Uppgjör: Hamilton sigrar og Vettel með enn ein mistökin Bragi Þórðarson skrifar 14. júlí 2019 22:30 Breski kappaksturinn um helgina var einn sá allra líflegasti í manna minnum. Getty Lewis Hamilton hefur nú unnið breska kappaksturinn alls sex sinnum, oftar en nokkur annar. Keppnin á Silverstone um helgina fer sennilega í sögubækurnar fyrir að vera einn sá allra skemmtilegasti frá upphafi. Valtteri Bottas byrjaði á róspól og hélt forustu sinni eftir fyrstu beygju. Liðsfélagi hans, fimmfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ræsti annar og setti gríðarlega pressu á Finnann á fyrstu hringjum kappakstursins. Á fjórða hring komst Hamilton framúr en Bottas svaraði fyrir sig strax í næstu beygju og náði fyrsta sætinu aftur. Valtteri fór fyrstur þeirra inná þjónustusvæðið í dekkjaskipti á sextánda hring og setti meðalmjúku dekkin undir. Það þýddi að Bottas þyrfti að stoppa aftur til að setja mjúku dekkin undir. Hamilton sló enn eitt metið með sigri sínum um helginaGettyLukkudísirnar með Hamilton um helginaÞá freistaði Hamilton þess að komast framúr liðsfélaga sínum með því að stoppa aðeins einu sinni. Lukkudísirnar voru með Bretanum og á tuttugasta hring keyrði Antonio Giovanazzi útaf og öryggisbíllinn var kallaður út. Lewis notaði tækifærið og fór inná þjónustusvæðið, setti hörðu dekkin undir og kom út í fyrsta sæti. Kappaksturinn var auðveldur fyrir heimamanninn eftir það og stóð Hamilton uppi sem öruggur sigurvegari. Á lokahring keppninnar kórónaði Bretinn sigur sinn með því að ná hraðasta hring, þrátt fyrir að vera á 30 hringja gömlum dekkjum. Með sigrinum er Hamilton orðinn sigursælasti ökuþórinn í sögu breska kappakstursins með sex sigra alls. Nú hefur Lewis unnið sjö af tíu keppnum ársins og leiðir heimsmeistaramótið með 39 stiga forskot á Bottas sem endaði annar um helgina. Ljóst er að slagurinn í Formúlunni verður líflegur næstu 15 árin ef Verstappen og Leclerc halda þessu áfram.GettyEinn magnaðasti slagur í sögu FormúlunnarUngstirnin Max Verstappen og Charles Leclec héldu uppteknum hætti frá því í Austurríki og börðust eins og hundur og köttur nánast allan kappaksturinn. Leclerc komst fram fyrir Hollendinginn í ræsingunni en ljóst var að Red Bull bíll Verstappen var hraðari. Charles varðist hetjulega og var enn á undan þegar ökuþórarnir komu saman inná þjónustusvæðið á þrettánda hring. Stoppið hjá Leclerc heppnaðist vel en liðsmenn Red Bull voru enn sneggri að skipta um dekk. Fyrir vikið komst Max framúr Charles og upp í þriðja sætið. Verstappen var ekki lengi í paradís, hann fór of utarlega í fjórðu beygju og Leclerc komst aftur framúr. Eftir að öryggisbíllinn var kallaður út tapaði Charles miklum tíma og datt niður í sjötta sætið. Honum tókst þó að vinna sig aftur upp í þriðja sætið eftir að liðsfélagi hans, Sebastian Vettel, og Verstappen skullu saman á 37. hring. Aksturinn sem þessir tveir 21. árs gömlu ökumenn sýndu á sunnudaginn fer sennilega í sögubækurnar með slögum á borð við Gilles Villeneuve og Rene Arnoux í Frakklandi 1979. ,,Þetta er án efa skemmtilegasti kappakstur sem ég hef tekið þátt í’’ sagði Leclerc eftir þessa mögnuðu keppni. Ótrúlegt en satt slapp Red Bull bíll Max Verstappen við meiriháttar tjón í þessum árekstri.GettyVettel með enn ein mistökinEftir atvikið með öryggisbílinn var Sebastian Vettel skyndilega kominn upp í þriðja sætið eftir að hafa ræst sjötti. Max Verstappen komst þó framúr Þjóðverjanum á 37. hring en fór þó talsvert utarlega í Stowe beygjuna og þurfti því að verja sína stöðu fyrir næstu beygju. Verstappen hélt innri línunni, Vettel gafst ekki upp og ætlaði að komast inn fyrir Hollendinginn. Það gekk ekki og Ferrari bíllinn klessti aftan á Red Bull bíl Verstappen. Ótrúlegt en satt slapp Max frá árekstrinum með nokkuð óskemmdan bíl annað en keppinautur sinn. Vettel braut framvængin á Ferrari bílnum og datt niður í síðasta sæti. Ofan á það fékk Þjóðverjinn 10 sekúndna refsingu fyrir að valda árekstri. Síðasta árið hefur Sebastian reglulega gert mistök þegar hann er að berjast við aðra á brautinni. Þetta voru hans þriðju á árinu og situr hann nú fjórði í heimsmeistaramótinu, aðeins þremur stigum á undan liðsfélaga sínum. Vettel verður á heimavelli í næstu keppni á Hockenheim brautinni eftir tvær vikur. Það var einmitt þar fyrir ári síðan sem Þjóðverjinn datt úr leik eftir útafakstur er hann leiddi keppnina. Formúla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Lewis Hamilton hefur nú unnið breska kappaksturinn alls sex sinnum, oftar en nokkur annar. Keppnin á Silverstone um helgina fer sennilega í sögubækurnar fyrir að vera einn sá allra skemmtilegasti frá upphafi. Valtteri Bottas byrjaði á róspól og hélt forustu sinni eftir fyrstu beygju. Liðsfélagi hans, fimmfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ræsti annar og setti gríðarlega pressu á Finnann á fyrstu hringjum kappakstursins. Á fjórða hring komst Hamilton framúr en Bottas svaraði fyrir sig strax í næstu beygju og náði fyrsta sætinu aftur. Valtteri fór fyrstur þeirra inná þjónustusvæðið í dekkjaskipti á sextánda hring og setti meðalmjúku dekkin undir. Það þýddi að Bottas þyrfti að stoppa aftur til að setja mjúku dekkin undir. Hamilton sló enn eitt metið með sigri sínum um helginaGettyLukkudísirnar með Hamilton um helginaÞá freistaði Hamilton þess að komast framúr liðsfélaga sínum með því að stoppa aðeins einu sinni. Lukkudísirnar voru með Bretanum og á tuttugasta hring keyrði Antonio Giovanazzi útaf og öryggisbíllinn var kallaður út. Lewis notaði tækifærið og fór inná þjónustusvæðið, setti hörðu dekkin undir og kom út í fyrsta sæti. Kappaksturinn var auðveldur fyrir heimamanninn eftir það og stóð Hamilton uppi sem öruggur sigurvegari. Á lokahring keppninnar kórónaði Bretinn sigur sinn með því að ná hraðasta hring, þrátt fyrir að vera á 30 hringja gömlum dekkjum. Með sigrinum er Hamilton orðinn sigursælasti ökuþórinn í sögu breska kappakstursins með sex sigra alls. Nú hefur Lewis unnið sjö af tíu keppnum ársins og leiðir heimsmeistaramótið með 39 stiga forskot á Bottas sem endaði annar um helgina. Ljóst er að slagurinn í Formúlunni verður líflegur næstu 15 árin ef Verstappen og Leclerc halda þessu áfram.GettyEinn magnaðasti slagur í sögu FormúlunnarUngstirnin Max Verstappen og Charles Leclec héldu uppteknum hætti frá því í Austurríki og börðust eins og hundur og köttur nánast allan kappaksturinn. Leclerc komst fram fyrir Hollendinginn í ræsingunni en ljóst var að Red Bull bíll Verstappen var hraðari. Charles varðist hetjulega og var enn á undan þegar ökuþórarnir komu saman inná þjónustusvæðið á þrettánda hring. Stoppið hjá Leclerc heppnaðist vel en liðsmenn Red Bull voru enn sneggri að skipta um dekk. Fyrir vikið komst Max framúr Charles og upp í þriðja sætið. Verstappen var ekki lengi í paradís, hann fór of utarlega í fjórðu beygju og Leclerc komst aftur framúr. Eftir að öryggisbíllinn var kallaður út tapaði Charles miklum tíma og datt niður í sjötta sætið. Honum tókst þó að vinna sig aftur upp í þriðja sætið eftir að liðsfélagi hans, Sebastian Vettel, og Verstappen skullu saman á 37. hring. Aksturinn sem þessir tveir 21. árs gömlu ökumenn sýndu á sunnudaginn fer sennilega í sögubækurnar með slögum á borð við Gilles Villeneuve og Rene Arnoux í Frakklandi 1979. ,,Þetta er án efa skemmtilegasti kappakstur sem ég hef tekið þátt í’’ sagði Leclerc eftir þessa mögnuðu keppni. Ótrúlegt en satt slapp Red Bull bíll Max Verstappen við meiriháttar tjón í þessum árekstri.GettyVettel með enn ein mistökinEftir atvikið með öryggisbílinn var Sebastian Vettel skyndilega kominn upp í þriðja sætið eftir að hafa ræst sjötti. Max Verstappen komst þó framúr Þjóðverjanum á 37. hring en fór þó talsvert utarlega í Stowe beygjuna og þurfti því að verja sína stöðu fyrir næstu beygju. Verstappen hélt innri línunni, Vettel gafst ekki upp og ætlaði að komast inn fyrir Hollendinginn. Það gekk ekki og Ferrari bíllinn klessti aftan á Red Bull bíl Verstappen. Ótrúlegt en satt slapp Max frá árekstrinum með nokkuð óskemmdan bíl annað en keppinautur sinn. Vettel braut framvængin á Ferrari bílnum og datt niður í síðasta sæti. Ofan á það fékk Þjóðverjinn 10 sekúndna refsingu fyrir að valda árekstri. Síðasta árið hefur Sebastian reglulega gert mistök þegar hann er að berjast við aðra á brautinni. Þetta voru hans þriðju á árinu og situr hann nú fjórði í heimsmeistaramótinu, aðeins þremur stigum á undan liðsfélaga sínum. Vettel verður á heimavelli í næstu keppni á Hockenheim brautinni eftir tvær vikur. Það var einmitt þar fyrir ári síðan sem Þjóðverjinn datt úr leik eftir útafakstur er hann leiddi keppnina.
Formúla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira