Gjörbylting að helminga einangrunartíma hunda Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júlí 2019 20:30 Herdís Hallmarsdóttir er formaður Hundaræktarfélags Íslands Vísir/Sigurjón Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir að margvíslegur ávinningur hlytist ef ráðherra myndi fallast á að helminga einangrunartíma hunda. Til að mynda gæti það auðveldað fólki að flytja heim með hundana sína, stytt biðlista, dregið úr kostnaði og aukið dýravelferð. Ekkert sé því til fyrirstöðu að núverandi reglum verði breytt strax. Matvælastofnun hefur lagt til við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær við komuna til landsins. Formaður Hundaræktarfélag Íslands segir tilöguna vera áfangasigur í langri baráttu. Félagið fékk fyrrverandi yfirdýralækni Danmerkur til að gera áhættumat um innflutninginn og niðurstöður hans, sem lágu fyrir í vor, voru í samræmi við áhersluatriði félagsins: Núgildandi reglur um einangrun séu ekki á rökum reistar. Það sé því ánægjulegt að MAST leggi til að helminga einangrunarvistina að sögn Herdísar Hallmarsdóttur, formanns Hundaræktarfélagsins. Ávinningurinn af styttingunni yrði margvíslegur.Sjá einnig: Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming„Þetta er gjörbylting. Undanfarin ár hefur verið nokkurra mánaða biðlisti eftir að koma hundi inn til landsins. Helmingun vistunartíma mun væntanlega stytta þann biðlista,“ segir Herdís. Þá megi jafnframt gera ráð fyrir að kostnaður við innflutning hunda muni minnka til muna með styttri einangrun. Að sama skapi mun stytting einangrunar auðvelda fólki að flytja heim með hundana sína, rétt eins og það liðkar fyrir ræktendum að flytja inn nýjar tegundir. „Mögulega mun það verða til þess að auka genafjölbreytileikann í ræktun á Íslandi. Þannig að þetta mun hafa, fyrir hundahald í heild sinni, góð áhrif,“ segir Herdís.Hagur dýranna ofar öllu Það eru þó ein rök veigameiri en önnur. „Það sem langmestu máli skiptir er dýravelferðarsjónarmiðið. Að vista ekki dýrið lengur en nauðsyn krefur; eitt, án eigenda sinna og annarra heimilismeðlima. Þetta er grundvallarbreyting og fjórar vikur eru miklu lengri tími en tvær vikur í því samhengi.“ Herdís segir að í ljósi tillagna MAST og röksemdanna sem búa þeim að baki sé fátt því til fyrirstöðu að breyta regluverkinu. Hún er því með skýr skilaboð til ráðhera. „Það er ekkert í vegi fyrir ráðherra að breyta þessu strax. Hann þarf bara að breyta reglugerð. Síðan getum við hugað að samstarfi í framhaldinu. Þessi breyting fyrir hundaeigendur ætti að eiga sér stað strax,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands. Dýr Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Reglur um innflutning hunda alltof strangar samkvæmt nýju áhættumati Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda. 17. apríl 2019 19:15 Hundaræktendur telja stjórnsýsluna í feluleik Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki gert nýtt áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum opinbert þrátt fyrir að það hafi borist í lok síðasta mánaðar. 10. apríl 2019 07:30 Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming Matvælastofnun leggur til að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær vikur við komuna til landsins. 3. júlí 2019 10:49 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir að margvíslegur ávinningur hlytist ef ráðherra myndi fallast á að helminga einangrunartíma hunda. Til að mynda gæti það auðveldað fólki að flytja heim með hundana sína, stytt biðlista, dregið úr kostnaði og aukið dýravelferð. Ekkert sé því til fyrirstöðu að núverandi reglum verði breytt strax. Matvælastofnun hefur lagt til við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær við komuna til landsins. Formaður Hundaræktarfélag Íslands segir tilöguna vera áfangasigur í langri baráttu. Félagið fékk fyrrverandi yfirdýralækni Danmerkur til að gera áhættumat um innflutninginn og niðurstöður hans, sem lágu fyrir í vor, voru í samræmi við áhersluatriði félagsins: Núgildandi reglur um einangrun séu ekki á rökum reistar. Það sé því ánægjulegt að MAST leggi til að helminga einangrunarvistina að sögn Herdísar Hallmarsdóttur, formanns Hundaræktarfélagsins. Ávinningurinn af styttingunni yrði margvíslegur.Sjá einnig: Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming„Þetta er gjörbylting. Undanfarin ár hefur verið nokkurra mánaða biðlisti eftir að koma hundi inn til landsins. Helmingun vistunartíma mun væntanlega stytta þann biðlista,“ segir Herdís. Þá megi jafnframt gera ráð fyrir að kostnaður við innflutning hunda muni minnka til muna með styttri einangrun. Að sama skapi mun stytting einangrunar auðvelda fólki að flytja heim með hundana sína, rétt eins og það liðkar fyrir ræktendum að flytja inn nýjar tegundir. „Mögulega mun það verða til þess að auka genafjölbreytileikann í ræktun á Íslandi. Þannig að þetta mun hafa, fyrir hundahald í heild sinni, góð áhrif,“ segir Herdís.Hagur dýranna ofar öllu Það eru þó ein rök veigameiri en önnur. „Það sem langmestu máli skiptir er dýravelferðarsjónarmiðið. Að vista ekki dýrið lengur en nauðsyn krefur; eitt, án eigenda sinna og annarra heimilismeðlima. Þetta er grundvallarbreyting og fjórar vikur eru miklu lengri tími en tvær vikur í því samhengi.“ Herdís segir að í ljósi tillagna MAST og röksemdanna sem búa þeim að baki sé fátt því til fyrirstöðu að breyta regluverkinu. Hún er því með skýr skilaboð til ráðhera. „Það er ekkert í vegi fyrir ráðherra að breyta þessu strax. Hann þarf bara að breyta reglugerð. Síðan getum við hugað að samstarfi í framhaldinu. Þessi breyting fyrir hundaeigendur ætti að eiga sér stað strax,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands.
Dýr Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Reglur um innflutning hunda alltof strangar samkvæmt nýju áhættumati Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda. 17. apríl 2019 19:15 Hundaræktendur telja stjórnsýsluna í feluleik Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki gert nýtt áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum opinbert þrátt fyrir að það hafi borist í lok síðasta mánaðar. 10. apríl 2019 07:30 Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming Matvælastofnun leggur til að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær vikur við komuna til landsins. 3. júlí 2019 10:49 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Reglur um innflutning hunda alltof strangar samkvæmt nýju áhættumati Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda. 17. apríl 2019 19:15
Hundaræktendur telja stjórnsýsluna í feluleik Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki gert nýtt áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum opinbert þrátt fyrir að það hafi borist í lok síðasta mánaðar. 10. apríl 2019 07:30
Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming Matvælastofnun leggur til að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær vikur við komuna til landsins. 3. júlí 2019 10:49