Fjölskyldu grunar að kattarmorðingi gangi laus í Vogum Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júlí 2019 08:00 Hulda Blöndal, umsjáraðili kisunnar, segir í samtali við Fréttablaðið hún telji að eitrað hafi verið fyrir Bellu með frostlegi, líkt og hefur verið gert annars staðar á landinu. Hún segir að Bella hafi farið út í kringum miðnætti á miðvikudag. Það hafi verið síðasta skipti sem þau sáu hana á lífi. Myndin er úr safni. vísir/getty Eitrað var fyrir átta mánaða gamalli læðu, Bellu, í Vogum á Vatnsleysuströnd í síðustu viku, með þeim afleiðingum að hún drapst. Hulda Blöndal, umsjáraðili kisunnar, segir í samtali við Fréttablaðið hún telji að eitrað hafi verið fyrir Bellu með frostlegi, líkt og hefur verið gert annars staðar á landinu. Hún segir að Bella hafi farið út í kringum miðnætti á miðvikudag. Það hafi verið síðasta skipti sem þau sáu hana á lífi. „Hún var með ól og merki og fór sjaldan langt frá húsinu okkar. Hún finnst svo fyrir utan hjá okkur á föstudegi. Það kemur varla annað til greina en að eitrað hafi verið fyrir henni. Engir áverkar fundust á henni. Hún hefur náð að komast heim, en dáið fyrir utan,“ segir Hulda. Hulda segir að hana gruni að eitrað hafi verið fyrir henni því að frostlögur valdi alvarlegri nýrnabilun á skömmum tíma og svo stuttur tími leið frá því að Bella fór að heiman og þar til hún fannst dauð. Hún segist ekki skilja hvað liggi að baki slíkum verknaði. „Ég skil ekki þennan verknað. Við fjölskyldan erum í rusli yfir þessu. Ég fór með henni út á miðvikudagskvöldið og skildi ekkert af hverju hún hljóp í burtu, ég held hún hafi fundið lykt af fiski sem hefur verið sprautaður með frostlegi. Það hefur verið gert úti um allt land,“ segir Hulda og vísar þar til svipaðra mála sem hafa komið upp í Hveragerði, í Sandgerði og á höfuðborgarsvæðinu. Hulda segir að hún hafi ekki tilkynnt til lögreglu eða MAST en að hún hafi fengið ábendingu um að gott væri að láta kryfja hana hjá Keldum, rannsóknarstofu, en að kostnaðurinn við það sé 34 þúsund krónur. Þau ákváðu að sleppa því og jörðuðu hana sjálf. Hún segir að þó ekkert sé hægt að sanna, eins og staðan er núna, þá vill hún að aðrir íbúar í Vogum hugsi sig tvisvar um áður en þeir hleypi köttum sínum út. Nánar er rætt við Huldu á vef Fréttablaðsins, Frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Dýr Vogar Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Eitrað var fyrir átta mánaða gamalli læðu, Bellu, í Vogum á Vatnsleysuströnd í síðustu viku, með þeim afleiðingum að hún drapst. Hulda Blöndal, umsjáraðili kisunnar, segir í samtali við Fréttablaðið hún telji að eitrað hafi verið fyrir Bellu með frostlegi, líkt og hefur verið gert annars staðar á landinu. Hún segir að Bella hafi farið út í kringum miðnætti á miðvikudag. Það hafi verið síðasta skipti sem þau sáu hana á lífi. „Hún var með ól og merki og fór sjaldan langt frá húsinu okkar. Hún finnst svo fyrir utan hjá okkur á föstudegi. Það kemur varla annað til greina en að eitrað hafi verið fyrir henni. Engir áverkar fundust á henni. Hún hefur náð að komast heim, en dáið fyrir utan,“ segir Hulda. Hulda segir að hana gruni að eitrað hafi verið fyrir henni því að frostlögur valdi alvarlegri nýrnabilun á skömmum tíma og svo stuttur tími leið frá því að Bella fór að heiman og þar til hún fannst dauð. Hún segist ekki skilja hvað liggi að baki slíkum verknaði. „Ég skil ekki þennan verknað. Við fjölskyldan erum í rusli yfir þessu. Ég fór með henni út á miðvikudagskvöldið og skildi ekkert af hverju hún hljóp í burtu, ég held hún hafi fundið lykt af fiski sem hefur verið sprautaður með frostlegi. Það hefur verið gert úti um allt land,“ segir Hulda og vísar þar til svipaðra mála sem hafa komið upp í Hveragerði, í Sandgerði og á höfuðborgarsvæðinu. Hulda segir að hún hafi ekki tilkynnt til lögreglu eða MAST en að hún hafi fengið ábendingu um að gott væri að láta kryfja hana hjá Keldum, rannsóknarstofu, en að kostnaðurinn við það sé 34 þúsund krónur. Þau ákváðu að sleppa því og jörðuðu hana sjálf. Hún segir að þó ekkert sé hægt að sanna, eins og staðan er núna, þá vill hún að aðrir íbúar í Vogum hugsi sig tvisvar um áður en þeir hleypi köttum sínum út. Nánar er rætt við Huldu á vef Fréttablaðsins, Frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Vogar Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira