Stórmeistari í skák í símanum á klósettinu: Svindlið skekur skákheiminn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2019 12:30 Myndin af Igors Rausis í símanum. Skákheimurinn hristist þessa dagana eftir að komust upp um svindl hjá lettneskum stórmeistara í skák. Þetta var ekki bara einhver skákmaður heldur einn af þeim sextíu bestu í heimi. Hinn 58 ára gamli Igors Rausis sást nefnilega vera í símanum á klósettinu. Seinna fannst líka síminn sem hann notaði. Alþjóða skáksambandið gaf út yfirlýsingu í framhaldinu þar sem sagt var að sambandið hefði úrskurðað skákmann á mótinu í keppnisbann. Igors Rausis viðurkenndi brot sín og segist núna vera búinn að leggja taflmennina á hilluna. Fólk hafði lengi grunað Igors Rausis um svindl og það var þess vegna sem einhver fylgdi honum eftir inn á klósettið og tók síðan mynd af því þegar hann tók upp símann. Chess.com sagði einnig frá því að sími hafi fundist á klósettinu sem Rausis notaði þegar hann var að keppa á Opna Strasbourg mótinu í skák.Chess grandmaster admits to cheating with phone on toilet during tournament https://t.co/FukRae99od — Guardian sport (@guardian_sport) July 13, 2019Igors Rausis hefur verið stórmeistari í skák frá árinu 1992 og er með 2686 elóstig. Hann var síðast í 53. sæti á heimslistanum. Rausis var líka langelstur í hópi bestu skákmanna heims en hann er sjö árum eldri en sá næsti inn á heimslistanum. Emil Sutovsky, framkvæmdastjóri Alþjóða skáksambandsins, sagði að sambandið hafi lengi grunað Igors Rausis um svindl og að þetta hafi jafnframt aðeins verið fyrsta skrefið af mörgum í baráttunni gegn svindli í skákheiminum. Það sem þótti grunsamlegt við frammistöðu Igors Rausis við taflborðið var að hann hafði hækkað sig um 200 elóstig á síðustu árum eftir að hafa verið fastur í 2500 elóstigum í áratug eða meira. Skák Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Skákheimurinn hristist þessa dagana eftir að komust upp um svindl hjá lettneskum stórmeistara í skák. Þetta var ekki bara einhver skákmaður heldur einn af þeim sextíu bestu í heimi. Hinn 58 ára gamli Igors Rausis sást nefnilega vera í símanum á klósettinu. Seinna fannst líka síminn sem hann notaði. Alþjóða skáksambandið gaf út yfirlýsingu í framhaldinu þar sem sagt var að sambandið hefði úrskurðað skákmann á mótinu í keppnisbann. Igors Rausis viðurkenndi brot sín og segist núna vera búinn að leggja taflmennina á hilluna. Fólk hafði lengi grunað Igors Rausis um svindl og það var þess vegna sem einhver fylgdi honum eftir inn á klósettið og tók síðan mynd af því þegar hann tók upp símann. Chess.com sagði einnig frá því að sími hafi fundist á klósettinu sem Rausis notaði þegar hann var að keppa á Opna Strasbourg mótinu í skák.Chess grandmaster admits to cheating with phone on toilet during tournament https://t.co/FukRae99od — Guardian sport (@guardian_sport) July 13, 2019Igors Rausis hefur verið stórmeistari í skák frá árinu 1992 og er með 2686 elóstig. Hann var síðast í 53. sæti á heimslistanum. Rausis var líka langelstur í hópi bestu skákmanna heims en hann er sjö árum eldri en sá næsti inn á heimslistanum. Emil Sutovsky, framkvæmdastjóri Alþjóða skáksambandsins, sagði að sambandið hafi lengi grunað Igors Rausis um svindl og að þetta hafi jafnframt aðeins verið fyrsta skrefið af mörgum í baráttunni gegn svindli í skákheiminum. Það sem þótti grunsamlegt við frammistöðu Igors Rausis við taflborðið var að hann hafði hækkað sig um 200 elóstig á síðustu árum eftir að hafa verið fastur í 2500 elóstigum í áratug eða meira.
Skák Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira