Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. júlí 2019 20:00 Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu fimm smáhýsa sem Reykjavíkurborg áætlar að byggja við Héðinsgötu í Reykjavík. Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur í fyrsta sinn samþykkt deiliskipulag smáhýsa fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda. Oddviti Pírata í borgarstjórn segir þetta í fyrsta sinn sem heimilislausum býðst slíkt úrræði óháðöðrum vanda, það sé því ekki gerð krafa á að fólk neyti ekki vímuefna eða áfengis á svæðinu. „Til dæmis getur það verið mikilvægt fyrir fólk í fíknivanda að fá fyrst örugga búsetu áður en það getur tekið önnur jákvæð skref,“ segir Dóra Björt, hún segir þetta hugmyndafræði sem snúist um að öruggt húsaskjól hafi skaðaminnkandi áhrif. Hún bendir á að mjög flókið sé að finna hentugt svæði en samþykkt hefur verið að reisa fimm smáhýsi á Höfðabakka 5 sem og fimm við Héðinsgötu 8. Athygli vekur við Héðinsgötu að öðru megin við svæðið er Alanó klúbburinn, þar sem flestir AA fundir í Reykjavík fara fram og hinumegin er áfangaheimilið Draumasetrið sem er fyrsta stopp margra eftir meðferð. Íbúar þar eru afar ósáttir. „Ég er að hugsa um mitt líf og reyna að halda því gangandi. Ég geri það ekki ef það er verið að detta í það allan sólahringinn hérna fyrir framan við. Ég er edrú og vil halda því áfram, ég vil geta boðið fjölskyldunni minni til mín til dæmis. Ég skil vel að það þurfi að hjálpa þessu fólki, það þurfti að hjálpa mér,“ segir Sara Hörn Hallgrímsdóttir, íbúi Draumasetursins. Erla Ingibjörg Árnadóttir, sem einnig býr þar, tekur undir þetta og bendir á að fíkn sé sjúkdómur, sjúkdómurinn taki stundum yfir og það geti því auðveldlega orðið svo að fólk detti bara í það úti á plani hjá sér. Þetta sé alltof nálægt. „Ef fólk dettur í fíkn inn í húsinu, við erum 40 edrú manns sem búum þarna, og þurfum að labba í gegnum smáhýsin til að komast á AA fund og tala um það. Þá er fíknin sterkar og það eru meiri líkur á að fólk stoppi á leiðinni, fái sér í glas, sprauti sig jafnvel eða annað, áður en það kemst á AA fundinn,“ bætir Sara Hörn við. Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu fimm smáhýsa sem Reykjavíkurborg áætlar að byggja við Héðinsgötu í Reykjavík. Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur í fyrsta sinn samþykkt deiliskipulag smáhýsa fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda. Oddviti Pírata í borgarstjórn segir þetta í fyrsta sinn sem heimilislausum býðst slíkt úrræði óháðöðrum vanda, það sé því ekki gerð krafa á að fólk neyti ekki vímuefna eða áfengis á svæðinu. „Til dæmis getur það verið mikilvægt fyrir fólk í fíknivanda að fá fyrst örugga búsetu áður en það getur tekið önnur jákvæð skref,“ segir Dóra Björt, hún segir þetta hugmyndafræði sem snúist um að öruggt húsaskjól hafi skaðaminnkandi áhrif. Hún bendir á að mjög flókið sé að finna hentugt svæði en samþykkt hefur verið að reisa fimm smáhýsi á Höfðabakka 5 sem og fimm við Héðinsgötu 8. Athygli vekur við Héðinsgötu að öðru megin við svæðið er Alanó klúbburinn, þar sem flestir AA fundir í Reykjavík fara fram og hinumegin er áfangaheimilið Draumasetrið sem er fyrsta stopp margra eftir meðferð. Íbúar þar eru afar ósáttir. „Ég er að hugsa um mitt líf og reyna að halda því gangandi. Ég geri það ekki ef það er verið að detta í það allan sólahringinn hérna fyrir framan við. Ég er edrú og vil halda því áfram, ég vil geta boðið fjölskyldunni minni til mín til dæmis. Ég skil vel að það þurfi að hjálpa þessu fólki, það þurfti að hjálpa mér,“ segir Sara Hörn Hallgrímsdóttir, íbúi Draumasetursins. Erla Ingibjörg Árnadóttir, sem einnig býr þar, tekur undir þetta og bendir á að fíkn sé sjúkdómur, sjúkdómurinn taki stundum yfir og það geti því auðveldlega orðið svo að fólk detti bara í það úti á plani hjá sér. Þetta sé alltof nálægt. „Ef fólk dettur í fíkn inn í húsinu, við erum 40 edrú manns sem búum þarna, og þurfum að labba í gegnum smáhýsin til að komast á AA fund og tala um það. Þá er fíknin sterkar og það eru meiri líkur á að fólk stoppi á leiðinni, fái sér í glas, sprauti sig jafnvel eða annað, áður en það kemst á AA fundinn,“ bætir Sara Hörn við.
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira