Kristín Eysteins blandar sér í baráttuna um Þjóðleikhússtjórastólinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2019 11:23 Magnús Geir Þórðarson, Kristín Eysteinsdóttir og Ari Matthíasson munu berjast um starf Þjóðleikhússtjóra. Vísir Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur ákveðið að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi. Kristín hefur gegnt stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins frá árinu 2014 en hyggst nú söðla um og setjast í stól leikhússtjóra við Hverfisgötuna. „Við höfum náð miklum listrænum og rekstrarlegum árangri á síðustu árum og nú langar mig að nýta reynslu og krafta mína til uppbyggingar og eflingar Þjóðleikhússins,“ segir Kristín í samtali við Vísi. „Samningurinn minn sem Borgarleikhússtjóri rennur út í júlí 2021. Þegar það er ráðið í þessa stöðu er bara eitt og hálft ár eftir af mínum samningstíma. Ég met það því svo að nú sé rétti tíminn til að taka þetta skref.“ Aðspurð hvort hún meti það svo að staða Þjóðleikhússtjóra sé tignarlegri en staða Borgarleikhússtjóra segir hún leikhúsin ólík og skyldurnar sömuleiðis. „Þetta er bara köllun mín að vera leikhússtjóri og mér hefur gengið afar vel sem slíkur. Mig langar að halda áfram að láta gott af mér leiða.“Brynhildur Guðjónsdóttir vill ekki staðfesta umsókn sína.Fréttablaðið/EyþórAri, Magnús Geir og líklega BrynhildurEins og Vísir greindi fyrstur miðla frá í morgun hefur Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri ákveðið að sækja um starfið. Þá hefur Ari Matthíassonar, núverandi Þjóðleikhússtjóri, einnig lýst yfir áhuga á að stýra leikhúsinu í fimm ár til viðbótar. Hefur hann lagt inn umsókn þess efnis. Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona vildi ekki staðfesta umsókn sína í samtali við Vísi í morgun. Um væri að ræða þungaviktarfólk sem væri að sækja um og spennandi yrði að sjá hvaða nöfn kæmu upp úr hattinum þegar listi umsækjenda verður birtur.Ljóst er að splunkunýs Þjóðleikhúsráðs bíður ærið verkefni að velja á milli kandídata í starfið. Halldór Guðmundsson er formaður nýs Þjóðleikhúsráðs sem tók einmitt til starfa í dag. Að neðan má sjá bréf Kristínar til samstarfsfólks í Borgarleikhúsinu:Kæra samstarfsfólk,Ég vona að þið séuð að njóta verðskuldaðs og langþráðs sumarfrís.Ég skrifa ykkur í dag til að upplýsa ykkur um að ég hef tekið þá ákvörðun að sækja um stöðu Þjóðleikhússtjóra sem er nú laus til umsóknar.Ég hef á undanförnum vikum fengið mikla hvatningu til að sækja um starfið og þar sem samningur minn sem Borgarleikhússtjóri rennur út í júlí 2021 þá met ég það sem svo að nú sé rétti tíminn til að taka þetta skref.Það verða án efa margir hæfir umsækjendur sem sækja um og ákvörðun varðandi ráðningu verður væntanlega ekki tekin fyrr en á haustmánuðum. Það breytist því ekkert, ég verð að sjálfsögðu ennþá hér og við höldum okkar striki inn í nýtt og spennandi leikár.Næsta leikár liggur fyrir, kortasalan fer vel af stað og næsti vetur verður alger negla! Ég tek þessa ákvörðun að vel hugsuðu máli,mér þykir óendanlega vænt um Borgarleikhúsið, ykkur öll og þann árangur sem við höfum náð saman á síðastliðnum árum. Ég vona að þið sýnið þessari ákvörðun minni skilning, lífið og listin þurfa að haldast á hreyfingu til að vaxa og dafna.Bestu kveðjur og hlakka til að sjá ykkur í haust.Kristín Fjölmiðlar Leikhús Vistaskipti Tengdar fréttir Magnús Geir sækir um starf Þjóðleikhússtjóra Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hefur ákveðið að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra. Þetta tilkynnti Magnús Geir samstarfsfólki sínu í Efstaleitinu í morgun. 1. júlí 2019 10:36 Nýtt þjóðleikhúsráð skipað í skugga deilna innan leiklistargeirans Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur skipað nýtt þjóðleikhúsráð í skugga þeirra deilna sem uppi hafa verið innan leiklistargeirans undanfarið. 30. júní 2019 20:32 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur ákveðið að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi. Kristín hefur gegnt stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins frá árinu 2014 en hyggst nú söðla um og setjast í stól leikhússtjóra við Hverfisgötuna. „Við höfum náð miklum listrænum og rekstrarlegum árangri á síðustu árum og nú langar mig að nýta reynslu og krafta mína til uppbyggingar og eflingar Þjóðleikhússins,“ segir Kristín í samtali við Vísi. „Samningurinn minn sem Borgarleikhússtjóri rennur út í júlí 2021. Þegar það er ráðið í þessa stöðu er bara eitt og hálft ár eftir af mínum samningstíma. Ég met það því svo að nú sé rétti tíminn til að taka þetta skref.“ Aðspurð hvort hún meti það svo að staða Þjóðleikhússtjóra sé tignarlegri en staða Borgarleikhússtjóra segir hún leikhúsin ólík og skyldurnar sömuleiðis. „Þetta er bara köllun mín að vera leikhússtjóri og mér hefur gengið afar vel sem slíkur. Mig langar að halda áfram að láta gott af mér leiða.“Brynhildur Guðjónsdóttir vill ekki staðfesta umsókn sína.Fréttablaðið/EyþórAri, Magnús Geir og líklega BrynhildurEins og Vísir greindi fyrstur miðla frá í morgun hefur Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri ákveðið að sækja um starfið. Þá hefur Ari Matthíassonar, núverandi Þjóðleikhússtjóri, einnig lýst yfir áhuga á að stýra leikhúsinu í fimm ár til viðbótar. Hefur hann lagt inn umsókn þess efnis. Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona vildi ekki staðfesta umsókn sína í samtali við Vísi í morgun. Um væri að ræða þungaviktarfólk sem væri að sækja um og spennandi yrði að sjá hvaða nöfn kæmu upp úr hattinum þegar listi umsækjenda verður birtur.Ljóst er að splunkunýs Þjóðleikhúsráðs bíður ærið verkefni að velja á milli kandídata í starfið. Halldór Guðmundsson er formaður nýs Þjóðleikhúsráðs sem tók einmitt til starfa í dag. Að neðan má sjá bréf Kristínar til samstarfsfólks í Borgarleikhúsinu:Kæra samstarfsfólk,Ég vona að þið séuð að njóta verðskuldaðs og langþráðs sumarfrís.Ég skrifa ykkur í dag til að upplýsa ykkur um að ég hef tekið þá ákvörðun að sækja um stöðu Þjóðleikhússtjóra sem er nú laus til umsóknar.Ég hef á undanförnum vikum fengið mikla hvatningu til að sækja um starfið og þar sem samningur minn sem Borgarleikhússtjóri rennur út í júlí 2021 þá met ég það sem svo að nú sé rétti tíminn til að taka þetta skref.Það verða án efa margir hæfir umsækjendur sem sækja um og ákvörðun varðandi ráðningu verður væntanlega ekki tekin fyrr en á haustmánuðum. Það breytist því ekkert, ég verð að sjálfsögðu ennþá hér og við höldum okkar striki inn í nýtt og spennandi leikár.Næsta leikár liggur fyrir, kortasalan fer vel af stað og næsti vetur verður alger negla! Ég tek þessa ákvörðun að vel hugsuðu máli,mér þykir óendanlega vænt um Borgarleikhúsið, ykkur öll og þann árangur sem við höfum náð saman á síðastliðnum árum. Ég vona að þið sýnið þessari ákvörðun minni skilning, lífið og listin þurfa að haldast á hreyfingu til að vaxa og dafna.Bestu kveðjur og hlakka til að sjá ykkur í haust.Kristín
Fjölmiðlar Leikhús Vistaskipti Tengdar fréttir Magnús Geir sækir um starf Þjóðleikhússtjóra Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hefur ákveðið að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra. Þetta tilkynnti Magnús Geir samstarfsfólki sínu í Efstaleitinu í morgun. 1. júlí 2019 10:36 Nýtt þjóðleikhúsráð skipað í skugga deilna innan leiklistargeirans Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur skipað nýtt þjóðleikhúsráð í skugga þeirra deilna sem uppi hafa verið innan leiklistargeirans undanfarið. 30. júní 2019 20:32 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Magnús Geir sækir um starf Þjóðleikhússtjóra Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hefur ákveðið að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra. Þetta tilkynnti Magnús Geir samstarfsfólki sínu í Efstaleitinu í morgun. 1. júlí 2019 10:36
Nýtt þjóðleikhúsráð skipað í skugga deilna innan leiklistargeirans Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur skipað nýtt þjóðleikhúsráð í skugga þeirra deilna sem uppi hafa verið innan leiklistargeirans undanfarið. 30. júní 2019 20:32