Ný reglugerð komi ekki í veg fyrir að börnum sé vísað til Grikklands Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 6. júlí 2019 19:00 Ný reglugerð um útlendinga er til bóta fyrir flóttafólk en kemur þó ekki í veg fyrir að börnum sé vísað til Grikklands. Þetta segir Atli Viðar Thorstensen, sviðstjóri á hjálpar og mannúðarsviði Rauða krossins. Setja þurfi fjármuni í að flýta málsmeðferð allra flóttamanna sem hingað koma og að málsmeðferðartími hér á landi sé alltof langur. Dómsmálaráðherra breytti í gær reglugerð um útlendinga til aðstoðar tveimur afgönskum fjölskyldum sem vísa átti úr landi. Breytingarnar fólu í sér að Útlendingastofnun sé nú heimilt á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum. Fyrir breytingar voru mánuðirnir 12. Sviðstjóri á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins, telur reglugerðina til bóta. „Það er auðvitað betra að þessi tími sé styttur úr tólf mánuðum í tíu. Þá má spyrja hvers vegna tíu? Ég held að það sé reyndar kominn tími til, eins og ráðherra hefur bent á, að endurskoða aðeins framkvæmdina. Þá hlýtur þessi tímarammi að koma til skoðunar líka,“ segir hann. Brottvísanirnar vöktu hörð viðbrögð og efnt var til fjölmennra mótmæla á fimmtudag. Eins og komið hefur fram hafa börnin sýnt merki áfallastreituröskunar vegna ótta og hræðslu um framtíð sína. Lögmaður fjölskyldnanna skilaði í gær inn þriðju endurupptöku beiðninni í máli annarrar fjölskyldunnar og með nýju reglugerðinni eiga báðar fjölskyldurnar rétt á efnismeðferð sinna umsókna. Atli segir að kannað verði eftir helgi hvort fleiri börn eða fjölskyldur á flótta falli undir þessa nýju reglugerð. „Það er kannski rétt að árétta að þessi reglugerðarbreyting ein og sér kemur ekki í veg fyrir að börnum verði vísað til Grikklands sem að hafa fengið vernd. Það er eitthvað sem að við teljum að mætti skoða,“ segir hann. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. 5. júlí 2019 16:45 Verður ekki vísað úr landi Mál Sarwary-feðganna og Safari-fjölskyldunnar falla undir reglugerðina, sem hefur þegar tekið gildi, að sögn lögmanns þeirra, Magnúsar D. Norðdahl. 6. júlí 2019 07:00 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Ný reglugerð um útlendinga er til bóta fyrir flóttafólk en kemur þó ekki í veg fyrir að börnum sé vísað til Grikklands. Þetta segir Atli Viðar Thorstensen, sviðstjóri á hjálpar og mannúðarsviði Rauða krossins. Setja þurfi fjármuni í að flýta málsmeðferð allra flóttamanna sem hingað koma og að málsmeðferðartími hér á landi sé alltof langur. Dómsmálaráðherra breytti í gær reglugerð um útlendinga til aðstoðar tveimur afgönskum fjölskyldum sem vísa átti úr landi. Breytingarnar fólu í sér að Útlendingastofnun sé nú heimilt á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum. Fyrir breytingar voru mánuðirnir 12. Sviðstjóri á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins, telur reglugerðina til bóta. „Það er auðvitað betra að þessi tími sé styttur úr tólf mánuðum í tíu. Þá má spyrja hvers vegna tíu? Ég held að það sé reyndar kominn tími til, eins og ráðherra hefur bent á, að endurskoða aðeins framkvæmdina. Þá hlýtur þessi tímarammi að koma til skoðunar líka,“ segir hann. Brottvísanirnar vöktu hörð viðbrögð og efnt var til fjölmennra mótmæla á fimmtudag. Eins og komið hefur fram hafa börnin sýnt merki áfallastreituröskunar vegna ótta og hræðslu um framtíð sína. Lögmaður fjölskyldnanna skilaði í gær inn þriðju endurupptöku beiðninni í máli annarrar fjölskyldunnar og með nýju reglugerðinni eiga báðar fjölskyldurnar rétt á efnismeðferð sinna umsókna. Atli segir að kannað verði eftir helgi hvort fleiri börn eða fjölskyldur á flótta falli undir þessa nýju reglugerð. „Það er kannski rétt að árétta að þessi reglugerðarbreyting ein og sér kemur ekki í veg fyrir að börnum verði vísað til Grikklands sem að hafa fengið vernd. Það er eitthvað sem að við teljum að mætti skoða,“ segir hann.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. 5. júlí 2019 16:45 Verður ekki vísað úr landi Mál Sarwary-feðganna og Safari-fjölskyldunnar falla undir reglugerðina, sem hefur þegar tekið gildi, að sögn lögmanns þeirra, Magnúsar D. Norðdahl. 6. júlí 2019 07:00 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. 5. júlí 2019 16:45
Verður ekki vísað úr landi Mál Sarwary-feðganna og Safari-fjölskyldunnar falla undir reglugerðina, sem hefur þegar tekið gildi, að sögn lögmanns þeirra, Magnúsar D. Norðdahl. 6. júlí 2019 07:00