Svínabú angrar kúabónda Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 16. júlí 2019 07:30 Framkvæmdaaðili búsins segir lyktmengun fylgja því að búa í sveitinni. FBL/GVA „Við gerðum athugasemd við deiliskipulagið. Þeim athugasemdum var svo hafnað af sveitarfélaginu og þetta var eini sénsinn hjá okkur til að halda áfram með málið,“ segir Guðjón Þórir Sigfússon, kúabóndi og eigandi Grundar I í Eyjafjarðarsveit. Guðjón, ásamt ábúendum og eigendum á Grund I og Finnastöðum, lögðu fram kæru á ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar um samþykkt deiliskipulags svínabús sem áætlað er að hefji störf á bænum Torfum. Einnig var lögð fram kæra á ákvörðun Skipulagsstofnunar um að framkvæmdir vegna búsins skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. „Þetta mun skapa bæði lyktarmengun og ónæði, þessu er þannig farið. Mér finnst þetta bara ekki eiga heima akkúrat þarna, innan um svona þétta byggð eins og þarna er. Þetta er mjög nálægt, rétt um hundrað metra frá jarðarmörkum okkar,“ segir Guðjón. Samkvæmt reglum um eldishús svína er lágmarksfjarlægð frá byggingu svínabús að mannabústöðum 600 metrar. „Það eru á milli 900 og 1.000 metrar í þessa aðila sem eru að kæra þetta, “ segir Ingvi Stefánsson, bóndi og framkvæmdaaðili svínabúsins. „Það eru auðvitað vonbrigði þegar svona aðstæður koma upp. Ég væri að sjálfsögðu aldrei að fara út í þetta verkefni ef ég teldi það hafa neikvæð áhrif á svæðið þarna í kring,“ bætir Ingvi við. Hann segir að öllum búskap fylgi lyktarmengun af einhverju tagi og svínabú séu þar engin undantekning. „Það fylgir þessu alltaf lyktarmengun það er bara þannig þegar þú býrð í sveitinni. Ég á voðalega erfitt með að segja til um hvort svínalykt sé betri eða verri en eitthvað annað.“ Miklar framkvæmdir fylgja tilkomu svínabúsins en byggja þarf tvö hús undir svínin sjálf, eitt gesta- og starfsmannahús ásamt tveimur haugtönkum. „Þetta snýst líka um framtíðina því þetta eru töluverð inngrip í umhverfið og hefur áhrif á næstu bæi og jarðir. Bæði á búskap og þetta þrengir að notkunarmöguleikum,“ segir Guðjón. Ingvi segir ástæðu þess hversu stór húsin eru vera nýjar reglur varðandi velferð dýra. „Þær þýða meira rými fyrir hvert dýr og þar af leiðandi verður húsakosturinn stærri. Ég er að fara dálítið umfram það því hugmyndafræðin á bak við þetta var að ganga mjög langt í allri dýravelferð,“ segir hann. „Einnig er lítil svínakjötsframleiðsla á Norðurlandi miðað við eftirspurn. Með því að framleiða kjötið hér þarf að flytja kjötið styttri leið og þar með minnkar kolefnissporið,“ útskýrir Ingvi. Birtist í Fréttablaðinu Eyjafjarðarsveit Landbúnaður Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Við gerðum athugasemd við deiliskipulagið. Þeim athugasemdum var svo hafnað af sveitarfélaginu og þetta var eini sénsinn hjá okkur til að halda áfram með málið,“ segir Guðjón Þórir Sigfússon, kúabóndi og eigandi Grundar I í Eyjafjarðarsveit. Guðjón, ásamt ábúendum og eigendum á Grund I og Finnastöðum, lögðu fram kæru á ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar um samþykkt deiliskipulags svínabús sem áætlað er að hefji störf á bænum Torfum. Einnig var lögð fram kæra á ákvörðun Skipulagsstofnunar um að framkvæmdir vegna búsins skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. „Þetta mun skapa bæði lyktarmengun og ónæði, þessu er þannig farið. Mér finnst þetta bara ekki eiga heima akkúrat þarna, innan um svona þétta byggð eins og þarna er. Þetta er mjög nálægt, rétt um hundrað metra frá jarðarmörkum okkar,“ segir Guðjón. Samkvæmt reglum um eldishús svína er lágmarksfjarlægð frá byggingu svínabús að mannabústöðum 600 metrar. „Það eru á milli 900 og 1.000 metrar í þessa aðila sem eru að kæra þetta, “ segir Ingvi Stefánsson, bóndi og framkvæmdaaðili svínabúsins. „Það eru auðvitað vonbrigði þegar svona aðstæður koma upp. Ég væri að sjálfsögðu aldrei að fara út í þetta verkefni ef ég teldi það hafa neikvæð áhrif á svæðið þarna í kring,“ bætir Ingvi við. Hann segir að öllum búskap fylgi lyktarmengun af einhverju tagi og svínabú séu þar engin undantekning. „Það fylgir þessu alltaf lyktarmengun það er bara þannig þegar þú býrð í sveitinni. Ég á voðalega erfitt með að segja til um hvort svínalykt sé betri eða verri en eitthvað annað.“ Miklar framkvæmdir fylgja tilkomu svínabúsins en byggja þarf tvö hús undir svínin sjálf, eitt gesta- og starfsmannahús ásamt tveimur haugtönkum. „Þetta snýst líka um framtíðina því þetta eru töluverð inngrip í umhverfið og hefur áhrif á næstu bæi og jarðir. Bæði á búskap og þetta þrengir að notkunarmöguleikum,“ segir Guðjón. Ingvi segir ástæðu þess hversu stór húsin eru vera nýjar reglur varðandi velferð dýra. „Þær þýða meira rými fyrir hvert dýr og þar af leiðandi verður húsakosturinn stærri. Ég er að fara dálítið umfram það því hugmyndafræðin á bak við þetta var að ganga mjög langt í allri dýravelferð,“ segir hann. „Einnig er lítil svínakjötsframleiðsla á Norðurlandi miðað við eftirspurn. Með því að framleiða kjötið hér þarf að flytja kjötið styttri leið og þar með minnkar kolefnissporið,“ útskýrir Ingvi.
Birtist í Fréttablaðinu Eyjafjarðarsveit Landbúnaður Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira