Gömul sár á milli United og Inter trufla viðræður um Lukaku Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. júlí 2019 09:30 Romelu Lukaku hefur sjálfur sagt að hann vilji fara vísir/getty Blaðamaður Sky Sports segir enn vera illindi á milli Manchester United og Inter Milan eftir félagsskipti sem gengu ekki upp fyrir tveimur árum. Þessi illindi gætu haft áhrif á söluna á Romelu Lukaku. Yfirmaður íþróttamála hjá Inter er á Bretlandseyjum til þess að ræða við forráðamenn United um belgíska framherjann. Í morgun staðfesti hann að fundurinn hafi verið formleg fyrirspurn um stöðu Belgans. Lukaku sjálfur er í Ástralíu með United þar sem liðið er á æfingaferðalagi. Félögunum gengur illa að komast að samkomulagi um verð og Kaveh Solhekol, blaðamaður Sky, telur að það sé ekki það eina sem gæti hindrað skiptin. „Það eru illindi á milli þessara tveggja félaga,“ sagði Solhekol. „Fyrir tveimur árum reyndi Manchester United ítrekað að fá Ivan Perisic frá Milan. United bauð 45 milljónir evra en Inter vildi 50 og var ekki haggað þó munurinn væri aðeins 5 milljónir evra.“ „Ég held það sé enn ofarlega í minnum manna innan United hvernig Inter hagaði sér í því máli.“ United vill fá 75 milljónir punda fyrir Lukaku, sem er sama verð og félagið keypti hann á fyrir tveimur árum frá Everton. Inter er hins vegar langt frá þeim verðmiða. Ítalska félagið vill fá Belgann á láni út næsta tímabili með þeirri skuldbindingu að eftir lánstímann kaupi þeir Lukaku með tveimur greiðslum á tveimur árum.Sky Italy reporting Inter Milan to offer £63m to Manchester United for Romelu Lukaku. But it’s 2-year loan with obligation to buy. Instalments of £9m + £27m + £27m. Can’t see how it makes sense for United to wave goodbye to world-class striker for initial payment of only £9m — Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) July 10, 2019 Þeir vilja borga 9 milljónir punda í sumar fyrir lánið og borga svo 27 milljónir punda á ári næstu tvö ár þar á eftir. Það gerir samanlagt 63 milljónir punda. „Þetta er eins og ef ég labbaði inn í Ferrari umboð og spyrði hversu mikið Ferrari 488 kostaði. Sölumaðurinn svaraði 200 þúsund pund en ég býð að borga 20 þúsund pund og fá hann lánaðann í tvö ár áður en ég borga 20 þúsund pund til viðbótar. Þeir segðu mér að hunskast í burtu og ég held að Manchester United segi það sama við Inter Milan,“ sagði Solhekol. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Blaðamaður Sky Sports segir enn vera illindi á milli Manchester United og Inter Milan eftir félagsskipti sem gengu ekki upp fyrir tveimur árum. Þessi illindi gætu haft áhrif á söluna á Romelu Lukaku. Yfirmaður íþróttamála hjá Inter er á Bretlandseyjum til þess að ræða við forráðamenn United um belgíska framherjann. Í morgun staðfesti hann að fundurinn hafi verið formleg fyrirspurn um stöðu Belgans. Lukaku sjálfur er í Ástralíu með United þar sem liðið er á æfingaferðalagi. Félögunum gengur illa að komast að samkomulagi um verð og Kaveh Solhekol, blaðamaður Sky, telur að það sé ekki það eina sem gæti hindrað skiptin. „Það eru illindi á milli þessara tveggja félaga,“ sagði Solhekol. „Fyrir tveimur árum reyndi Manchester United ítrekað að fá Ivan Perisic frá Milan. United bauð 45 milljónir evra en Inter vildi 50 og var ekki haggað þó munurinn væri aðeins 5 milljónir evra.“ „Ég held það sé enn ofarlega í minnum manna innan United hvernig Inter hagaði sér í því máli.“ United vill fá 75 milljónir punda fyrir Lukaku, sem er sama verð og félagið keypti hann á fyrir tveimur árum frá Everton. Inter er hins vegar langt frá þeim verðmiða. Ítalska félagið vill fá Belgann á láni út næsta tímabili með þeirri skuldbindingu að eftir lánstímann kaupi þeir Lukaku með tveimur greiðslum á tveimur árum.Sky Italy reporting Inter Milan to offer £63m to Manchester United for Romelu Lukaku. But it’s 2-year loan with obligation to buy. Instalments of £9m + £27m + £27m. Can’t see how it makes sense for United to wave goodbye to world-class striker for initial payment of only £9m — Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) July 10, 2019 Þeir vilja borga 9 milljónir punda í sumar fyrir lánið og borga svo 27 milljónir punda á ári næstu tvö ár þar á eftir. Það gerir samanlagt 63 milljónir punda. „Þetta er eins og ef ég labbaði inn í Ferrari umboð og spyrði hversu mikið Ferrari 488 kostaði. Sölumaðurinn svaraði 200 þúsund pund en ég býð að borga 20 þúsund pund og fá hann lánaðann í tvö ár áður en ég borga 20 þúsund pund til viðbótar. Þeir segðu mér að hunskast í burtu og ég held að Manchester United segi það sama við Inter Milan,“ sagði Solhekol.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira