Tvær af þungavigtarþjóðum fótboltans þyrstir í árangur og mætast í leik upp á líf eða dauða í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2019 14:45 Lionel Messi í síðasta leik sínum á móti Brasilíu. Messi og félagar hafa ekki unnið Brasilíumenn í fjórtán ár. Getty/Michael Dodge Það verður mikið um dýrðir í BeloHorizonte í kvöld þegar nágrannarnir og erkifjendurnir Brasilía og Argentína mætast í undanúrslitaleik CopaAmerica 2019. Í boði er úrslitaleikur á móti annaðhvort Síle eða Perú sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun. Það er því ekkert skrýtið að margir líta á leikinn í kvöld sem hálfgerðan úrslitaleik keppninnar en Síle eða Perú eru þó sýnd veiði en ekki gefin. Leikur Brasilíu og Argentínu hefst klukkan 00.30 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst tíu mínútum fyrr. Leikir Brasilíu og Argentínu eru vissulega „Clasico“ leikir suður-ameríska fótboltans og alltaf stór viðburður en vandræði beggja þjóða inn á fótboltavellinum síðustu ár gerir þetta enn stærri viðureign í kvöld.Lionel Messi er enn að bíða eftir stórum titli með argentínska landsliðinu. Hann hefur oft komist nálægt því en hefur ekkert unnið síðan með 23 ára liðinu á ÓL í Peking fyrir ellefu árum. Messi fær ekki mörg tækifæri til viðbótar og leikurinn í kvöld skiptir því miklu máli fyrir hann. Argentínska liðið hefur aðeins lagað sinn leik eftir slaka byrjun en Messi sjálfur á enn eftir að finna taktinn sinn. Það gæti gerst í kvöld. Heimamenn í Brasilíu eru enn að jafna sig eftir 7-1 skell á móti Þýskalandi í undanúrslitaleik HM í Brasilíu sem fór einmitt fram á þessum sama velli og spilað verður á í kvöld. Brassarnir halda nú aftur stórmót og nú þrá þeir ekkert annað en sigur á heimavelli. Brasilíumenn hafa ekki unnið heimsmeistaratitilinn í sautján ár (2002) og þeir hafa enn fremur ekki unnið Suðurameríkukeppnina í tólf ár. Það sem meira er að frá síðasta sigri þeirra árið 2007 hafa þeir aldrei komist í undanúrslit keppninnar fyrr en nú. Liðið á enn eftir að fá á sig mark í keppninni og er sigurstranglegra í leiknum í kvöld. Þar spilar líka inn í tak þeirra á Argentínumönnum undanfarin fjórtán ár. Talandi um langa bið þá hafa Argentínumenn ekki unnið nágranna sína frá Brasilíu inn á fótboltavellinum síðan árið 2005. Þjóðirnar hafa mæst sex sinnum, Brassarnir hafa unnið fjórum sinnum og tveir leikir hafa endað með jafntefli. Argentína og Brasilía þyrstir í árangur og sigur í kvöld væri stór í augum beggja þjóða. Það má því búast við alvöru leik fullan af spennu og miklum tilfinningum. Copa América Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Sjá meira
Það verður mikið um dýrðir í BeloHorizonte í kvöld þegar nágrannarnir og erkifjendurnir Brasilía og Argentína mætast í undanúrslitaleik CopaAmerica 2019. Í boði er úrslitaleikur á móti annaðhvort Síle eða Perú sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun. Það er því ekkert skrýtið að margir líta á leikinn í kvöld sem hálfgerðan úrslitaleik keppninnar en Síle eða Perú eru þó sýnd veiði en ekki gefin. Leikur Brasilíu og Argentínu hefst klukkan 00.30 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst tíu mínútum fyrr. Leikir Brasilíu og Argentínu eru vissulega „Clasico“ leikir suður-ameríska fótboltans og alltaf stór viðburður en vandræði beggja þjóða inn á fótboltavellinum síðustu ár gerir þetta enn stærri viðureign í kvöld.Lionel Messi er enn að bíða eftir stórum titli með argentínska landsliðinu. Hann hefur oft komist nálægt því en hefur ekkert unnið síðan með 23 ára liðinu á ÓL í Peking fyrir ellefu árum. Messi fær ekki mörg tækifæri til viðbótar og leikurinn í kvöld skiptir því miklu máli fyrir hann. Argentínska liðið hefur aðeins lagað sinn leik eftir slaka byrjun en Messi sjálfur á enn eftir að finna taktinn sinn. Það gæti gerst í kvöld. Heimamenn í Brasilíu eru enn að jafna sig eftir 7-1 skell á móti Þýskalandi í undanúrslitaleik HM í Brasilíu sem fór einmitt fram á þessum sama velli og spilað verður á í kvöld. Brassarnir halda nú aftur stórmót og nú þrá þeir ekkert annað en sigur á heimavelli. Brasilíumenn hafa ekki unnið heimsmeistaratitilinn í sautján ár (2002) og þeir hafa enn fremur ekki unnið Suðurameríkukeppnina í tólf ár. Það sem meira er að frá síðasta sigri þeirra árið 2007 hafa þeir aldrei komist í undanúrslit keppninnar fyrr en nú. Liðið á enn eftir að fá á sig mark í keppninni og er sigurstranglegra í leiknum í kvöld. Þar spilar líka inn í tak þeirra á Argentínumönnum undanfarin fjórtán ár. Talandi um langa bið þá hafa Argentínumenn ekki unnið nágranna sína frá Brasilíu inn á fótboltavellinum síðan árið 2005. Þjóðirnar hafa mæst sex sinnum, Brassarnir hafa unnið fjórum sinnum og tveir leikir hafa endað með jafntefli. Argentína og Brasilía þyrstir í árangur og sigur í kvöld væri stór í augum beggja þjóða. Það má því búast við alvöru leik fullan af spennu og miklum tilfinningum.
Copa América Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Sjá meira