Umboðsmaður barna krefst fundar með dómsmálaráðherra vegna barnanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2019 10:40 Salvör Nordal, umboðsmaður barna. FBL/GVA Umboðsmaður barna óskar eftir fundi hið fyrsta með dómsmálaráðherra og forstjóra Útlendingastofnunar til að fara yfir mál barna sem endursenda á til Grikklands þar sem fjölskyldunum hefur verið veitt alþjóðleg vernd. Þetta kemur fram á heimasíðu umboðsmanns en ítarlega hefur verið fjallar um tvær afgangskar fjölskyldur með börn sem Útlendingastofnun hefur komist að niðurstöðu um að vísa eigi úr landi en ekki veita alþjóðlega vernd. Óskar umboðsmaður barna eftir að ræða fyrirkomulag þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra hér á landi á meðan umsókn er til meðferðar, meðferð umsókna og málsmeðferðartíma og hvort dómsmálaráðuneytið og Útlendingastofnun telji þörf á að taka til skoðunar meðferð þessara mála með hliðsjón af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins ásamt öðrum alþjóðlegum skuldbindingum Íslands á sviði mannréttinda. „Á heimasíðu Útlendingastofnunar kemur fram að endursendingum hælisleitenda til Grikklands hafi verið hætt árið 2010 þar sem aðstæður í gríska hæliskerfinu hafi verið taldar ófullnægjandi. Þá kemur þar einnig fram að endursendingum þeirra sem fengið hafa alþjóðlega vernd í löndunum tveimur hafi ekki verið hætt þar sem þeir einstaklingar hafi fengið útgefin dvalarleyfi og fari því ekki í gengum hæliskerfið þar í landi,“ segir á vef umboðsmanns. Með hliðsjón af því óskar umboðsmaður barna eftir því að á fundinum verði farið yfir forsendur þeirrar ákvörðunar að halda áfram endursendingum fjölskyldna sem hafa fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi og þær upplýsingar sem ráðuneytið og Útlendingastofnun búa yfir um aðstæður barna og fjölskyldna sem hafa fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Fyrirhuguð eru mótmæli klukkan 17 í dag þar sem gengið verður frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll. Alþingi Börn og uppeldi Hælisleitendur Tengdar fréttir Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30 „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09 Krefjast endurupptöku í máli afgönsku feðganna Það væri andstætt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum ef sú afstaða yrði tekin að kanna ekki frekar mat sérfræðilækna á barna- og unglingageðdeild BUGL á heilsu drengsins að sögn Magnúsar Norðdahl, lögfræðings feðganna. 3. júlí 2019 14:40 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Umboðsmaður barna óskar eftir fundi hið fyrsta með dómsmálaráðherra og forstjóra Útlendingastofnunar til að fara yfir mál barna sem endursenda á til Grikklands þar sem fjölskyldunum hefur verið veitt alþjóðleg vernd. Þetta kemur fram á heimasíðu umboðsmanns en ítarlega hefur verið fjallar um tvær afgangskar fjölskyldur með börn sem Útlendingastofnun hefur komist að niðurstöðu um að vísa eigi úr landi en ekki veita alþjóðlega vernd. Óskar umboðsmaður barna eftir að ræða fyrirkomulag þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra hér á landi á meðan umsókn er til meðferðar, meðferð umsókna og málsmeðferðartíma og hvort dómsmálaráðuneytið og Útlendingastofnun telji þörf á að taka til skoðunar meðferð þessara mála með hliðsjón af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins ásamt öðrum alþjóðlegum skuldbindingum Íslands á sviði mannréttinda. „Á heimasíðu Útlendingastofnunar kemur fram að endursendingum hælisleitenda til Grikklands hafi verið hætt árið 2010 þar sem aðstæður í gríska hæliskerfinu hafi verið taldar ófullnægjandi. Þá kemur þar einnig fram að endursendingum þeirra sem fengið hafa alþjóðlega vernd í löndunum tveimur hafi ekki verið hætt þar sem þeir einstaklingar hafi fengið útgefin dvalarleyfi og fari því ekki í gengum hæliskerfið þar í landi,“ segir á vef umboðsmanns. Með hliðsjón af því óskar umboðsmaður barna eftir því að á fundinum verði farið yfir forsendur þeirrar ákvörðunar að halda áfram endursendingum fjölskyldna sem hafa fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi og þær upplýsingar sem ráðuneytið og Útlendingastofnun búa yfir um aðstæður barna og fjölskyldna sem hafa fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Fyrirhuguð eru mótmæli klukkan 17 í dag þar sem gengið verður frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll.
Alþingi Börn og uppeldi Hælisleitendur Tengdar fréttir Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30 „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09 Krefjast endurupptöku í máli afgönsku feðganna Það væri andstætt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum ef sú afstaða yrði tekin að kanna ekki frekar mat sérfræðilækna á barna- og unglingageðdeild BUGL á heilsu drengsins að sögn Magnúsar Norðdahl, lögfræðings feðganna. 3. júlí 2019 14:40 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30
„Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30
Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09
Krefjast endurupptöku í máli afgönsku feðganna Það væri andstætt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum ef sú afstaða yrði tekin að kanna ekki frekar mat sérfræðilækna á barna- og unglingageðdeild BUGL á heilsu drengsins að sögn Magnúsar Norðdahl, lögfræðings feðganna. 3. júlí 2019 14:40