Með hundrað bit eftir lúsmý á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júlí 2019 16:04 Árni Þór Hilmarsson, íbúi á Flúðum og íþróttakennari, sem er illa bitin eftir lúsmý. Hann hefur haft í nógu að snúast um helgina því hann stýrði körfuboltabúðum Hrunamanna þar sem um 140 krakkar voru skráðir til leiks. Ljósmynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson Árni Þór Hilmarsson, íbúi á Flúðum lætur lúsmýið á staðnum ekki trufla sig þrátt fyrir að hann hafi verið bitinn hundrað sinnum. Mest var um mýið í júní, svo bar ekkert á mýinu fyrstu dagana í júlí en nú virðist það vera komið á fullt aftur. Lúsmý hefur verið áberandi í uppsveitum Árnessýslu í sumar, ekki síst á sumarbústaðasvæðum í Biskupstungum og í sveitunum þar í kring. Íbúar í Hrunamannahreppi hafa líka fengið að kenna á lúsmýinu, ekki síst á Flúðum þar sem töluvert hefur verið um fluguna. Mýið lætur suma alveg vera en aðrir fá vel að kenna á því, það þekkir Árni Þór Hilmarsson á Flúðum, sem er mjög skrautlegur á líkamanum eftir öll bitin. „Ég var bitinn hér í byrjun júní þar sem ég fékk fjörutíu bit. Ég er búin að smyrja mig allan af þessum skordýrafælum og hitt og þetta og taldi mig vera góðan, tók B-vítamín og alla þessa galdra, sem átti að taka en svo kom flugan bara aftur og réðst á mig þar sem maður sefur upp í rúmi algjörlega grunlaus og saklaus og étur mann upp til agna“, segir Árni. Árni segir töluverðan kláða fylgja bitunum og aðal óþægindin séu fyrstu tvo dagana eftir bit en hann lætur ástandið ekki trufla sig og segir íbúa á Flúðum og næsta nágrenni ótrúlega rólega og yfirvegaða yfir ástandinu enda þýði ekki að fara á taugum yfir ástandinu. En eru margir bitnir á svæðinu? „Já, maður er alltaf að heyra af einhverjum og maður sér það þegar fólk fer á stuttbuxurnar, það er alltaf gott veður á Flúðum, þá sér maður þetta á handleggjum og fótunum á fólki“. Árni sem fór til Finnlands í vor hafði heyrt af mikilli flugu þar og passaði að vera vel á varðbergi þar og loka gluggum og smyrja sig vel en þar fékk hann bara tvö bit en á Flúðum eru þau orðin hátt í hundrað. Hrunamannahreppur Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmýið mætt í Vesturbæinn: „Við erum hörð af okkur“ Í umræðum á Facebook hópi Vesturbæjarbúa hafa fleiri fórnarlömb lúsmýsins gefið sig fram og lýsa áhyggjum sínum af ástandinu. 23. júní 2019 14:53 Lyfjainnflytjandi segir krem vegna lúsmýs uppselt en meira á leið til landsins Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina. Lyfjafræðingur segir það koma á óvart hversu víða á landinu fólk er bitið. Lyfjainnflytjandi segir að krem vegna lúsmýs sé uppselt en verið sé að panta meira til landsins. 18. júní 2019 12:15 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Árni Þór Hilmarsson, íbúi á Flúðum lætur lúsmýið á staðnum ekki trufla sig þrátt fyrir að hann hafi verið bitinn hundrað sinnum. Mest var um mýið í júní, svo bar ekkert á mýinu fyrstu dagana í júlí en nú virðist það vera komið á fullt aftur. Lúsmý hefur verið áberandi í uppsveitum Árnessýslu í sumar, ekki síst á sumarbústaðasvæðum í Biskupstungum og í sveitunum þar í kring. Íbúar í Hrunamannahreppi hafa líka fengið að kenna á lúsmýinu, ekki síst á Flúðum þar sem töluvert hefur verið um fluguna. Mýið lætur suma alveg vera en aðrir fá vel að kenna á því, það þekkir Árni Þór Hilmarsson á Flúðum, sem er mjög skrautlegur á líkamanum eftir öll bitin. „Ég var bitinn hér í byrjun júní þar sem ég fékk fjörutíu bit. Ég er búin að smyrja mig allan af þessum skordýrafælum og hitt og þetta og taldi mig vera góðan, tók B-vítamín og alla þessa galdra, sem átti að taka en svo kom flugan bara aftur og réðst á mig þar sem maður sefur upp í rúmi algjörlega grunlaus og saklaus og étur mann upp til agna“, segir Árni. Árni segir töluverðan kláða fylgja bitunum og aðal óþægindin séu fyrstu tvo dagana eftir bit en hann lætur ástandið ekki trufla sig og segir íbúa á Flúðum og næsta nágrenni ótrúlega rólega og yfirvegaða yfir ástandinu enda þýði ekki að fara á taugum yfir ástandinu. En eru margir bitnir á svæðinu? „Já, maður er alltaf að heyra af einhverjum og maður sér það þegar fólk fer á stuttbuxurnar, það er alltaf gott veður á Flúðum, þá sér maður þetta á handleggjum og fótunum á fólki“. Árni sem fór til Finnlands í vor hafði heyrt af mikilli flugu þar og passaði að vera vel á varðbergi þar og loka gluggum og smyrja sig vel en þar fékk hann bara tvö bit en á Flúðum eru þau orðin hátt í hundrað.
Hrunamannahreppur Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmýið mætt í Vesturbæinn: „Við erum hörð af okkur“ Í umræðum á Facebook hópi Vesturbæjarbúa hafa fleiri fórnarlömb lúsmýsins gefið sig fram og lýsa áhyggjum sínum af ástandinu. 23. júní 2019 14:53 Lyfjainnflytjandi segir krem vegna lúsmýs uppselt en meira á leið til landsins Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina. Lyfjafræðingur segir það koma á óvart hversu víða á landinu fólk er bitið. Lyfjainnflytjandi segir að krem vegna lúsmýs sé uppselt en verið sé að panta meira til landsins. 18. júní 2019 12:15 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Lúsmýið mætt í Vesturbæinn: „Við erum hörð af okkur“ Í umræðum á Facebook hópi Vesturbæjarbúa hafa fleiri fórnarlömb lúsmýsins gefið sig fram og lýsa áhyggjum sínum af ástandinu. 23. júní 2019 14:53
Lyfjainnflytjandi segir krem vegna lúsmýs uppselt en meira á leið til landsins Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina. Lyfjafræðingur segir það koma á óvart hversu víða á landinu fólk er bitið. Lyfjainnflytjandi segir að krem vegna lúsmýs sé uppselt en verið sé að panta meira til landsins. 18. júní 2019 12:15