Stórskotalið á væntanlegri plötu Beyoncé Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. júlí 2019 16:45 Beyoncé á sérstakri stjörnufrumsýningu Lion King vestanhafs. Vísir/Getty Bandaríska poppstjarnan Beyoncé hefur gefið út lagalistann fyrir væntanlega plötu sína, The Lion King: The Gift, sem gefin er út í tengslum við endurgerð af hinni geysivinsælu kvikmynd Lion King. Fellur það í skaut Beyoncé að ljá ljónynjunni Nölu rödd sína í endurgerðinni. Það eru engar smástjörnur sem slást í lið með Beyoncé á plötunni. Tónlistarmanninum og leikaranum Childish Gambino, sem fer einnig með talsetningarhlutverk í myndinni, bregður fyrir í laginu Mood 4 Eva, en Jay-Z, eiginmaður Beyoncé, er einnig viðriðinn það lag. Þá verður rapparinn Kendrick Lamar með í laginu The Nile. Eins verður Pharell Williams á plötunni, en hann kemur fyrir í laginu Water.Ekki nóg með að væntanleg plata sé stjörnum prýdd heldur hefur Beyoncé fengið fjöldann allan af afrísku tónlistarfólki til þess að leggja sitt af mörkum við gerð plötunnar. Sex nígerískir tónlistarmenn komu að gerð plötunnar. Það eru Burna Boy, Tiwa Savage, Mr Eazi, Yemi Alade, Wizkid og Tekno. Þá eru tvær suðurafrískar konur á plötunni, þær Moonchild Sanelly og Busiswa. Eins koma Salatiel frá Kamerún og Shatta Wale frá Gana fram á plötunni. Fyrr í dag birti Beyoncé færslu á Facebook þar sem hún sýndi aðdáendum sínum hönnun plötuumslagsins. Þar tilkynnti hún einnig að myndband fyrir lagið Spirit, sem er einmitt á væntanlegri plötu, kæmi út í kvöld. Platan kemur út sama dag og myndin verður frumsýnd fyrir almenning. Næsta föstuda, 19. júlí. Hollywood Tónlist Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira
Bandaríska poppstjarnan Beyoncé hefur gefið út lagalistann fyrir væntanlega plötu sína, The Lion King: The Gift, sem gefin er út í tengslum við endurgerð af hinni geysivinsælu kvikmynd Lion King. Fellur það í skaut Beyoncé að ljá ljónynjunni Nölu rödd sína í endurgerðinni. Það eru engar smástjörnur sem slást í lið með Beyoncé á plötunni. Tónlistarmanninum og leikaranum Childish Gambino, sem fer einnig með talsetningarhlutverk í myndinni, bregður fyrir í laginu Mood 4 Eva, en Jay-Z, eiginmaður Beyoncé, er einnig viðriðinn það lag. Þá verður rapparinn Kendrick Lamar með í laginu The Nile. Eins verður Pharell Williams á plötunni, en hann kemur fyrir í laginu Water.Ekki nóg með að væntanleg plata sé stjörnum prýdd heldur hefur Beyoncé fengið fjöldann allan af afrísku tónlistarfólki til þess að leggja sitt af mörkum við gerð plötunnar. Sex nígerískir tónlistarmenn komu að gerð plötunnar. Það eru Burna Boy, Tiwa Savage, Mr Eazi, Yemi Alade, Wizkid og Tekno. Þá eru tvær suðurafrískar konur á plötunni, þær Moonchild Sanelly og Busiswa. Eins koma Salatiel frá Kamerún og Shatta Wale frá Gana fram á plötunni. Fyrr í dag birti Beyoncé færslu á Facebook þar sem hún sýndi aðdáendum sínum hönnun plötuumslagsins. Þar tilkynnti hún einnig að myndband fyrir lagið Spirit, sem er einmitt á væntanlegri plötu, kæmi út í kvöld. Platan kemur út sama dag og myndin verður frumsýnd fyrir almenning. Næsta föstuda, 19. júlí.
Hollywood Tónlist Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira