Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. júlí 2019 20:15 Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir þetta of lágt hlutfall en það skýrist af litlu vinnuframboði og einsleitum starfsmannahópi. Hún telur að ástandið gæti skánað með haustinu. Um þúsund manns misstu vinnuna þegar flugfélagið WOW air féll þann fyrsta apríl síðastliðinn. Nokkur hluti þeirra virðist hafa fengið atvinnu strax því hópurinn skráði sig ekki allan á atvinnuleysiskrá að sögn Unnar Sverrisdóttur forstjóra Vinnumálastofnunar. „Það sóttu um rúmlega um 780 manns hjá okkur fyrsta apríl og enn eru 608 án atvinnu sem að okkur finnst ansi mikið.“ Hún segir fólk búið að leita mikið. „Þetta fólk er í stöðugri atvinnuleit en þetta er stór hópur með svipaðan bakgrunn og kannski ekki svo mörg störf í boði en við sjáum hvað setur þegar líður á haustið.“ Unnur segir misskilning að í hópnum séu hjúkrunarfræðingar. „Það er ekki einn hjúkrunarfræðingur í hópnum og koma aldrei inn í hópinn þannig að þetta var einhver saga sem kom upp og það er heldur ekki kennari í hópnum ef mig misminnir ekki.“ Atvinnuleysi í maí mældist 3,6 prósent samanborið við 2,2 prósent atvinnuleysi á sama tíma í fyrra. Unnur segir um augljósan samdrátt milli ára og framboð á störfum sé mun minna en áður en sér þó fram á bjartari tíma. „Ég held að þetta sé alveg eðlileg sveifla og hlutirnir snúist við alveg á næsta ári.“ Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00 Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum. 10. júlí 2019 06:15 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir þetta of lágt hlutfall en það skýrist af litlu vinnuframboði og einsleitum starfsmannahópi. Hún telur að ástandið gæti skánað með haustinu. Um þúsund manns misstu vinnuna þegar flugfélagið WOW air féll þann fyrsta apríl síðastliðinn. Nokkur hluti þeirra virðist hafa fengið atvinnu strax því hópurinn skráði sig ekki allan á atvinnuleysiskrá að sögn Unnar Sverrisdóttur forstjóra Vinnumálastofnunar. „Það sóttu um rúmlega um 780 manns hjá okkur fyrsta apríl og enn eru 608 án atvinnu sem að okkur finnst ansi mikið.“ Hún segir fólk búið að leita mikið. „Þetta fólk er í stöðugri atvinnuleit en þetta er stór hópur með svipaðan bakgrunn og kannski ekki svo mörg störf í boði en við sjáum hvað setur þegar líður á haustið.“ Unnur segir misskilning að í hópnum séu hjúkrunarfræðingar. „Það er ekki einn hjúkrunarfræðingur í hópnum og koma aldrei inn í hópinn þannig að þetta var einhver saga sem kom upp og það er heldur ekki kennari í hópnum ef mig misminnir ekki.“ Atvinnuleysi í maí mældist 3,6 prósent samanborið við 2,2 prósent atvinnuleysi á sama tíma í fyrra. Unnur segir um augljósan samdrátt milli ára og framboð á störfum sé mun minna en áður en sér þó fram á bjartari tíma. „Ég held að þetta sé alveg eðlileg sveifla og hlutirnir snúist við alveg á næsta ári.“
Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00 Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum. 10. júlí 2019 06:15 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15
700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00
Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum. 10. júlí 2019 06:15