Minnihluti borgarráðs ósammála áformum um gróðurhvelfingu við Stekkjarbakka Gígja Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2019 21:45 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, tókust á um málið á Facebook. Vísir Í dag samþykkti meirihluti borgarráðs uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að málinu yrði frestað. Á borgarráðsfundi í dag var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs frá 26. júní á tillögu að deiliskipulagi um fyrirhugaða uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bentu á athugasemdir Umhverifsstofnunar frá 4. mars 2019. Þar er meðal annars talið að fyrirhuguð uppbyggingu gangi á svæðið, skerði útivistarsvæði almennings og þrengi að vatnasviði. Þá segir Umhverifsstofnun að „stór hluti dalsins muni lokast ef og ekki vera aðgengilegur fyrir almenning af áætlaðar framkvæmdir ganga eftir. Einnig muni áætlaðar framkvæmdir breyta upplifun þeirra sem sækja útivist í dalinn“. Þá lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að málinu yrði frestað svo unnt væri að taka það til umfjöllunar í borgarstjórn og var sú tillaga felld. Áheyrnarfulltrúar Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins tóku í sama streng og leggjast gegn áformum um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu.Sjálfstæðismenn „sorgmæddir vegna áformanna“ Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tjáði sig um málið í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni í dag. Þar segir hún fyrirhugaða gróðurhveflingu við Stekkjarbakka vera alvarlega aðför að verðmætu grænu svæði í borgarlandinu. „Umhverfisstofnun hefur gert fjölþættar alvarlegar athugasemdir við uppbygginguna - m.a. að rask verði á vatnasviði Elliðaánna og útivistarsvæðið skert verulega. Athugasemdunum hefur ekki verið svarað og borgin ekki fundað með stofnuninni. Umhverfisáhrif framkvæmdanna skiptu meirihlutaflokkana engu,“ skrifar Hildur. Þá segir hún þau hjá Sjálfstæðisflokknum vera „verulega sorgmædd vegna áformanna enda höfum við ítrekað lagt til friðlýsingu Elliðaárdalsins“. Dagur: „Rangt að skipulag við Stekkjarbakka gangi á Elliðaárdalinn“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri svaraði Hildi á Facebook-síðu sinni og sagði svæðið við Stekkjarbakka vera utan afmörkunar Elliðaárdalsins í aðalskipulagi borgarinnar. Hann segir svæðið nú vera deiliskipulagt fyrir „græna starfsemi og m.a. gert ráð fyrir matjurtagörðum og annarri aðstöðu á vegum Garðyrkjufélags Íslands, nýstárlegum gróðurhúsum (lífhvelfingu) sem verða að stórum hluta niðurgrafin og tengingu stígakerfis af svæðinu ofan í dal, en Elliðaárdalur hefur verið ill-aðgengilegur úr þessari átt hingað til,“ skrifa Dagur. Hollvinasamtök Elliðaárdals leggjast gegn uppbyggingunni Halldór Páll Gíslason formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdals sagði í samtali við Morgunblaðið í dag, að hann væri undrandi yfir því að málið eigi að drífa í gegn meðan sumarfrí standi yfir í borgarstjórn. Hollvinasamtökin hafi í hyggju að kæra ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs til Skipulagsstofnunar. Það standi til að fara í undirskriftasöfnun til að kalla fram íbúakosningu um málið. Halldór segir fólk vilja hafa útivistarsvæðið áfram. Svæðið sem gróðurhvelfingin kemur til með að rísa á.Skjáskot/Reykjavíkurborg Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Í dag samþykkti meirihluti borgarráðs uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að málinu yrði frestað. Á borgarráðsfundi í dag var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs frá 26. júní á tillögu að deiliskipulagi um fyrirhugaða uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bentu á athugasemdir Umhverifsstofnunar frá 4. mars 2019. Þar er meðal annars talið að fyrirhuguð uppbyggingu gangi á svæðið, skerði útivistarsvæði almennings og þrengi að vatnasviði. Þá segir Umhverifsstofnun að „stór hluti dalsins muni lokast ef og ekki vera aðgengilegur fyrir almenning af áætlaðar framkvæmdir ganga eftir. Einnig muni áætlaðar framkvæmdir breyta upplifun þeirra sem sækja útivist í dalinn“. Þá lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að málinu yrði frestað svo unnt væri að taka það til umfjöllunar í borgarstjórn og var sú tillaga felld. Áheyrnarfulltrúar Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins tóku í sama streng og leggjast gegn áformum um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu.Sjálfstæðismenn „sorgmæddir vegna áformanna“ Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tjáði sig um málið í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni í dag. Þar segir hún fyrirhugaða gróðurhveflingu við Stekkjarbakka vera alvarlega aðför að verðmætu grænu svæði í borgarlandinu. „Umhverfisstofnun hefur gert fjölþættar alvarlegar athugasemdir við uppbygginguna - m.a. að rask verði á vatnasviði Elliðaánna og útivistarsvæðið skert verulega. Athugasemdunum hefur ekki verið svarað og borgin ekki fundað með stofnuninni. Umhverfisáhrif framkvæmdanna skiptu meirihlutaflokkana engu,“ skrifar Hildur. Þá segir hún þau hjá Sjálfstæðisflokknum vera „verulega sorgmædd vegna áformanna enda höfum við ítrekað lagt til friðlýsingu Elliðaárdalsins“. Dagur: „Rangt að skipulag við Stekkjarbakka gangi á Elliðaárdalinn“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri svaraði Hildi á Facebook-síðu sinni og sagði svæðið við Stekkjarbakka vera utan afmörkunar Elliðaárdalsins í aðalskipulagi borgarinnar. Hann segir svæðið nú vera deiliskipulagt fyrir „græna starfsemi og m.a. gert ráð fyrir matjurtagörðum og annarri aðstöðu á vegum Garðyrkjufélags Íslands, nýstárlegum gróðurhúsum (lífhvelfingu) sem verða að stórum hluta niðurgrafin og tengingu stígakerfis af svæðinu ofan í dal, en Elliðaárdalur hefur verið ill-aðgengilegur úr þessari átt hingað til,“ skrifa Dagur. Hollvinasamtök Elliðaárdals leggjast gegn uppbyggingunni Halldór Páll Gíslason formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdals sagði í samtali við Morgunblaðið í dag, að hann væri undrandi yfir því að málið eigi að drífa í gegn meðan sumarfrí standi yfir í borgarstjórn. Hollvinasamtökin hafi í hyggju að kæra ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs til Skipulagsstofnunar. Það standi til að fara í undirskriftasöfnun til að kalla fram íbúakosningu um málið. Halldór segir fólk vilja hafa útivistarsvæðið áfram. Svæðið sem gróðurhvelfingin kemur til með að rísa á.Skjáskot/Reykjavíkurborg
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira