Óþarfi að óttast eldingar í dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2019 08:02 Elding lýsir hér upp vesturbæ Reykjavíkur. Birna Ósk Kristinsdóttir Ekki er útilokað að þrumuveður muni gera vart við sig á Suður- og Vesturlandi eftir hádegi í dag. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofunni þurfa þó ansi margar breytur að vera réttar til þess að kjöraðstæður skapist fyrir þrumuveður. Veðurstofan gerir ráð fyrir því að það muni víða létta til í dag. Sólin muni hita upp loftið og leysa upp þokuna sem heilsaði landsmönnum í morgunsárið - „en þar sem loftið er óstöðugt tekst henni einnig að stuðla að skúrum, jafnvel nokkrum kröftugum skúradembum inn til landsins síðdegis,“ segir veðurfræðingur. Við þessar aðstæður gætu þrumur og eldingar hrellt landsmenn á suður- og vesturhorninu, eins og sjúkraflutningar Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands vöruðu við á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Veðurfræðingur sem Vísir ræddi við í morgun er þó ekki tilbúinn að taka undir það að „töluverður líkur“ séu á þrumuveðri. Það sé ekki fullkomlega úr myndinni að réttar aðstæður geti skapast í dag, það sé þó alls ekki hægt að slá því föstu. „Ég er ekkert ofurbjartsýnn á þrumuveður þrátt fyrir að það sé ekki algjörlega hægt að útiloka það,“ segir veðurfræðingurinn léttur í bragði eftir að hafa útlistað fyrir blaðamanni þær fjölmörgu breytur sem þurfa að vera til staðar til að framkalla þrumur og eldingar.Til að mynda sé ólíklegt að nógu kalt verði í háloftunum í dag og að sólin muni hita landið nægilega upp. Þannig séu aðeins um 5 til 10 prósent líkur á hagléli inn til landsins, sem oft er boðberi þrumuveðurs. Hann segir þó að landsmenn geti stólað á nokkuð myndarlega rigningu síðdegis, jafnvel í líkingu við þá sem höfuðborgarbúar fengu í gærkvöldi. Hiti verði víða 12 til 18 stig, en 8 til 12 stig við austurströndina þar sem búast má við þungbúnu veðri með dálítilli rigningu eða súld.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 5-13 m/s og súld eða rigning, en bjart með köflum vestantil á landinu. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.Á föstudag:Norðaustan 5-13 og rigning eða súld, en úrkomulítið suðvestantil á landinu. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Austan 5-10. Víða skúrir síðdegis, en lengst af súld suðaustantil og þurrt á Vestfjörðum. Hiti víða 10 til 18 stig, hlýjast vestanlands.Á sunnudag:Austanátt og rigning með köflum, en þurrt um landið norðvestanvert. Hiti breytist lítið.Á mánudag:Austlæg átt, dálítil væta en þurrt vestantil á landinu. Hiti 10 til 18 stig.Á þriðjudag:Útlit fyrir ákveðna austan og norðaustan átt með rigingu, en úrkomulítið suðvesantil á landinu. Hiti breystist lítið. Veður Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira
Ekki er útilokað að þrumuveður muni gera vart við sig á Suður- og Vesturlandi eftir hádegi í dag. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofunni þurfa þó ansi margar breytur að vera réttar til þess að kjöraðstæður skapist fyrir þrumuveður. Veðurstofan gerir ráð fyrir því að það muni víða létta til í dag. Sólin muni hita upp loftið og leysa upp þokuna sem heilsaði landsmönnum í morgunsárið - „en þar sem loftið er óstöðugt tekst henni einnig að stuðla að skúrum, jafnvel nokkrum kröftugum skúradembum inn til landsins síðdegis,“ segir veðurfræðingur. Við þessar aðstæður gætu þrumur og eldingar hrellt landsmenn á suður- og vesturhorninu, eins og sjúkraflutningar Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands vöruðu við á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Veðurfræðingur sem Vísir ræddi við í morgun er þó ekki tilbúinn að taka undir það að „töluverður líkur“ séu á þrumuveðri. Það sé ekki fullkomlega úr myndinni að réttar aðstæður geti skapast í dag, það sé þó alls ekki hægt að slá því föstu. „Ég er ekkert ofurbjartsýnn á þrumuveður þrátt fyrir að það sé ekki algjörlega hægt að útiloka það,“ segir veðurfræðingurinn léttur í bragði eftir að hafa útlistað fyrir blaðamanni þær fjölmörgu breytur sem þurfa að vera til staðar til að framkalla þrumur og eldingar.Til að mynda sé ólíklegt að nógu kalt verði í háloftunum í dag og að sólin muni hita landið nægilega upp. Þannig séu aðeins um 5 til 10 prósent líkur á hagléli inn til landsins, sem oft er boðberi þrumuveðurs. Hann segir þó að landsmenn geti stólað á nokkuð myndarlega rigningu síðdegis, jafnvel í líkingu við þá sem höfuðborgarbúar fengu í gærkvöldi. Hiti verði víða 12 til 18 stig, en 8 til 12 stig við austurströndina þar sem búast má við þungbúnu veðri með dálítilli rigningu eða súld.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 5-13 m/s og súld eða rigning, en bjart með köflum vestantil á landinu. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.Á föstudag:Norðaustan 5-13 og rigning eða súld, en úrkomulítið suðvestantil á landinu. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Austan 5-10. Víða skúrir síðdegis, en lengst af súld suðaustantil og þurrt á Vestfjörðum. Hiti víða 10 til 18 stig, hlýjast vestanlands.Á sunnudag:Austanátt og rigning með köflum, en þurrt um landið norðvestanvert. Hiti breytist lítið.Á mánudag:Austlæg átt, dálítil væta en þurrt vestantil á landinu. Hiti 10 til 18 stig.Á þriðjudag:Útlit fyrir ákveðna austan og norðaustan átt með rigingu, en úrkomulítið suðvesantil á landinu. Hiti breystist lítið.
Veður Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira