Farþegastyrkir WOW air skiluðu sér aldrei í ár: „Landvernd átti von á nokkrum milljónum“ Sylvía Hall skrifar 5. júlí 2019 15:00 Frá afhendingu söfnunarfés árið 2017 til 2018. Það reyndist vera í eina og síðasta skiptið sem styrkur frá WOW air var afhentur. WOW air Styrkir farþega WOW air skiluðu sér aldrei til umhverfisverndarsamtakanna Landverndar fyrir árið 2018 til 2019. Landvernd og flugfélagið gerðu samstarfssamning árið 2017 og bauðst farþegum að styrkja umhverfissamtökin með fjárframlagi um borð sem flugfélagið myndi jafna með mótframlagi. Samstarfið hófst formlega þann 15. febrúar árið 2017 og var komið fyrir sérstökum umslögum í sætisvösum allra véla flugfélagsins þar sem farþegar gátu skilið eftir mynt sem átti að renna óskert til samtakanna til þess að styrkja mikilvæg umhverfisverkefni hér á landi. Fyrsta árið söfnuðust 17,9 milljónir frá farþegum og flugfélaginu. Tryggvi Felixson, núverandi formaður Landverndar, segir söfnunarfé síðasta árs ekki hafa skilað sér en ef tekið er mið af afhendingardegi síðasta árs hefði átt að afhenda það í byrjun aprílmánaðar. Flugfélagið varð hins vegar gjaldþrota og hætti starfsemi að morgni 28. mars á þessu ári. „Eftir því sem ég best veit þá var því aldrei skilað, við gerðum kröfu í þrotabúið. Þeir fengu þetta fé frá farþegum og því var ekki skilað til Landverndar,“ segir Tryggvi í samtali við fréttastofu. Hann hafi verið upplýstur um stöðu mála þegar hann tók við sem formaður í maí síðastliðnum en samtökin áttu von á nokkrum milljónum að hans sögn.Siðferðilegt álitamál hvort umhverfissamtök starfi með mengandi iðnaði Í fréttatilkynningu varðandi samstarfið árið 2017 var haft eftir Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, að fyrirtækið væri stolt af því að starfa með Landvernd. Þetta væri verðugt og mikilvægt málefni sem skipti miklu máli í stóra samhenginu. Aðspurður hvort slíkt samstarf sé viðeigandi í ljósi þess hversu mengandi flugiðnaðurinn er segir Tryggvi það vera siðferðilegt álitamál en í gær var greint frá tæplega fjögurra milljarða króna stjórnvaldssekt sem lögð var á þrotabú flugfélagsins vegna vanrækslu á að standa skil á losunarheimildum.Sjá einnig: „Sá borgar sem mengar“ Hann segir það vera erfitt að sjá fyrir sér álíka samstarf með stóriðjufyrirtækjum en í þessu tilfelli hafi flugfélagið einungis haft milligöngu um fjársöfnun fyrir hönd farþega sem sjálfir völdu að leggja sitt af mörkum og jafnað það framlag. Því hafi helmingur framlaganna komið beint frá einstaklingum en ekki fyrirtækinu sjálfu. „Stundum þarf maður líka að sætta sig við það að við búum í samfélagi þar sem þessi framleiðsla og þessi þjónusta er talin vera eðlilegur hluti af nútíma lífi og það er eðlilegt að eiga samstarf og samræður við slíka aðila,“ segir Tryggvi en telur þó að eftir þetta „ævintýri“ muni Landvernd vanda sig betur þegar þeir velja sér samstarfsaðila og segir málið vera hið sorglegasta.Skúli Mogensen og Snorri Baldursson, þáverandi formaður Landverndar, handsala hér samstarfið.WOW airSnorri Baldursson, líffræðingur, var formaður Landverndar á þeim tíma sem samningurinn var gerður. Hann segir það vera miður að sjá fyrrum samstarfsaðila umhverfissamtakanna ekki standa við sína skatta og skyldur, sérstaklega þegar það snýr að málaflokki sem snertir samtökin beint. Hann segist sjálfur ekki hafa átt frumkvæði að samstarfinu á sínum tíma en þó hafi verið samstaða um ákvörðunina innan stjórnarinnar. Þar hafi spilað inn í að þetta hafi í raun verið tækifæri fyrir farþega að leggja sitt af mörkum frekar en framlög frá flugfélaginu sjálfu. Umhverfismál WOW Air Tengdar fréttir Telur vafa leika á lögmæti sektarinnar Annar skiptastjóra WOW air segir óvíst um lögmæti hátt í fjögurra milljarða króna stjórnvaldssektar sem Umhverfisstofnun lagði á búið í dag. 4. júlí 2019 17:06 Sektin á Wow air sögð sýna að viðskiptakerfið virki sem skyldi Umhverfisstofnun sektaði þrotabú Wow air um hátt í fjóra miljarða króna fyrir að gera ekki upp losunarheimildir fyrir síðasta ár. 4. júlí 2019 16:13 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Styrkir farþega WOW air skiluðu sér aldrei til umhverfisverndarsamtakanna Landverndar fyrir árið 2018 