Laxveiðin erfið á vesturlandi Karl Lúðvíksson skrifar 5. júlí 2019 08:00 Það hefur verið erfitt sumar á vesturlandi í laxveiðiánum. Mynd úr safni Nýjar vikutölur sem voru birtar á miðvikudagskvöldið á vef Landssambands Veiðifélaga sýnir að veiðin er afar erfið á vesturlandi. Vikutölurnar endurspegla það ástand sem hefur verið viðvarandi í ánum á vesturlandi frá opnun og það lítur ekkert sérstaklega vel út með framhaldið ef það fer ekki að rigna all hressilega og það í lengri tíma. Árnar eru í mjög litlu vatni sem gerir það að verkum að laxinn er ansi tregur til að ganga. Það er aftur á móti fínn gangur í Urriðafossi sem er á toppnum yfir veiðisvæðin það sem af er sumri en þar hafa 427 laxar veiðst á 4 stangir. Veiðin í Eystri Rangá er að komast á gott skrið en það hafa veiðst 235 laxar í henni og það er mikið af laxi að ganga. Svona til samanburðar á því í hvað veiðin í Eystri gæti verið að stefna þá er veiðin núna á pari við það sem hún var á sama tíma 2008 þegar áinn fór í um 7000 laxa. Blanda er komin í 135 laxa, Miðfjarðará í 118 og Brennan í 107 en veiðin þar sýnir að laxinn sem á að fara upp í Þverá er bara slakur í Brennunni og bíður betra vatns. Önnur veiðisvæði hafa ekki náð yfir 100 laxa. Mest lesið Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Náðu 13 löxum í Brennunni á einum degi Veiði Hættið að skarka utanvega á veiðislóð! Veiði 120 laxar á land í Norðurá í gær Veiði Laugardalsá langt undir meðaltalsveiði Veiði Mokveiði í Urriðafossi Veiði Hver er besta haustflugan í laxinn? Veiði Laxinn hefur gefið sig í Tungufljóti Veiði Ný veiðibók komin út: Ágóðinn rennur til NASF Veiði
Nýjar vikutölur sem voru birtar á miðvikudagskvöldið á vef Landssambands Veiðifélaga sýnir að veiðin er afar erfið á vesturlandi. Vikutölurnar endurspegla það ástand sem hefur verið viðvarandi í ánum á vesturlandi frá opnun og það lítur ekkert sérstaklega vel út með framhaldið ef það fer ekki að rigna all hressilega og það í lengri tíma. Árnar eru í mjög litlu vatni sem gerir það að verkum að laxinn er ansi tregur til að ganga. Það er aftur á móti fínn gangur í Urriðafossi sem er á toppnum yfir veiðisvæðin það sem af er sumri en þar hafa 427 laxar veiðst á 4 stangir. Veiðin í Eystri Rangá er að komast á gott skrið en það hafa veiðst 235 laxar í henni og það er mikið af laxi að ganga. Svona til samanburðar á því í hvað veiðin í Eystri gæti verið að stefna þá er veiðin núna á pari við það sem hún var á sama tíma 2008 þegar áinn fór í um 7000 laxa. Blanda er komin í 135 laxa, Miðfjarðará í 118 og Brennan í 107 en veiðin þar sýnir að laxinn sem á að fara upp í Þverá er bara slakur í Brennunni og bíður betra vatns. Önnur veiðisvæði hafa ekki náð yfir 100 laxa.
Mest lesið Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Náðu 13 löxum í Brennunni á einum degi Veiði Hættið að skarka utanvega á veiðislóð! Veiði 120 laxar á land í Norðurá í gær Veiði Laugardalsá langt undir meðaltalsveiði Veiði Mokveiði í Urriðafossi Veiði Hver er besta haustflugan í laxinn? Veiði Laxinn hefur gefið sig í Tungufljóti Veiði Ný veiðibók komin út: Ágóðinn rennur til NASF Veiði