Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Thornberry Creek LPGA Classic mótinu. Þetta var fjórða mótið sem hún tekur þátt í á LPGA-mótaröðinni í ár.
Ólafía lék annan hringinn á fjórum höggum yfir pari og var langt frá niðurskurðarlínunni.
Hún lék samtals á sex höggum yfir pari en leika þurfti á fimm höggum undir pari til að komast í gegnum niðurskurðinn.
Ólafía fékk tvo fugla, fjóra skolla og einn skramba á öðrum hringnum. Hún endaði í 137. sæti af 140 keppendum.
Eftir fyrstu tvo hringina á mótinu er Sung Hyun Park frá Suður-Kóreu með eins höggs forystu á Yealimi Noh frá Bandaríkjunum.
Bein útsending frá þriðja hring Thornberry Creek LPGA Classic hefst klukkan 21:30 á Stöð 2 Golf.
Erfiður hringur og Ólafía úr leik
