Gjörbylting að helminga einangrunartíma hunda Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júlí 2019 20:30 Herdís Hallmarsdóttir er formaður Hundaræktarfélags Íslands Vísir/Sigurjón Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir að margvíslegur ávinningur hlytist ef ráðherra myndi fallast á að helminga einangrunartíma hunda. Til að mynda gæti það auðveldað fólki að flytja heim með hundana sína, stytt biðlista, dregið úr kostnaði og aukið dýravelferð. Ekkert sé því til fyrirstöðu að núverandi reglum verði breytt strax. Matvælastofnun hefur lagt til við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær við komuna til landsins. Formaður Hundaræktarfélag Íslands segir tilöguna vera áfangasigur í langri baráttu. Félagið fékk fyrrverandi yfirdýralækni Danmerkur til að gera áhættumat um innflutninginn og niðurstöður hans, sem lágu fyrir í vor, voru í samræmi við áhersluatriði félagsins: Núgildandi reglur um einangrun séu ekki á rökum reistar. Það sé því ánægjulegt að MAST leggi til að helminga einangrunarvistina að sögn Herdísar Hallmarsdóttur, formanns Hundaræktarfélagsins. Ávinningurinn af styttingunni yrði margvíslegur.Sjá einnig: Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming„Þetta er gjörbylting. Undanfarin ár hefur verið nokkurra mánaða biðlisti eftir að koma hundi inn til landsins. Helmingun vistunartíma mun væntanlega stytta þann biðlista,“ segir Herdís. Þá megi jafnframt gera ráð fyrir að kostnaður við innflutning hunda muni minnka til muna með styttri einangrun. Að sama skapi mun stytting einangrunar auðvelda fólki að flytja heim með hundana sína, rétt eins og það liðkar fyrir ræktendum að flytja inn nýjar tegundir. „Mögulega mun það verða til þess að auka genafjölbreytileikann í ræktun á Íslandi. Þannig að þetta mun hafa, fyrir hundahald í heild sinni, góð áhrif,“ segir Herdís.Hagur dýranna ofar öllu Það eru þó ein rök veigameiri en önnur. „Það sem langmestu máli skiptir er dýravelferðarsjónarmiðið. Að vista ekki dýrið lengur en nauðsyn krefur; eitt, án eigenda sinna og annarra heimilismeðlima. Þetta er grundvallarbreyting og fjórar vikur eru miklu lengri tími en tvær vikur í því samhengi.“ Herdís segir að í ljósi tillagna MAST og röksemdanna sem búa þeim að baki sé fátt því til fyrirstöðu að breyta regluverkinu. Hún er því með skýr skilaboð til ráðhera. „Það er ekkert í vegi fyrir ráðherra að breyta þessu strax. Hann þarf bara að breyta reglugerð. Síðan getum við hugað að samstarfi í framhaldinu. Þessi breyting fyrir hundaeigendur ætti að eiga sér stað strax,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands. Dýr Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Reglur um innflutning hunda alltof strangar samkvæmt nýju áhættumati Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda. 17. apríl 2019 19:15 Hundaræktendur telja stjórnsýsluna í feluleik Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki gert nýtt áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum opinbert þrátt fyrir að það hafi borist í lok síðasta mánaðar. 10. apríl 2019 07:30 Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming Matvælastofnun leggur til að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær vikur við komuna til landsins. 3. júlí 2019 10:49 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir að margvíslegur ávinningur hlytist ef ráðherra myndi fallast á að helminga einangrunartíma hunda. Til að mynda gæti það auðveldað fólki að flytja heim með hundana sína, stytt biðlista, dregið úr kostnaði og aukið dýravelferð. Ekkert sé því til fyrirstöðu að núverandi reglum verði breytt strax. Matvælastofnun hefur lagt til við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær við komuna til landsins. Formaður Hundaræktarfélag Íslands segir tilöguna vera áfangasigur í langri baráttu. Félagið fékk fyrrverandi yfirdýralækni Danmerkur til að gera áhættumat um innflutninginn og niðurstöður hans, sem lágu fyrir í vor, voru í samræmi við áhersluatriði félagsins: Núgildandi reglur um einangrun séu ekki á rökum reistar. Það sé því ánægjulegt að MAST leggi til að helminga einangrunarvistina að sögn Herdísar Hallmarsdóttur, formanns Hundaræktarfélagsins. Ávinningurinn af styttingunni yrði margvíslegur.Sjá einnig: Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming„Þetta er gjörbylting. Undanfarin ár hefur verið nokkurra mánaða biðlisti eftir að koma hundi inn til landsins. Helmingun vistunartíma mun væntanlega stytta þann biðlista,“ segir Herdís. Þá megi jafnframt gera ráð fyrir að kostnaður við innflutning hunda muni minnka til muna með styttri einangrun. Að sama skapi mun stytting einangrunar auðvelda fólki að flytja heim með hundana sína, rétt eins og það liðkar fyrir ræktendum að flytja inn nýjar tegundir. „Mögulega mun það verða til þess að auka genafjölbreytileikann í ræktun á Íslandi. Þannig að þetta mun hafa, fyrir hundahald í heild sinni, góð áhrif,“ segir Herdís.Hagur dýranna ofar öllu Það eru þó ein rök veigameiri en önnur. „Það sem langmestu máli skiptir er dýravelferðarsjónarmiðið. Að vista ekki dýrið lengur en nauðsyn krefur; eitt, án eigenda sinna og annarra heimilismeðlima. Þetta er grundvallarbreyting og fjórar vikur eru miklu lengri tími en tvær vikur í því samhengi.“ Herdís segir að í ljósi tillagna MAST og röksemdanna sem búa þeim að baki sé fátt því til fyrirstöðu að breyta regluverkinu. Hún er því með skýr skilaboð til ráðhera. „Það er ekkert í vegi fyrir ráðherra að breyta þessu strax. Hann þarf bara að breyta reglugerð. Síðan getum við hugað að samstarfi í framhaldinu. Þessi breyting fyrir hundaeigendur ætti að eiga sér stað strax,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands.
Dýr Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Reglur um innflutning hunda alltof strangar samkvæmt nýju áhættumati Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda. 17. apríl 2019 19:15 Hundaræktendur telja stjórnsýsluna í feluleik Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki gert nýtt áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum opinbert þrátt fyrir að það hafi borist í lok síðasta mánaðar. 10. apríl 2019 07:30 Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming Matvælastofnun leggur til að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær vikur við komuna til landsins. 3. júlí 2019 10:49 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Reglur um innflutning hunda alltof strangar samkvæmt nýju áhættumati Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda. 17. apríl 2019 19:15
Hundaræktendur telja stjórnsýsluna í feluleik Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki gert nýtt áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum opinbert þrátt fyrir að það hafi borist í lok síðasta mánaðar. 10. apríl 2019 07:30
Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming Matvælastofnun leggur til að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær vikur við komuna til landsins. 3. júlí 2019 10:49