Enski boltinn

Atletico búið að ganga frá kaupum á Trippier

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Trippier spilaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í byrjun júnímánaðar
Trippier spilaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í byrjun júnímánaðar vísir/getty
BBC segir Kieran Trippier orðinn leikmann Atletico Madrid. Hann kemur til Madrid frá Tottenham fyrir 20 milljónir punda.

Trippier er 28 ára hægri bakvörður sem hefur verið í herbúðum Tottenham frá 2015. Hann á yfir 100 leiki að baki fyrir Tottenham og var lykilmaður í vörn Englands á HM 2018.

Hvorugt félaganna hefur staðfest fréttirnar í dag, en fyrr í vikunni var búið að greina frá því að kaupin myndu ganga í gegn fyrir helgi. Blaðamaður BBC segir söluna hins vegar frágengna og tilkynning sé væntanleg seinna í kvöld.





Samkvæmt Orstein er samningur Trippier til fjögurra ára, sem bindur hann hjá Atletico til 2023.

Englendingurinn er uppalinn í akademíu Manchester City. Þaðan fór hann á lán til Barnsley og síðar Burnley. Burnley keypti hann árið 2012 og var hann þar í þrjú ár áður en Tottenham fékk bakvörðinn til sín.

Hann hefur samtals spilað 346 leiki fyrir Barnsley, Burnley og Tottenham og skorað í þeim 11 mörk. Hann á 16 A-landsleiki fyrir England og eitt mark.

Trippier er þriðji varnarmaðurinn sem Diego Simeone fær til sín í sumar, á eftir miðverðinum Felipe frá Porto og vinstri bakverðinum Renan Lodi frá brasilíska liðinu Athletico Paranaense. Þá hefur Diego Godin yfirgefið Atletico fyrir Inter Milan.

Þar að auki hefur Atletico fengið Joao Felix og Marcos Llorente. Heildareyðsla Atletico í sumar er því komin yfir 170 milljónir punda.

Atletico fékk hins vegar um 108 milljónir fyrir Antoine Griezmann þegar hann fór til Barcelona.

Uppfært klukkan 16:20: Tottenham hefur staðfest að Trippier yfirgefi félagið fyrir Atletico Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×