Takist ekki að rjúfa smitleiðina með alþrifum á staðnum kemur til greina að loka Efstadal II tímabundið Elísabet Inga Sigurðardóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 19. júlí 2019 19:15 Settar hafa verið fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E.coli sýkinga. Takist ekki að rjúfa smitleiðina með alþrifum á staðnum kemur til greina að loka Efstadal II tímabundið. Þetta segir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og jafnframt að málið sé erfitt fyrir alla sem að því koma. Sterkur grunur leikur áþví að þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E.coli sýkingu. Að barninu frátöldu hefur sýkingin verið staðfest hjá 21 einstaklingi, 19 börnum og tveimur fullorðnum. Ekki hefur tekist að uppræta smitleiðir og hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands í samráði við Matvælastofnun því sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna sýkinganna. Alþrif hafa farið fram á staðnum síðustu daga. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir að með auknum kröfum er gerð síðasta tilraun til að rjúfa smitleiðina. Takist það ekki komi til greina að loka staðnum. „Við viljum ekkert gera ráð fyrir að þetta takist ekki núna en ef svo illa færi þá er það alveg möguleiki. Ég vil taka það fram að þetta er allt í góðri samvinnu við rekstraraðila og þeir vilja að sjálfsögðu gera allt sem í þeirra valdi stendur og þeir vinna mjög vel með okkur,“ sagði Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Sóttvarnarlæknir tekur undir með henni en í samtali við fréttastofu í dag segist hann vonast til að nú verði smitleiðin rofin. Þá segir Sigrún það ekki ámælisvert að staðnum hafi ekki verið lokað um leið og bakterían fannst þar. Gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á sínum tíma.Á meðal þess sem boðið hefur verið upp á á Efstadal er að klappa kálfum en síðan E. coli-bakterían kom þar upp hefur það ekki verið í boði.Vísir/MHH„Það er alveg ljóst að þetta smit kemur frá kálfunum og berst á einhvern yfir hátt í börnin. En við vitum ekkert nákvæmlega hvaða leið og það geta verið þess vegna margar leiðir, það er ekki ein leið endilega,“ sagði Sigrún. Hún segir að málið hafi tekið á alla aðila máls og vonast til að nú verði smitleiðin rofin. „Það er líka þegar það er þessi óvissa, þegar við vitum ekki hvort við höfum gert nóg, það er bara mjög erfitt,“ sagði Sigrún.E. coli-sýkingu má rekja til ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals II í Bláskógabyggð.Vísir/Magnús Hlynur Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sterkur grunur um að þriggja ára gamalt barn sé með E. coli-sýkingu Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. 19. júlí 2019 14:34 E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13 Telur að gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á Efstadal II á sínum tíma Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ákveðin vonbrigði að bandaríski ferðamaðurinn sem smitaðist af E. coli-bakteríunni á Efstadal II skuli hafa smitast á bænum eftir að gripið var til aðgerða þar til að koma í veg fyrir smit og smitleiðir. 19. júlí 2019 17:00 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira
Settar hafa verið fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E.coli sýkinga. Takist ekki að rjúfa smitleiðina með alþrifum á staðnum kemur til greina að loka Efstadal II tímabundið. Þetta segir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og jafnframt að málið sé erfitt fyrir alla sem að því koma. Sterkur grunur leikur áþví að þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E.coli sýkingu. Að barninu frátöldu hefur sýkingin verið staðfest hjá 21 einstaklingi, 19 börnum og tveimur fullorðnum. Ekki hefur tekist að uppræta smitleiðir og hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands í samráði við Matvælastofnun því sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna sýkinganna. Alþrif hafa farið fram á staðnum síðustu daga. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir að með auknum kröfum er gerð síðasta tilraun til að rjúfa smitleiðina. Takist það ekki komi til greina að loka staðnum. „Við viljum ekkert gera ráð fyrir að þetta takist ekki núna en ef svo illa færi þá er það alveg möguleiki. Ég vil taka það fram að þetta er allt í góðri samvinnu við rekstraraðila og þeir vilja að sjálfsögðu gera allt sem í þeirra valdi stendur og þeir vinna mjög vel með okkur,“ sagði Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Sóttvarnarlæknir tekur undir með henni en í samtali við fréttastofu í dag segist hann vonast til að nú verði smitleiðin rofin. Þá segir Sigrún það ekki ámælisvert að staðnum hafi ekki verið lokað um leið og bakterían fannst þar. Gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á sínum tíma.Á meðal þess sem boðið hefur verið upp á á Efstadal er að klappa kálfum en síðan E. coli-bakterían kom þar upp hefur það ekki verið í boði.Vísir/MHH„Það er alveg ljóst að þetta smit kemur frá kálfunum og berst á einhvern yfir hátt í börnin. En við vitum ekkert nákvæmlega hvaða leið og það geta verið þess vegna margar leiðir, það er ekki ein leið endilega,“ sagði Sigrún. Hún segir að málið hafi tekið á alla aðila máls og vonast til að nú verði smitleiðin rofin. „Það er líka þegar það er þessi óvissa, þegar við vitum ekki hvort við höfum gert nóg, það er bara mjög erfitt,“ sagði Sigrún.E. coli-sýkingu má rekja til ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals II í Bláskógabyggð.Vísir/Magnús Hlynur
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sterkur grunur um að þriggja ára gamalt barn sé með E. coli-sýkingu Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. 19. júlí 2019 14:34 E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13 Telur að gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á Efstadal II á sínum tíma Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ákveðin vonbrigði að bandaríski ferðamaðurinn sem smitaðist af E. coli-bakteríunni á Efstadal II skuli hafa smitast á bænum eftir að gripið var til aðgerða þar til að koma í veg fyrir smit og smitleiðir. 19. júlí 2019 17:00 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira
Sterkur grunur um að þriggja ára gamalt barn sé með E. coli-sýkingu Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. 19. júlí 2019 14:34
E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13
Telur að gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á Efstadal II á sínum tíma Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ákveðin vonbrigði að bandaríski ferðamaðurinn sem smitaðist af E. coli-bakteríunni á Efstadal II skuli hafa smitast á bænum eftir að gripið var til aðgerða þar til að koma í veg fyrir smit og smitleiðir. 19. júlí 2019 17:00