Sepp Blatter heimtar að FIFA skili sextíu úrum og hefur nú kært sambandið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2019 08:00 Sepp Blatter, Getty/Philipp Schmidli Sepp Blatter, fyrrverandi forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, er kominn aftur í fréttirnar og nú hefur þessi 83 ára gamli maður snúið vörn í sókn. Blatter ætlar að kæra FIFA fyrir að skaða hans ímynd hans og þá vill Blatter einnig fá aftur sextíu úr sem hann segist eiga. FIFA hefur verið með úrin í sinni vörslu síðan að Blatter var hrakinn úr forsetastólnum og var svo dæmdur í sex ára bann frá öllum afskiptum af knattspyrnu. Blatter var forseti FIFA í heil sautján frá 1998 til 2015 en var bolað úr starfi þegar komst upp um mikla spillingu innan sambandsins. Þar var Blatter meðal annars dæmdur fyrir mútur í starfi hjá sambandinu. Sepp Blatter veitti breska ríkisútvarpinu nýlega viðtal þar sem hann fór yfir líf sitt eftir bannið og heimtaði einnig að fá niðurstöðu í sín mál.Fifa is being sued by its disgraced former president Sepp Blatter over missing watches and 'moral damage'. Story: https://t.co/otHjuWaToApic.twitter.com/EIYEOBdeUZ — BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2019Sepp Blatter var dæmdur sekur fyrir að borga Michel Platini 1,3 milljón punda í mútur en báðir hafa alltaf neitað sök. Blatter heldur því nú fram að hann hafi verið fórnarlamb falskra frétta sem hafi verið dreift til að koma höggi á hann. Blatter segist nú vera tilbúinn að tala við þá sem rannsaka ákvörðun FIFA um að láta Katar fá heimsmeistarakeppnina 2022. Michel Platini var nýverið handtekinn og yfirheyrður vegna þess máls. Saksóknari í Sviss hefur einnig verið með mál tengdum Blatter í rannsókn frá árinu 2015 og er Blatter enn þá grunaður um ólöglegt athæfi sem forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins. Engin kæra hefur þó verið sett fram og nú vill Blatter loka þessu máli. „Það eru liðin fjögur ár og ekkert hefur gerst. Það á að loka þessu máli því það er ekkert í þessu,“ sagði Blatter. „Það er engin ákæra á leiðinni því annars hefði hún komið fram fyrir löngu. Ég vil fá að verja mig á meðan ég er á lífi. Ég hef ekki tapað baráttuandanum mínum,“ sagði Blatter. Úrin vill hann líka fá aftur. „Þetta eru mín úr. Látið mig fá úrin mín aftur. Þau eru mér mikilvæg. Ég vann í úriðnaðinum og þetta er safnið mitt. Þau voru í fjörutíu ár hjá FIFA og ég hefði getað farið með þau heim fyrir löngu,“ sagði Blatter. „Af hverju eru þeir að berjast fyrir þessum úrum? Það er engin virðing. Forsetinn sýnir mér algert virðingarleysi,“ sagði Sepp Blatter og á þá við Gianni Infantino sem tók við af honum sem forseti FIFA. Sepp Blatter segir síðustu ár hafa verið sér og þá sérstaklega fjölskyldu hans mjög erfið „Þetta mál allt hefur tekið virkilega á mig og mína fjölskyldu. Barnabarn mitt þurfti að hætta í skólanum sem hún var í þegar hún var fjórtan ára þar sem hún var lögð í einelti vegna afa síns," segir Blatter og heldur áfram að ræða barnabarnið. „Hún er núna átján ára og útskrifuð úr menntaskóla en hún er hins vegar enn að glíma við afleiðingar þess að hafa verið strítt á sínum tíma. Ég er búinn að jafna mig þokkalega á þessu áfalli en það sama er ekki hægt að segja um alla meðlimi í fjölskyldunni," segir Blatter. FIFA Fótbolti Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Sepp Blatter, fyrrverandi forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, er kominn aftur í fréttirnar og nú hefur þessi 83 ára gamli maður snúið vörn í sókn. Blatter ætlar að kæra FIFA fyrir að skaða hans ímynd hans og þá vill Blatter einnig fá aftur sextíu úr sem hann segist eiga. FIFA hefur verið með úrin í sinni vörslu síðan að Blatter var hrakinn úr forsetastólnum og var svo dæmdur í sex ára bann frá öllum afskiptum af knattspyrnu. Blatter var forseti FIFA í heil sautján frá 1998 til 2015 en var bolað úr starfi þegar komst upp um mikla spillingu innan sambandsins. Þar var Blatter meðal annars dæmdur fyrir mútur í starfi hjá sambandinu. Sepp Blatter veitti breska ríkisútvarpinu nýlega viðtal þar sem hann fór yfir líf sitt eftir bannið og heimtaði einnig að fá niðurstöðu í sín mál.Fifa is being sued by its disgraced former president Sepp Blatter over missing watches and 'moral damage'. Story: https://t.co/otHjuWaToApic.twitter.com/EIYEOBdeUZ — BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2019Sepp Blatter var dæmdur sekur fyrir að borga Michel Platini 1,3 milljón punda í mútur en báðir hafa alltaf neitað sök. Blatter heldur því nú fram að hann hafi verið fórnarlamb falskra frétta sem hafi verið dreift til að koma höggi á hann. Blatter segist nú vera tilbúinn að tala við þá sem rannsaka ákvörðun FIFA um að láta Katar fá heimsmeistarakeppnina 2022. Michel Platini var nýverið handtekinn og yfirheyrður vegna þess máls. Saksóknari í Sviss hefur einnig verið með mál tengdum Blatter í rannsókn frá árinu 2015 og er Blatter enn þá grunaður um ólöglegt athæfi sem forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins. Engin kæra hefur þó verið sett fram og nú vill Blatter loka þessu máli. „Það eru liðin fjögur ár og ekkert hefur gerst. Það á að loka þessu máli því það er ekkert í þessu,“ sagði Blatter. „Það er engin ákæra á leiðinni því annars hefði hún komið fram fyrir löngu. Ég vil fá að verja mig á meðan ég er á lífi. Ég hef ekki tapað baráttuandanum mínum,“ sagði Blatter. Úrin vill hann líka fá aftur. „Þetta eru mín úr. Látið mig fá úrin mín aftur. Þau eru mér mikilvæg. Ég vann í úriðnaðinum og þetta er safnið mitt. Þau voru í fjörutíu ár hjá FIFA og ég hefði getað farið með þau heim fyrir löngu,“ sagði Blatter. „Af hverju eru þeir að berjast fyrir þessum úrum? Það er engin virðing. Forsetinn sýnir mér algert virðingarleysi,“ sagði Sepp Blatter og á þá við Gianni Infantino sem tók við af honum sem forseti FIFA. Sepp Blatter segir síðustu ár hafa verið sér og þá sérstaklega fjölskyldu hans mjög erfið „Þetta mál allt hefur tekið virkilega á mig og mína fjölskyldu. Barnabarn mitt þurfti að hætta í skólanum sem hún var í þegar hún var fjórtan ára þar sem hún var lögð í einelti vegna afa síns," segir Blatter og heldur áfram að ræða barnabarnið. „Hún er núna átján ára og útskrifuð úr menntaskóla en hún er hins vegar enn að glíma við afleiðingar þess að hafa verið strítt á sínum tíma. Ég er búinn að jafna mig þokkalega á þessu áfalli en það sama er ekki hægt að segja um alla meðlimi í fjölskyldunni," segir Blatter.
FIFA Fótbolti Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira