Gunnar Jóhann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 11. september Sylvía Hall skrifar 17. júlí 2019 14:09 Frá vettvangi í Mehamn laugardaginn 27. apríl. TV2/Christoffer Robin Jensen Gunnar Jóhann Gunnarsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. september en hann er grunaður um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana þann 27. apríl síðastliðinn. Þetta staðfestir Anja M. Indbjør hjá lögreglunni í Finnmörk við fréttastofu RÚV. Morðið átti sér stað í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi. Krufning hefur leitt það í ljós að dánarorsök Gísla Þórs var skot í lærið. Við skotið missti hann mikið blóð með þeim afleiðingum að hann lést.Sjá einnig: Gísli lést eftir að hann var skotinn í lærið Gísli Þór var enn á lífi þegar lögregla mætti á vettvang en í upphafi neyddust viðbragðsaðilar hins vegar til að bíða fyrir utan heimili hans í fjörutíu mínútur þar sem lögregla var ekki mætt á vettvang. Biðin var vegna öryggisreglna sjúkraflutningamanna sem kveða á um að þeir verði að bíða eftir að lögregla tryggi vettvang í málum sem skotvopn koma við sögu en í þessu tilfelli þurfti að bíða eftir lögregluþjónum sem voru í um hálftíma fjarlægð frá Mehamn. Rannsókn málsins er ekki lokið en haft er eftir lögreglu að stefnt sé að ljúka rannsókn áður en gæsluvarðhald rennur út. Um fimmtíu manns hafa verið yfirheyrð við rannsókn málsins en rannsókn lögreglu bendir til þess að Gunnar Jóhann hafi komist yfir vopnið sama dag og Gísli Þór var skotinn til bana. Gunnar Jóhann skrifaði færslu á Facebook-síðu sína augnablikum áður en hann var handtekinn og játaði þar að hafa orðið bróður sínum að bana. Hann neitaði hins vegar sök þegar hann var yfirheyrður af lögreglu í fyrsta skipti. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Greindu lögreglu frá morðhótunum áður en Gísli var myrtur Lögreglan gagnrýnd í umfjöllun NRK um morðið í Mehamn. 27. maí 2019 20:27 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Lögreglan segir Gunnar hafa dvalið á stofnun utan Mehamn dagana fyrir morðið Lögreglan í Finnmörk hefur sent frá sér tilkynningu vegna rannsóknarinnar á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni. 28. maí 2019 10:28 Grunaður morðingi með miskunnarlausa nauðgun og handrukkun á samviskunni Gunnar Jóhann Gunnarsson, 35 ára íslenskur karlmaður sem grunaður er að hafa orðið eldri bróður sínum að bana með skotvopni í norska þorpinu Mehamn aðfaranótt laugardags, á nokkurn brotaferil að baki. Bæði fyrir alvarlega líkamsárás og sömuleiðis fyrir nauðgun. 29. apríl 2019 12:30 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Gunnar Jóhann Gunnarsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. september en hann er grunaður um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana þann 27. apríl síðastliðinn. Þetta staðfestir Anja M. Indbjør hjá lögreglunni í Finnmörk við fréttastofu RÚV. Morðið átti sér stað í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi. Krufning hefur leitt það í ljós að dánarorsök Gísla Þórs var skot í lærið. Við skotið missti hann mikið blóð með þeim afleiðingum að hann lést.Sjá einnig: Gísli lést eftir að hann var skotinn í lærið Gísli Þór var enn á lífi þegar lögregla mætti á vettvang en í upphafi neyddust viðbragðsaðilar hins vegar til að bíða fyrir utan heimili hans í fjörutíu mínútur þar sem lögregla var ekki mætt á vettvang. Biðin var vegna öryggisreglna sjúkraflutningamanna sem kveða á um að þeir verði að bíða eftir að lögregla tryggi vettvang í málum sem skotvopn koma við sögu en í þessu tilfelli þurfti að bíða eftir lögregluþjónum sem voru í um hálftíma fjarlægð frá Mehamn. Rannsókn málsins er ekki lokið en haft er eftir lögreglu að stefnt sé að ljúka rannsókn áður en gæsluvarðhald rennur út. Um fimmtíu manns hafa verið yfirheyrð við rannsókn málsins en rannsókn lögreglu bendir til þess að Gunnar Jóhann hafi komist yfir vopnið sama dag og Gísli Þór var skotinn til bana. Gunnar Jóhann skrifaði færslu á Facebook-síðu sína augnablikum áður en hann var handtekinn og játaði þar að hafa orðið bróður sínum að bana. Hann neitaði hins vegar sök þegar hann var yfirheyrður af lögreglu í fyrsta skipti.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Greindu lögreglu frá morðhótunum áður en Gísli var myrtur Lögreglan gagnrýnd í umfjöllun NRK um morðið í Mehamn. 27. maí 2019 20:27 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Lögreglan segir Gunnar hafa dvalið á stofnun utan Mehamn dagana fyrir morðið Lögreglan í Finnmörk hefur sent frá sér tilkynningu vegna rannsóknarinnar á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni. 28. maí 2019 10:28 Grunaður morðingi með miskunnarlausa nauðgun og handrukkun á samviskunni Gunnar Jóhann Gunnarsson, 35 ára íslenskur karlmaður sem grunaður er að hafa orðið eldri bróður sínum að bana með skotvopni í norska þorpinu Mehamn aðfaranótt laugardags, á nokkurn brotaferil að baki. Bæði fyrir alvarlega líkamsárás og sömuleiðis fyrir nauðgun. 29. apríl 2019 12:30 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Greindu lögreglu frá morðhótunum áður en Gísli var myrtur Lögreglan gagnrýnd í umfjöllun NRK um morðið í Mehamn. 27. maí 2019 20:27
Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38
Lögreglan segir Gunnar hafa dvalið á stofnun utan Mehamn dagana fyrir morðið Lögreglan í Finnmörk hefur sent frá sér tilkynningu vegna rannsóknarinnar á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni. 28. maí 2019 10:28
Grunaður morðingi með miskunnarlausa nauðgun og handrukkun á samviskunni Gunnar Jóhann Gunnarsson, 35 ára íslenskur karlmaður sem grunaður er að hafa orðið eldri bróður sínum að bana með skotvopni í norska þorpinu Mehamn aðfaranótt laugardags, á nokkurn brotaferil að baki. Bæði fyrir alvarlega líkamsárás og sömuleiðis fyrir nauðgun. 29. apríl 2019 12:30