27 ára kastari Englanna fannst látinn í hótelherbergi sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2019 08:30 Tyler Skaggs í leik með Los Angeles Angels 13. júní síðastliðinn. Getty/Mike Carlson Hafnaboltaheimurinn í Bandaríkjunum er í miklu áfalli eftir hræðilegar fréttir frá Texas þar sem leikmaður í deildinni fannst látinn á hótelherbergi sínu. Hinn 27 ára gamli Tyler Skaggs var kastari Los Angeles Angels liðsins og var í keppnisferðalagi með liði sínu þegar andlátið bar að. „Tyler Skaggs er og verður alltaf hluti af Englafjölskyldunni,“ sagði í Twitter-færslu hjá Los Angeles Angels.Angels statement on the passing of Tyler Skaggs. pic.twitter.com/6XA2Vu1uWV — Los Angeles Angels (@Angels) July 1, 2019Lögreglan var kölluð til þegar meðvitundarlaus maður fannst í hótelherbergi sínu í Southlake í Texas. Hann var úrskurðar látinn á staðnum. Tyler Skaggs og félagar í liði Englanna voru mættir þangað til að spila við Texas Rangers. Leiknum hefur nú verið frestað. Talsmaður lögreglunnar segir hana ekki gruna það að Tyler Skaggs hafi svipt sig lífi eða að einhver hafi banað honum. Tyler Skaggs var nýgiftur (2018) og lífið virtist leika við hann. Í Instagram færslu hans frá 31. desember skrifaði hann undir mynd af sér og eiginkonunni að árið 2018 hafi verið það besta hingað til.The #SFGiants joined the Padres in a moment of silence honoring Tyler Skaggs, who passed away earlier today. pic.twitter.com/fid8QYZdlv — San Francisco Giants (@SFGiants) July 2, 2019Leikmenn og þjálfarar Los Angeles Angels voru mættir á leikinn á móti Texas Rangers þegar fréttirnar bárust af örlögum Tyler Skaggs. Þeir yfirgáfu svæðið í kjölfarið og leiknum var frestað. Stuðningsfólk Los Angeles Angels hefur streymt að heimavelli liðsins í Anaheim þar sem settur hefur verið upp minnisvarði um Skaggs. Mörg þeirra hafa minnst hans með því að leggja blóm við aðalhlið vallarins. Tyler Skaggs er frá Kaliforníu og Los Angeles Angels valdi hann í nýliðavalinu árið 2009. Hann spilaði sinn fyrsta leik í MLB-deildinni árið 2012 en lék með Arizona Diamondbacks tímabilin 2012 og 2013.Southlake Police Department Press Release 7/1/19 pic.twitter.com/vgZTUBIc40 — Southlake DPS (@SouthlakeDPS) July 1, 2019So sad to hear the news about the passing of Tyler Skaggs. I could only imagine what his wife,family,friends and teammates are all going through right now. My deepest sympathies go out to all of them. We may all compete against each other,but we are all brothers. Rest in Paradise pic.twitter.com/obofWVKRMU — andrew mccutchen (@TheCUTCH22) July 2, 2019We are deeply saddened by the tragic news that Tyler Skaggs, 27, passed away this morning. https://t.co/q150hyH01Jpic.twitter.com/y1X5ctlWDl — MLB (@MLB) July 1, 2019 Andlát Bandaríkin Íþróttir Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Álftanes - Tindastóll | Heimamenn í harðindum en gestirnir á góðu skriði Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Njarðvík - Þór Þorlákshöfn | Vilja svara fyrir skellinn í síðustu umferð Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Sjá meira
Hafnaboltaheimurinn í Bandaríkjunum er í miklu áfalli eftir hræðilegar fréttir frá Texas þar sem leikmaður í deildinni fannst látinn á hótelherbergi sínu. Hinn 27 ára gamli Tyler Skaggs var kastari Los Angeles Angels liðsins og var í keppnisferðalagi með liði sínu þegar andlátið bar að. „Tyler Skaggs er og verður alltaf hluti af Englafjölskyldunni,“ sagði í Twitter-færslu hjá Los Angeles Angels.Angels statement on the passing of Tyler Skaggs. pic.twitter.com/6XA2Vu1uWV — Los Angeles Angels (@Angels) July 1, 2019Lögreglan var kölluð til þegar meðvitundarlaus maður fannst í hótelherbergi sínu í Southlake í Texas. Hann var úrskurðar látinn á staðnum. Tyler Skaggs og félagar í liði Englanna voru mættir þangað til að spila við Texas Rangers. Leiknum hefur nú verið frestað. Talsmaður lögreglunnar segir hana ekki gruna það að Tyler Skaggs hafi svipt sig lífi eða að einhver hafi banað honum. Tyler Skaggs var nýgiftur (2018) og lífið virtist leika við hann. Í Instagram færslu hans frá 31. desember skrifaði hann undir mynd af sér og eiginkonunni að árið 2018 hafi verið það besta hingað til.The #SFGiants joined the Padres in a moment of silence honoring Tyler Skaggs, who passed away earlier today. pic.twitter.com/fid8QYZdlv — San Francisco Giants (@SFGiants) July 2, 2019Leikmenn og þjálfarar Los Angeles Angels voru mættir á leikinn á móti Texas Rangers þegar fréttirnar bárust af örlögum Tyler Skaggs. Þeir yfirgáfu svæðið í kjölfarið og leiknum var frestað. Stuðningsfólk Los Angeles Angels hefur streymt að heimavelli liðsins í Anaheim þar sem settur hefur verið upp minnisvarði um Skaggs. Mörg þeirra hafa minnst hans með því að leggja blóm við aðalhlið vallarins. Tyler Skaggs er frá Kaliforníu og Los Angeles Angels valdi hann í nýliðavalinu árið 2009. Hann spilaði sinn fyrsta leik í MLB-deildinni árið 2012 en lék með Arizona Diamondbacks tímabilin 2012 og 2013.Southlake Police Department Press Release 7/1/19 pic.twitter.com/vgZTUBIc40 — Southlake DPS (@SouthlakeDPS) July 1, 2019So sad to hear the news about the passing of Tyler Skaggs. I could only imagine what his wife,family,friends and teammates are all going through right now. My deepest sympathies go out to all of them. We may all compete against each other,but we are all brothers. Rest in Paradise pic.twitter.com/obofWVKRMU — andrew mccutchen (@TheCUTCH22) July 2, 2019We are deeply saddened by the tragic news that Tyler Skaggs, 27, passed away this morning. https://t.co/q150hyH01Jpic.twitter.com/y1X5ctlWDl — MLB (@MLB) July 1, 2019
Andlát Bandaríkin Íþróttir Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Álftanes - Tindastóll | Heimamenn í harðindum en gestirnir á góðu skriði Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Njarðvík - Þór Þorlákshöfn | Vilja svara fyrir skellinn í síðustu umferð Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Sjá meira