til 2019. Landvernd og flugfélagið gerðu samstarfssamning árið 2017 og bauðst farþegum að styrkja umhverfissamtökin með fjárframlagi um borð sem flugfélagið myndi jafna með mótframlagi. Samstarfið hófst formlega þann 15. febrúar árið 2017 og var komið fyrir sérstökum umslögum í sætisvösum allra véla flugfélagsins þar sem farþegar gátu skilið eftir mynt sem átti að renna óskert til samtakanna til þess að styrkja mikilvæg umhverfisverkefni hér á landi. Fyrsta árið söfnuðust 17,9 milljónir frá farþegum og flugfélaginu. Tryggvi Felixson, núverandi formaður Landverndar, segir söfnunarfé síðasta árs ekki hafa skilað sér en ef tekið er mið af afhendingardegi síðasta árs hefði átt að afhenda það í byrjun aprílmánaðar. Flugfélagið varð hins vegar gjaldþrota og hætti starfsemi að morgni 28. mars á þessu ári. „Eftir því sem ég best veit þá var því aldrei skilað, við gerðum kröfu í þrotabúið. Þeir fengu þetta fé frá farþegum og því var ekki skilað til Landverndar,“ segir Tryggvi í samtali við fréttastofu. Hann hafi verið upplýstur um stöðu mála þegar hann tók við sem formaður í maí síðastliðnum en samtökin áttu von á nokkrum milljónum að hans sögn.Siðferðilegt álitamál hvort umhverfissamtök starfi með mengandi iðnaði Í fréttatilkynningu varðandi samstarfið árið 2017 var haft eftir Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, að fyrirtækið væri stolt af því að starfa með Landvernd. Þetta væri verðugt og mikilvægt málefni sem skipti miklu máli í stóra samhenginu. Aðspurður hvort slíkt samstarf sé viðeigandi í ljósi þess hversu mengandi flugiðnaðurinn er segir Tryggvi það vera siðferðilegt álitamál en í gær var greint frá tæplega fjögurra milljarða króna stjórnvaldssekt sem lögð var á þrotabú flugfélagsins vegna vanrækslu á að standa skil á losunarheimildum.Sjá einnig: „Sá borgar sem mengar“ Hann segir það vera erfitt að sjá fyrir sér álíka samstarf með stóriðjufyrirtækjum en í þessu tilfelli hafi flugfélagið einungis haft milligöngu um fjársöfnun fyrir hönd farþega sem sjálfir völdu að leggja sitt af mörkum og jafnað það framlag. Því hafi helmingur framlaganna komið beint frá einstaklingum en ekki fyrirtækinu sjálfu. „Stundum þarf maður líka að sætta sig við það að við búum í samfélagi þar sem þessi framleiðsla og þessi þjónusta er talin vera eðlilegur hluti af nútíma lífi og það er eðlilegt að eiga samstarf og samræður við slíka aðila,“ segir Tryggvi en telur þó að eftir þetta „ævintýri“ muni Landvernd vanda sig betur þegar þeir velja sér samstarfsaðila og segir málið vera hið sorglegasta.Skúli Mogensen og Snorri Baldursson, þáverandi formaður Landverndar, handsala hér samstarfið.WOW airSnorri Baldursson, líffræðingur, var formaður Landverndar á þeim tíma sem samningurinn var gerður. Hann segir það vera miður að sjá fyrrum samstarfsaðila umhverfissamtakanna ekki standa við sína skatta og skyldur, sérstaklega þegar það snýr að málaflokki sem snertir samtökin beint. Hann segist sjálfur ekki hafa átt frumkvæði að samstarfinu á sínum tíma en þó hafi verið samstaða um ákvörðunina innan stjórnarinnar. Þar hafi spilað inn í að þetta hafi í raun verið tækifæri fyrir farþega að leggja sitt af mörkum frekar en framlög frá flugfélaginu sjálfu.
Umhverfismál WOW Air Tengdar fréttir Telur vafa leika á lögmæti sektarinnar Annar skiptastjóra WOW air segir óvíst um lögmæti hátt í fjögurra milljarða króna stjórnvaldssektar sem Umhverfisstofnun lagði á búið í dag. 4. júlí 2019 17:06 Sektin á Wow air sögð sýna að viðskiptakerfið virki sem skyldi Umhverfisstofnun sektaði þrotabú Wow air um hátt í fjóra miljarða króna fyrir að gera ekki upp losunarheimildir fyrir síðasta ár. 4. júlí 2019 16:13 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Telur vafa leika á lögmæti sektarinnar Annar skiptastjóra WOW air segir óvíst um lögmæti hátt í fjögurra milljarða króna stjórnvaldssektar sem Umhverfisstofnun lagði á búið í dag. 4. júlí 2019 17:06
Sektin á Wow air sögð sýna að viðskiptakerfið virki sem skyldi Umhverfisstofnun sektaði þrotabú Wow air um hátt í fjóra miljarða króna fyrir að gera ekki upp losunarheimildir fyrir síðasta ár. 4. júlí 2019 16:13
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent