Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Andri Eysteinsson skrifar 16. júlí 2019 09:12 Styrmir Þór Bragason í Héraðsdómi Reykjavíkur. fbl/Stefán Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. RÚV greindi fyrst frá. Niðurstaða dómstólsins í málunum var á þá leið að mennirnir hafi verið sakfelldir án réttlátrar málsmeðferðar í Hæstarétti. Styrmir Þór var árið 2013 dæmdur til eins árs fangelsisvistar í Exeter-málinu svokallaða en Hæstiréttur sneri þá við nokkra mánaða gömlum dómi Héraðsdóms í málinu. Íslenska ríkinu er nú gert að greiða Styrmi 7500 evrur í skaðabætur sökum brotsins.Styrmir hafði krafist 40.000 evra í skaðabætur en dómurinn féllst ekki á það. Júlíus var í desemberbyrjun 2016 dæmdur í Hæstarétti fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Júlíus var einn tólf sem ákærðir voru í málinu og var í fyrstu sýknaður í héraðsdómi. Hinir tólf sem ákærðir voru tengdust fyrirtækjunum Byko, Húsasmiðjunni og Úlfinum. Brotin voru sögð hafa falist í skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör grófvörutegunda. Júlíus hlaut skilorðsbundinn níu mánaða fangelsisdóm þegar að Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2016. Júlíus taldi brotið á sér með því að Hæstiréttur hafi endurmetið munnlegan framburð í málinu án lagaheimildar.Júlíus fór fram á skaðabætur vegna málsins en dómstóllinn féllst ekki á þá kröfu hans. Viðurkenning á broti ríkisins væru nægar bætur. Dómsmál Tengdar fréttir Exeter-dómi snúið: Styrmir í árs fangelsi Hæstiréttur hefur snúið dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka, í Exeter-málinu svokallaða. Hann var sýknaður í héraði en fær árs fangelsi í Hæstarétti 31. október 2013 16:40 Átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar sakfelldir fyrir samráð Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sakfelldi átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. 1. desember 2016 16:53 Ellefu af tólf sýknaðir í verðsamráðsmáli Dómur var kveðinn upp í verðsamráðsmáli starfsmanna Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins í dag. 9. apríl 2015 15:12 Mannréttindadómstóll Evrópu tekur mál gegn ríkinu til meðferðar Dómstóllinn mun taka mál Ragnars H. Hall og Gests Jónssonar til meðferðar og einnig mál Styrmis Þórs Bragasonar. 17. mars 2016 07:00 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. RÚV greindi fyrst frá. Niðurstaða dómstólsins í málunum var á þá leið að mennirnir hafi verið sakfelldir án réttlátrar málsmeðferðar í Hæstarétti. Styrmir Þór var árið 2013 dæmdur til eins árs fangelsisvistar í Exeter-málinu svokallaða en Hæstiréttur sneri þá við nokkra mánaða gömlum dómi Héraðsdóms í málinu. Íslenska ríkinu er nú gert að greiða Styrmi 7500 evrur í skaðabætur sökum brotsins.Styrmir hafði krafist 40.000 evra í skaðabætur en dómurinn féllst ekki á það. Júlíus var í desemberbyrjun 2016 dæmdur í Hæstarétti fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Júlíus var einn tólf sem ákærðir voru í málinu og var í fyrstu sýknaður í héraðsdómi. Hinir tólf sem ákærðir voru tengdust fyrirtækjunum Byko, Húsasmiðjunni og Úlfinum. Brotin voru sögð hafa falist í skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör grófvörutegunda. Júlíus hlaut skilorðsbundinn níu mánaða fangelsisdóm þegar að Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2016. Júlíus taldi brotið á sér með því að Hæstiréttur hafi endurmetið munnlegan framburð í málinu án lagaheimildar.Júlíus fór fram á skaðabætur vegna málsins en dómstóllinn féllst ekki á þá kröfu hans. Viðurkenning á broti ríkisins væru nægar bætur.
Dómsmál Tengdar fréttir Exeter-dómi snúið: Styrmir í árs fangelsi Hæstiréttur hefur snúið dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka, í Exeter-málinu svokallaða. Hann var sýknaður í héraði en fær árs fangelsi í Hæstarétti 31. október 2013 16:40 Átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar sakfelldir fyrir samráð Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sakfelldi átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. 1. desember 2016 16:53 Ellefu af tólf sýknaðir í verðsamráðsmáli Dómur var kveðinn upp í verðsamráðsmáli starfsmanna Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins í dag. 9. apríl 2015 15:12 Mannréttindadómstóll Evrópu tekur mál gegn ríkinu til meðferðar Dómstóllinn mun taka mál Ragnars H. Hall og Gests Jónssonar til meðferðar og einnig mál Styrmis Þórs Bragasonar. 17. mars 2016 07:00 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Exeter-dómi snúið: Styrmir í árs fangelsi Hæstiréttur hefur snúið dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka, í Exeter-málinu svokallaða. Hann var sýknaður í héraði en fær árs fangelsi í Hæstarétti 31. október 2013 16:40
Átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar sakfelldir fyrir samráð Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sakfelldi átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. 1. desember 2016 16:53
Ellefu af tólf sýknaðir í verðsamráðsmáli Dómur var kveðinn upp í verðsamráðsmáli starfsmanna Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins í dag. 9. apríl 2015 15:12
Mannréttindadómstóll Evrópu tekur mál gegn ríkinu til meðferðar Dómstóllinn mun taka mál Ragnars H. Hall og Gests Jónssonar til meðferðar og einnig mál Styrmis Þórs Bragasonar. 17. mars 2016 07:00