Hinn almenni notandi þarf ekki að hafa áhyggjur af raforkuskorti Gígja Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2019 14:50 Líkur á raforkuskorti er talinn aukast aðallega vegna aukinnar notkunar á gagnaverum á Íslandi. Landsnet telur líkur vera á raforkuskorti innan þriggja ára og að sá skortur komi til með að aukast. Rafmagnsverkfræðingur hjá Landsneti segir hinn almenna notanda hins vegar ekki þurfa að hafa áhyggjur af því.Greint var frá því fyrr í vikunni að í skýrslu Landsnets um afl- og orkujöfnuð á Íslandi komi fram að líkur séu á því að aflskortur fari yfir viðmiðunarmörk árið 2022 og að það sé miðað við áætlaða notkun og núverandi virkjanaáform. Þar kemur einnig fram að við útreikningana var ekki horft til nýrrar stórnotkunar nema þar sem allir samningar um orku og tengingu við rafflutningskerfið eru klárir.Á vef RÚV kemur fram að líkur á raforkuskorti er talinn aukast aðallega vegna aukinnar notkunar á gagnaverum á Íslandi. Þá kemur fram að auka þurfi raforkuframleiðslu eða minnka álag. Árni Baldur Möller, rafmagnsverkfræðingur hjá Landsneti sem jafnframt er fulltrúi raforkuhóps Orkustofnunar sem sér um gerð raforkuspár, segir í samtali við Vísi, gagnaver vera annars eðlis en þeir stórnotendur sem raforkusalar á Íslandi hafa vanist. „Notendur koma inn með meiri hraða og hefja starfsemi á mun knappari tíma en við höfum verið að sjá. Úr því að þetta kemur á svona skömmum tíma þá hafa þau verið að ganga á þá orku sem er til í kerfinu,“ segir Árni. Þar af leiðandi hafi líkur á aflskortur aukist frá því að síðasta skýrsla um afl- og orkujöfnuð kom út. Þá segir hann litlar líkur vera á aflskortur fram til ársins 2021 en líkurnar aukist árið 2022 miðað við þau viðmiðunarmörk sem Landsnet setur sér. Árið 2023 muni aflskortur aukast enn frekar. Árni bendir á að líkur séu á að árið 2022 verði aflskortur 1/10.000 úr ári, sem eru um 52 mínútur. Slíkur skortur yrði líklega bara á einhverjum tímapunkti yfir köldustu mánuði ársins og leggist bara á starfsemi sem er á „skerðanlegum flutningi“, þá nefnir hann loðnubræðslur og aðra starfsemi sem fær flutning raforkunnar ódýrara en aðrir, sem dæmi. Hinn almenni notandi þurfi hins vegar ekki að hafa áhyggjur af slíkri skerðingu. „Við erum bara að benda á að svona tilfelli þar sem þarf að skerða geti farið yfir mörk en ekkert sem heitir rafmagnsleysi hjá hinum almenna borgara,“ Árni. Orkumál Tengdar fréttir Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00 Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Landsnet telur líkur vera á raforkuskorti innan þriggja ára og að sá skortur komi til með að aukast. Rafmagnsverkfræðingur hjá Landsneti segir hinn almenna notanda hins vegar ekki þurfa að hafa áhyggjur af því.Greint var frá því fyrr í vikunni að í skýrslu Landsnets um afl- og orkujöfnuð á Íslandi komi fram að líkur séu á því að aflskortur fari yfir viðmiðunarmörk árið 2022 og að það sé miðað við áætlaða notkun og núverandi virkjanaáform. Þar kemur einnig fram að við útreikningana var ekki horft til nýrrar stórnotkunar nema þar sem allir samningar um orku og tengingu við rafflutningskerfið eru klárir.Á vef RÚV kemur fram að líkur á raforkuskorti er talinn aukast aðallega vegna aukinnar notkunar á gagnaverum á Íslandi. Þá kemur fram að auka þurfi raforkuframleiðslu eða minnka álag. Árni Baldur Möller, rafmagnsverkfræðingur hjá Landsneti sem jafnframt er fulltrúi raforkuhóps Orkustofnunar sem sér um gerð raforkuspár, segir í samtali við Vísi, gagnaver vera annars eðlis en þeir stórnotendur sem raforkusalar á Íslandi hafa vanist. „Notendur koma inn með meiri hraða og hefja starfsemi á mun knappari tíma en við höfum verið að sjá. Úr því að þetta kemur á svona skömmum tíma þá hafa þau verið að ganga á þá orku sem er til í kerfinu,“ segir Árni. Þar af leiðandi hafi líkur á aflskortur aukist frá því að síðasta skýrsla um afl- og orkujöfnuð kom út. Þá segir hann litlar líkur vera á aflskortur fram til ársins 2021 en líkurnar aukist árið 2022 miðað við þau viðmiðunarmörk sem Landsnet setur sér. Árið 2023 muni aflskortur aukast enn frekar. Árni bendir á að líkur séu á að árið 2022 verði aflskortur 1/10.000 úr ári, sem eru um 52 mínútur. Slíkur skortur yrði líklega bara á einhverjum tímapunkti yfir köldustu mánuði ársins og leggist bara á starfsemi sem er á „skerðanlegum flutningi“, þá nefnir hann loðnubræðslur og aðra starfsemi sem fær flutning raforkunnar ódýrara en aðrir, sem dæmi. Hinn almenni notandi þurfi hins vegar ekki að hafa áhyggjur af slíkri skerðingu. „Við erum bara að benda á að svona tilfelli þar sem þarf að skerða geti farið yfir mörk en ekkert sem heitir rafmagnsleysi hjá hinum almenna borgara,“ Árni.
Orkumál Tengdar fréttir Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00 Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00
Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30