Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur vann sigur á Svea Leasing Open-mótinu í Svíþjóð. Mótið er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni.
Þetta er þriðja mótið sem Guðmundur vinnur á Nordic Golf-mótaröðinni í ár og hann er nú búinn að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni, þeirri næststerkustu á eftir Evrópumótaröðinni.
Guðmundur var með þriggja högga forystu fyrir lokahringinn í dag. Hann lét forystuna aldrei af hendi, lék á fimm höggum undir pari í dag og landaði sigrinum af öryggi.
Guðmundur lék samtals á 16 höggum undir pari. Hann var fjórum höggum á undan Svíanum Jonathan Ågren. Landar hans, Tobias Edén og Charlie Jerner, voru jafnir í 3. sætinu á ellefu höggum undir pari.
Guðmundur fékk sjö fugla á þriðja hringnum í dag og tvo skolla.
Guðmundur vann þriðja mótið og er kominn á Áskorendamótaröðina
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn

„Þeir spila mjög fast og komast upp með það“
Körfubolti



