Þeim mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn. Þetta er 83. risamótið sem þeir taka þátt í saman og það fyrsta þar sem hvorugur þeirra kemst í gegnum niðurskurðinn.
A record that illustrates @tigerwoods and @philmickelson's incredible consistency #TheOpenpic.twitter.com/2kbQmjkDKK
— The Open (@TheOpen) July 19, 2019
Bæði Woods og Michelson voru í erfiðri stöðu eftir fyrsta hringinn. Woods lék hann á sjö höggum yfir pari og Mickelson á fimm höggum yfir pari.
Woods náði sér betur á strik í gær og lék á einu höggi undir pari. Það dugði skammt því niðurskurðinn miðaðist við eitt högg yfir pari.
Mickelson lék á þremur höggum yfir pari í gær og lauk leik á samtals átta höggum yfir pari.
Woods hefur þrisvar sinnum unnið Opna breska (2000, 2005 og 2006) og Mickelson einu sinni (2013).