Formaður HSÍ: Málið strandar ekki á þarfagreiningu frá HSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. júlí 2019 07:30 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, og Axel Stefánsson, þjálfari kvennalandsliðsins. vísir/stefán Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, er ekkert allt of sáttur við svör mennta- og menningarmálaráðherra í Reykjavík síðdegis varðandi framgang nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í þættinum að sérsamböndin þyrftu að vinna þarfagreiningu, ræða svo við viðkomandi sveitarfélag og vinna svo umsókn í gegnum ÍSÍ sem síðan yrði send ráðuneytinu. Ráðuneytið gæti ekki gert neitt fyrr en sú umsókn væri komin.HSÍ er ekki að fara að byggja þjóðarleikvang „Við höfum verið að þrýsta á þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir og það liggur fyrir að við erum ekki að fara að byggja neitt hús sjálfir. Það liggur alveg fyrir hvaða kröfur liggja til þeirra íþróttahúsa sem þurfa að hýsa landsleiki. Það hefur verið reynt að vinna að umbótum á Laugardalshöll til þess að uppfylla þær kröfur,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. „Að halda því fram að málið strandi á því að við höfum ekki gert þarfagreiningu er alrangt. Við höfum verið að kalla eftir því við stjórnvöld að fá svör við því hvernig þau vilja koma að byggingu nýrrar þjóðarhallar. Til að hægt sé að koma vinnu við nýtt hús af stað þá þarf að vita hug ríkisvaldsins en ekki að ríkisvaldið skýli sér á bak við reglugerð sem þeir sömdu eftir að okkar beiðni kom inn. Þetta snýst ekki um samþykki fyrir húsi heldur hvort ríkið sé til í að koma að þessu máli. Þannig vinnur maður sig áfram. Ef ríkisvaldið segir nei þá er málið líklega alveg stopp.“Úr landsleik í Laugardalshöll.vísir/vilhelmFormaðurinn segir að biðin eftir svörum frá ríkisvaldinu um þetta málefni sé að verða ansi löng. „Við höfum fundað og fengið jákvæð viðbrögð en aldrei fengið nein bein svör. Ég hef átt góðan og jákvæðan fund með ráðherra og veit að hún er jákvæð gagnvart verkefninu. Til að geta unnið þessa vinnu áfram þá þurfum við að fá skýrari svör. Við erum ekki að fara í neinn slag út af þessu. Þetta er bara verkefni sem þarf að vinna saman og snýst ekki um skort á þarfagreiningu frá okkur. Hún liggur fyrir í reglugerðum alþjóða handknattleikssambandanna. Fólki er kunnugt um þessar kröfur sem eru svo alltaf að aukast,“ segir formaður HSÍ.Tíminn að renna út Íslandsmeistarar Selfoss fengu ekki þátttökurétt í Meistaradeildinni næsta vetur þar sem ekki er til hús á Íslandi sem tekur 2.500 áhorfendur. Árið 2021 fá engin lið þátttökurétt í keppninni nema þau séu með hús sem tekur 4.000 manns í sæti. „Þetta er þróunin. Kröfurnar eru að aukast og Laugardalshöllin hefur einfaldlega ekki nægilega stóran gólfflöt til þess að uppfylla kröfur alþjóðasambanda. Við óttumst því að fá mjög fljótlega bank í öxlina varðandi okkar framtíðarmál og þá þurfum við að geta komið með svör.“ Íslenski handboltinn Íþróttir Tengdar fréttir Ráðherra segir misskilning tefja umræðu um nýjan þjóðarleikvang í handbolta Misskilningur milli HSÍ og ríkisins gerir það að verkum að engar viðræður hafa átt sér stað um nýjan þjóðarleikvang fyrir handbolta á Íslandi. 28. júní 2019 21:45 Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Formaður HSÍ tjáir sig um málefni Selfoss og Laugardalshöll. 21. júní 2019 18:32 Utan vallar: Þjóðarskömmin í Laugardalnum Það virðist ekki lengur vera spurning hvort heldur hvenær landsliðin okkar í stærstu boltaíþróttunum munu þurfa að spila heimaleiki sína erlendis. Sá dagur er fyrsti heimaleikur Íslands í stórkeppni fer fram á erlendum vettvangi verður svartur dagur í íslenskri íþróttasögu. 25. júní 2019 11:30 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, er ekkert allt of sáttur við svör mennta- og menningarmálaráðherra í Reykjavík síðdegis varðandi framgang nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í þættinum að sérsamböndin þyrftu að vinna þarfagreiningu, ræða svo við viðkomandi sveitarfélag og vinna svo umsókn í gegnum ÍSÍ sem síðan yrði send ráðuneytinu. Ráðuneytið gæti ekki gert neitt fyrr en sú umsókn væri komin.HSÍ er ekki að fara að byggja þjóðarleikvang „Við höfum verið að þrýsta á þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir og það liggur fyrir að við erum ekki að fara að byggja neitt hús sjálfir. Það liggur alveg fyrir hvaða kröfur liggja til þeirra íþróttahúsa sem þurfa að hýsa landsleiki. Það hefur verið reynt að vinna að umbótum á Laugardalshöll til þess að uppfylla þær kröfur,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. „Að halda því fram að málið strandi á því að við höfum ekki gert þarfagreiningu er alrangt. Við höfum verið að kalla eftir því við stjórnvöld að fá svör við því hvernig þau vilja koma að byggingu nýrrar þjóðarhallar. Til að hægt sé að koma vinnu við nýtt hús af stað þá þarf að vita hug ríkisvaldsins en ekki að ríkisvaldið skýli sér á bak við reglugerð sem þeir sömdu eftir að okkar beiðni kom inn. Þetta snýst ekki um samþykki fyrir húsi heldur hvort ríkið sé til í að koma að þessu máli. Þannig vinnur maður sig áfram. Ef ríkisvaldið segir nei þá er málið líklega alveg stopp.“Úr landsleik í Laugardalshöll.vísir/vilhelmFormaðurinn segir að biðin eftir svörum frá ríkisvaldinu um þetta málefni sé að verða ansi löng. „Við höfum fundað og fengið jákvæð viðbrögð en aldrei fengið nein bein svör. Ég hef átt góðan og jákvæðan fund með ráðherra og veit að hún er jákvæð gagnvart verkefninu. Til að geta unnið þessa vinnu áfram þá þurfum við að fá skýrari svör. Við erum ekki að fara í neinn slag út af þessu. Þetta er bara verkefni sem þarf að vinna saman og snýst ekki um skort á þarfagreiningu frá okkur. Hún liggur fyrir í reglugerðum alþjóða handknattleikssambandanna. Fólki er kunnugt um þessar kröfur sem eru svo alltaf að aukast,“ segir formaður HSÍ.Tíminn að renna út Íslandsmeistarar Selfoss fengu ekki þátttökurétt í Meistaradeildinni næsta vetur þar sem ekki er til hús á Íslandi sem tekur 2.500 áhorfendur. Árið 2021 fá engin lið þátttökurétt í keppninni nema þau séu með hús sem tekur 4.000 manns í sæti. „Þetta er þróunin. Kröfurnar eru að aukast og Laugardalshöllin hefur einfaldlega ekki nægilega stóran gólfflöt til þess að uppfylla kröfur alþjóðasambanda. Við óttumst því að fá mjög fljótlega bank í öxlina varðandi okkar framtíðarmál og þá þurfum við að geta komið með svör.“
Íslenski handboltinn Íþróttir Tengdar fréttir Ráðherra segir misskilning tefja umræðu um nýjan þjóðarleikvang í handbolta Misskilningur milli HSÍ og ríkisins gerir það að verkum að engar viðræður hafa átt sér stað um nýjan þjóðarleikvang fyrir handbolta á Íslandi. 28. júní 2019 21:45 Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Formaður HSÍ tjáir sig um málefni Selfoss og Laugardalshöll. 21. júní 2019 18:32 Utan vallar: Þjóðarskömmin í Laugardalnum Það virðist ekki lengur vera spurning hvort heldur hvenær landsliðin okkar í stærstu boltaíþróttunum munu þurfa að spila heimaleiki sína erlendis. Sá dagur er fyrsti heimaleikur Íslands í stórkeppni fer fram á erlendum vettvangi verður svartur dagur í íslenskri íþróttasögu. 25. júní 2019 11:30 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira
Ráðherra segir misskilning tefja umræðu um nýjan þjóðarleikvang í handbolta Misskilningur milli HSÍ og ríkisins gerir það að verkum að engar viðræður hafa átt sér stað um nýjan þjóðarleikvang fyrir handbolta á Íslandi. 28. júní 2019 21:45
Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Formaður HSÍ tjáir sig um málefni Selfoss og Laugardalshöll. 21. júní 2019 18:32
Utan vallar: Þjóðarskömmin í Laugardalnum Það virðist ekki lengur vera spurning hvort heldur hvenær landsliðin okkar í stærstu boltaíþróttunum munu þurfa að spila heimaleiki sína erlendis. Sá dagur er fyrsti heimaleikur Íslands í stórkeppni fer fram á erlendum vettvangi verður svartur dagur í íslenskri íþróttasögu. 25. júní 2019 11:30