Ungmenni í forgrunni á fundi um heimsmarkmiðin Heimsljós kynnir 15. júlí 2019 10:30 Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Sigurður Einarsson Mäntylä flytja ávörp á ráðherrafundi um heimsmarkmiðin á morgun. Ísland kynnir á morgun stöðu innleiðingar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á árlegum ráðherrafundi í New York. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur þá ávarp fyrir Íslands hönd, en auk þess ávarpa tveir fulltrúar úr ungmennaráði heimsmarkmiðanna fundinn, þau Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Sigurður Einarsson Mäntylä. „Svo lengi sem það er einhver tilbúinn að hlusta af alvöru tel ég að rödd okkar geti alltaf haft áhrif,“ segir Kristbjörg. „Það er samt svo mikilvægt að halda áfram að nýta rödd sína þó manni finnist maður á tímum vera að kalla inn í tómið. Við vonumst til þess að með þessu erindi okkar munum við koma röddum ungmenna á Íslandi eins vel til skila og við getum, það er svo bara að krossa putta að einhver sé tilbúinn að hlusta.“ Sigurður tekur í sama streng. „Af hverju ættum við ungmennin ekki að fá að taka þátt í þeim ákvörðunum sem teknar eru í dag og munu fyrst og fremst hafa áhrif á okkar framtíð?“ spyr hann. „Valdhafar þurfa að eiga samráð við öll ungmenni, líka þau sem hafa ekkert endilega áhuga á stjórnmálum og loftslagsbreytingum því aðeins þá getum við tryggt sanna samvinnu.“Tveir hliðarviðburðir um ungmenniÍsland skipuleggur þar að auki tvo hliðarviðburði sem fara fram á morgun og fjalla þeir báðir um ungmenni. Sá fyrri er skipulagður í samstarfi við Malaví, samstarfsland Íslands í þróunarsamvinnu, og fjallar um menntun og atvinnuþátttöku ungs fólks í Afríku. Sá seinni er unninn í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina, þar sem Ísland gegnir nú formennsku, og fjallar um ungmenni, loftslagsaðgerðir og lýðræði. Í dag er alþjóðadagur kunnáttu ungmenna, en tilgangur hans er meðal annars að vekja athygli á því að ungmenni á aldrinum 15 til 24 ára eru þrisvar sinnum líklegri til þess að vera atvinnulaus en þau sem eldri eru og þá er þessi vaxandi hópur einnig ólíklegri til þess að finna vinnu við hæfi að loknu námi. Þátttaka ungmenna er nauðsynleg ef við ætlum að ná heimsmarkmiðunum og því nauðsynlegt að tryggja þeim gott aðgengi að menntun og atvinnutækifærum við hæfi. Hægt verður að fylgjast með fulltrúum ungmennaráðsins á Instagram síðu UngRÚV.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent
Ísland kynnir á morgun stöðu innleiðingar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á árlegum ráðherrafundi í New York. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur þá ávarp fyrir Íslands hönd, en auk þess ávarpa tveir fulltrúar úr ungmennaráði heimsmarkmiðanna fundinn, þau Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Sigurður Einarsson Mäntylä. „Svo lengi sem það er einhver tilbúinn að hlusta af alvöru tel ég að rödd okkar geti alltaf haft áhrif,“ segir Kristbjörg. „Það er samt svo mikilvægt að halda áfram að nýta rödd sína þó manni finnist maður á tímum vera að kalla inn í tómið. Við vonumst til þess að með þessu erindi okkar munum við koma röddum ungmenna á Íslandi eins vel til skila og við getum, það er svo bara að krossa putta að einhver sé tilbúinn að hlusta.“ Sigurður tekur í sama streng. „Af hverju ættum við ungmennin ekki að fá að taka þátt í þeim ákvörðunum sem teknar eru í dag og munu fyrst og fremst hafa áhrif á okkar framtíð?“ spyr hann. „Valdhafar þurfa að eiga samráð við öll ungmenni, líka þau sem hafa ekkert endilega áhuga á stjórnmálum og loftslagsbreytingum því aðeins þá getum við tryggt sanna samvinnu.“Tveir hliðarviðburðir um ungmenniÍsland skipuleggur þar að auki tvo hliðarviðburði sem fara fram á morgun og fjalla þeir báðir um ungmenni. Sá fyrri er skipulagður í samstarfi við Malaví, samstarfsland Íslands í þróunarsamvinnu, og fjallar um menntun og atvinnuþátttöku ungs fólks í Afríku. Sá seinni er unninn í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina, þar sem Ísland gegnir nú formennsku, og fjallar um ungmenni, loftslagsaðgerðir og lýðræði. Í dag er alþjóðadagur kunnáttu ungmenna, en tilgangur hans er meðal annars að vekja athygli á því að ungmenni á aldrinum 15 til 24 ára eru þrisvar sinnum líklegri til þess að vera atvinnulaus en þau sem eldri eru og þá er þessi vaxandi hópur einnig ólíklegri til þess að finna vinnu við hæfi að loknu námi. Þátttaka ungmenna er nauðsynleg ef við ætlum að ná heimsmarkmiðunum og því nauðsynlegt að tryggja þeim gott aðgengi að menntun og atvinnutækifærum við hæfi. Hægt verður að fylgjast með fulltrúum ungmennaráðsins á Instagram síðu UngRÚV.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent