Bardagamenn bregða sverðum í Eyjafirði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. júlí 2019 06:30 Íslenski hesturinn er ómissandi á Gásastað, bæði að fornu og nýju, en þar verður haldin hátíð með sönnu miðaldasniði Hér verða um hundrað Gásverjar við leik og störf alla helgina og margt í boði fyrir gesti sem vilja fylgjast með lífi fólks á miðöldum og kaupa ýmiss konar varning sem þá var boðinn til kaups,“ segir Tinna Stefánsdóttir, verkefnastjóri Miðaldadaga 2019, þegar forvitnast er um þann gjörning sem í vændum er á Gásum í Eyjafirði 20. og 21. júlí. „Kaupstaðurinn verður líf legur og fjölbreytt dagskrá í boði fyrir fólk á öllum aldri. Því gefst kostur á að upplifa blómatíma staðarins, kynnast handverki af ýmsum toga og daglegum störfum,“ segir Tinna og nefnir bókfellsgerð úr kálfskinni, kaðlagerð, tréskurð, leirmunavinnslu og vattarsaum sem dæmi um iðnir sem hægt verður að fylgjast með á staðnum. „Svo verður bogfimi æfð og bardagamenn munu bregða sverðum, gapastokkur Gásakaupstaðar verður nýttur fyrir glæpamenn og gestir fá að grýta þá með eggjum.“ Þetta er í sextánda sinn sem verslunarstaðurinn Gásar er endurskapaður sem tilgátusvæði með tilheyrandi mannlífi. Tónlist á hátíðinni verður í þeim anda sem hæfir tilefninu, bæði ætlar Jónína Björt – sem titluð er miðaldakona – að syngja íslensk þjóðlög og félagar úr sönghópnum Hymnodiu flytja lög frá miðöldum. Birtist í Fréttablaðinu Eyjafjarðarsveit Fornminjar Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
Hér verða um hundrað Gásverjar við leik og störf alla helgina og margt í boði fyrir gesti sem vilja fylgjast með lífi fólks á miðöldum og kaupa ýmiss konar varning sem þá var boðinn til kaups,“ segir Tinna Stefánsdóttir, verkefnastjóri Miðaldadaga 2019, þegar forvitnast er um þann gjörning sem í vændum er á Gásum í Eyjafirði 20. og 21. júlí. „Kaupstaðurinn verður líf legur og fjölbreytt dagskrá í boði fyrir fólk á öllum aldri. Því gefst kostur á að upplifa blómatíma staðarins, kynnast handverki af ýmsum toga og daglegum störfum,“ segir Tinna og nefnir bókfellsgerð úr kálfskinni, kaðlagerð, tréskurð, leirmunavinnslu og vattarsaum sem dæmi um iðnir sem hægt verður að fylgjast með á staðnum. „Svo verður bogfimi æfð og bardagamenn munu bregða sverðum, gapastokkur Gásakaupstaðar verður nýttur fyrir glæpamenn og gestir fá að grýta þá með eggjum.“ Þetta er í sextánda sinn sem verslunarstaðurinn Gásar er endurskapaður sem tilgátusvæði með tilheyrandi mannlífi. Tónlist á hátíðinni verður í þeim anda sem hæfir tilefninu, bæði ætlar Jónína Björt – sem titluð er miðaldakona – að syngja íslensk þjóðlög og félagar úr sönghópnum Hymnodiu flytja lög frá miðöldum.
Birtist í Fréttablaðinu Eyjafjarðarsveit Fornminjar Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira