta Eiríksson, vélaverkfræðing, sem lýsir einmitt viðskiptum sínum við enskumælandi verktaka. Hann býr ásamt konu sinni, Ásu Ólafsdóttur, í Lækjarkoti, lögbýli skammt ofan við Borgarnes. Í viðtali við Skessuhorn segist Trausti ekki hafa verið heima þegar mennirnir bönkuðu upp á. Þeir ræddu því við konu hans. Þeir töluðu ekki sérlega góða ensku en einn þeirra sagðist vera með afgang af olíumöl sem hann þyrfti að losna við. Ása skildi það sem svo að hún væri að gera manninum greiða með því að leyfa honum að henda mölinni einhvers staðar og ekki verra að fá smá olíumöl á hlaðið. „Svo leið dagurinn og seinni partinn koma þessir menn svo heim á hlað hjá okkur til að rukka! Þá voru þeir búnir að leggja eitt lag af olíumöl yfir allan afleggjarann hingað heim til okkar, sem er um 900 metra langur, og vildu fá greitt. Þrjár milljónir króna. Ef það yrði ekki greitt samdægurs hækkaði reikningurinn í sex milljónir,“ segir Trausti við Skessuhorn. Heimreiðin sé nú lögð mjög ósléttu malbiki enda var vegurinn hvorki heflaður né sléttaður áður en slitlagið var sett á. Trausti segir við Skessuhorn að hann ætli að kæra málið til lögreglunnar á Vesturlandi en Vísir hefur ekki náð tali af yfirlögregluþjóni þar til að fá nánari upplýsingar um málið. Í fyrrnefndri Facebook-færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að enn hafi ekki orðið vart við mennina á Norðurlandi. Vill lögreglan fá að vita ef fólk fær tilboð af þessu tagi.
Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira