Segir stjórnvöld ekki virða viðmið landlæknis um mönnun á hjúkrunarheimilum Gígja Hilmarsdóttir skrifar 15. júlí 2019 20:45 Áttatíu og sex ára gömlu kona sem dvelur á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu fær ekki viðeigandi aðhlynningu á stofnuninni að sögn dætra hennar. Þær telja það stafa af manneklu. Forstjóri Hrafnistu segir það hins vegar ekki vera vandamálið, heldur virði stjórnvöld ekki viðmið landlæknis um mönnun hjúkrunarheimila. Konan þarf aðstoð við öll dagleg verk. Hún veiktist og lá fyrir fyrstu vikur dvalarinnar á Hrafnistu. Dætur hennar segja líkamlegt ástand hennar hafa verið mjög slæmt eftir það. Hún hafi ekki verið þrifin reglulega og var með brunasár vísvegar um líkamann. Þær hafi setið þrjá fundi með stjórnendum hjúkrunarheimilisins en lítið breytist. „Það er hlustað, það er punktað niður það er sagt við okkur að þetta verði lagað og gengið í þessi mál en það hefur ekkert lagast,“ segir Olga Emilía Ágústsdóttir, dóttir konunnar. Olga segir fleiri starfsmenn vanta á deildina til að veita móður hennar og öðrum sem þar búa viðeigandi aðhlynningu. „Það er mikil umönnun sem þetta fólk þarf. Þær eru yfirleitt ekki nema tvær, og það hefur komið fyrir að það sé bara ein með níu manns,“ segir hún Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir hins vegar manneklu ekki vera vandamálið. „Á Hrafnistu í Laugarási er ekki skortur á starfsfólki sem slíkt en við á Hrafnistu heimilunum, rétt eins flestum öðrum hjúkrunarheimilum myndum gjarnar kjósa að stjórnvöld og alþingismenn virtu viðmið um mönnun á hjúkrunarheimilum,“ segir Pétur. Vísar hann þá í viðmið Embættis landlæknis frá árinu 2015. Olga vill álykta að ekki sé við starfsfólkið að sakast. „Þetta er ekki árás á starfsfólkið því við vitum að þau eru að gera sitt besta og við vitum að stjórn Hrafnistu er að gera sitt besta,“ segir Olga. Hún biðlar til stjórnvalda að gera eitthvað í málunum. „Það er kominn tími til að þið farið að hugsa um gamla fólkið,“ segir Olga. Heilbrigðismál Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Áttatíu og sex ára gömlu kona sem dvelur á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu fær ekki viðeigandi aðhlynningu á stofnuninni að sögn dætra hennar. Þær telja það stafa af manneklu. Forstjóri Hrafnistu segir það hins vegar ekki vera vandamálið, heldur virði stjórnvöld ekki viðmið landlæknis um mönnun hjúkrunarheimila. Konan þarf aðstoð við öll dagleg verk. Hún veiktist og lá fyrir fyrstu vikur dvalarinnar á Hrafnistu. Dætur hennar segja líkamlegt ástand hennar hafa verið mjög slæmt eftir það. Hún hafi ekki verið þrifin reglulega og var með brunasár vísvegar um líkamann. Þær hafi setið þrjá fundi með stjórnendum hjúkrunarheimilisins en lítið breytist. „Það er hlustað, það er punktað niður það er sagt við okkur að þetta verði lagað og gengið í þessi mál en það hefur ekkert lagast,“ segir Olga Emilía Ágústsdóttir, dóttir konunnar. Olga segir fleiri starfsmenn vanta á deildina til að veita móður hennar og öðrum sem þar búa viðeigandi aðhlynningu. „Það er mikil umönnun sem þetta fólk þarf. Þær eru yfirleitt ekki nema tvær, og það hefur komið fyrir að það sé bara ein með níu manns,“ segir hún Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir hins vegar manneklu ekki vera vandamálið. „Á Hrafnistu í Laugarási er ekki skortur á starfsfólki sem slíkt en við á Hrafnistu heimilunum, rétt eins flestum öðrum hjúkrunarheimilum myndum gjarnar kjósa að stjórnvöld og alþingismenn virtu viðmið um mönnun á hjúkrunarheimilum,“ segir Pétur. Vísar hann þá í viðmið Embættis landlæknis frá árinu 2015. Olga vill álykta að ekki sé við starfsfólkið að sakast. „Þetta er ekki árás á starfsfólkið því við vitum að þau eru að gera sitt besta og við vitum að stjórn Hrafnistu er að gera sitt besta,“ segir Olga. Hún biðlar til stjórnvalda að gera eitthvað í málunum. „Það er kominn tími til að þið farið að hugsa um gamla fólkið,“ segir Olga.
Heilbrigðismál Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira