Enginn ákærður vegna andláts ungrar konu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2019 15:49 Kolbrún Benediktsdóttir er varahéraðssaksóknari. Embætti héraðssaksóknara rannsakar atvik þar sem manneskja lætur lífið í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur sé til staðar um refsivert brot. vísir/vilhelm Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál sem embættið tók til rannsóknar og sneri að tilurð þess að ung kona lést í apríl síðastliðnum í kjölfar afskipta lögreglu. Málið er fellt niður á grundvelli 145. greinar sakamálalaga þar sem segir að ef ákærandi telur það sem fram er komið ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis þá lætur hann við svo búið standa. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, í samtali við fréttastofu. Rannsókn málsins lauk fyrr í sumar. Embætti héraðssaksóknara rannsakar atvik þar sem manneskja lætur lífið í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur sé til staðar um refsivert brot. Í þessu máli sættu tveir lögreglumenn rannsókn. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 11. apríl síðastliðinn. Þar kom fram að konan, sem fædd var árið 1994, hefði látist þann 9. apríl. Þá nótt hafði hún verið í samkvæmi þar sem mikið var um eiturlyf, meðal annars kókaín. Eftir að lögreglan hafði afskipti af konunni fór hún í hjartastopp. Endurlífgunartilraunir hófust og var konan flutt á Landspítalann þar sem hún lést. Móðir konunnar sagði í samtali við fréttastofu að foreldarnir væru afar ósáttir við vinnubrögð lögreglu og meðferðina á dóttur þeirra umrædda nótt. Sagði móðirin lögregluþjóna hafa handjárnað dótturina og bundið hana á fótum en hún var í geðrofi vegna neyslu. Sprauta ætti fólk niður, en ekki binda. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vildi á þessum tíma ekki veita neinar upplýsingar um málið þar sem því hafði verið vísað til héraðssaksóknara. Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn lokið á andláti ungrar konu Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á tilurð þess að ung kona lést í apríl síðastliðnum í kjölfar afskipta lögreglu. 2. júlí 2019 11:45 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál sem embættið tók til rannsóknar og sneri að tilurð þess að ung kona lést í apríl síðastliðnum í kjölfar afskipta lögreglu. Málið er fellt niður á grundvelli 145. greinar sakamálalaga þar sem segir að ef ákærandi telur það sem fram er komið ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis þá lætur hann við svo búið standa. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, í samtali við fréttastofu. Rannsókn málsins lauk fyrr í sumar. Embætti héraðssaksóknara rannsakar atvik þar sem manneskja lætur lífið í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur sé til staðar um refsivert brot. Í þessu máli sættu tveir lögreglumenn rannsókn. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 11. apríl síðastliðinn. Þar kom fram að konan, sem fædd var árið 1994, hefði látist þann 9. apríl. Þá nótt hafði hún verið í samkvæmi þar sem mikið var um eiturlyf, meðal annars kókaín. Eftir að lögreglan hafði afskipti af konunni fór hún í hjartastopp. Endurlífgunartilraunir hófust og var konan flutt á Landspítalann þar sem hún lést. Móðir konunnar sagði í samtali við fréttastofu að foreldarnir væru afar ósáttir við vinnubrögð lögreglu og meðferðina á dóttur þeirra umrædda nótt. Sagði móðirin lögregluþjóna hafa handjárnað dótturina og bundið hana á fótum en hún var í geðrofi vegna neyslu. Sprauta ætti fólk niður, en ekki binda. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vildi á þessum tíma ekki veita neinar upplýsingar um málið þar sem því hafði verið vísað til héraðssaksóknara.
Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn lokið á andláti ungrar konu Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á tilurð þess að ung kona lést í apríl síðastliðnum í kjölfar afskipta lögreglu. 2. júlí 2019 11:45 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Sjá meira
Rannsókn lokið á andláti ungrar konu Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á tilurð þess að ung kona lést í apríl síðastliðnum í kjölfar afskipta lögreglu. 2. júlí 2019 11:45