Sturtuferð og öryggisbelti hápunktar í eftirminnilegri Íslandsferð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júlí 2019 21:30 Kenísk fótboltabörn komu til Íslands í gær til að keppa á ReyCup fótboltamótinu. Börnin koma úr grunnskólanum Litla-Versló sem staðsettur er í Kenía en íslenskt góðgerðarfélag rekur skólann. Hér upplifa börnin hluti sem þeir hafa aldrei prufað áður eins og að setja á sig öryggisbelti. Bakgrunnur verkefnisins tengist skólastarfi í Kenía. En á síðustu 10 árum hafa hjónin og Hafnfirðingarnir Paul Rames og Rosmary Atien með hjálp góðra vina safnað fjármagni til að reka skólastarf í Keníu. Félagið rekur skóla sem kallast litli Versló, leikskóla og nú fótboltalið þar í landi. „Síðan kemur upp þessi hugmynd að leyfa einu liðinu að taka þátt í ReyCup á Íslandi. Skipuleggjendur mótsins ákváðu að bjóða liðinu til landsins endurgjaldslaust,“ sagði Gunnar Axel Axelsson, talsmaður góðgerðarfélagsins Tears Children and Youth Aid. Þá þurfti að fjármagna allan ferðakostnað og uppihald strákanna. Góðgerðarfélagið hafði tuttugu daga til að safna ríflega þremur milljónum og það tókst. Strákarnir ganga allir í grunnskólann Litla-Versló.PAUL RAMES Heimilisaðstæður strákanna í Kenía eru erfiðar. Flestir búi við mikla fátækt og eru nokkrir þeirra munaðarlausir. Fæstir strákanna hafa farið út fyrir þorpið sitt og enginn þeirra hefur farið erlendis áður. Eins og heyra má eru strákarnir gríðarlega þakklátir fyrir tækifærið. „Mér líður vel þegar ég sé Ísland. Við komum hingað til að spila fótbolta. Ég er spenntur yfir að vera á Íslandi. Ég er glaður. Ísland er gott land og þetta er góð borg. Þakka ykkur fyrir,“ sagði einn strákanna. Fótboltaliðið kom til landsins í gær og segir Gunnar að frá því að ferðalagið hófst hafi strákarnir upplifað heiminn á nýjan hátt „Bara það að fara í bílferð. Við þurftum að kenna þeim að nota öryggisbelti. Í morgun fengu þeir allir hver sinn fótbolta, en enginn þeirra hefur átt sinn fótbolta sjálfur,“ sagði Gunnar. Í gær fóru strákarnir í sundferð sem var hápunktur dagsins. „Ég í rauninni uppgötvaði ekki fyrr en við komum í fataklefann og fórum að gera okkur klára að þetta var í fyrsta skipti sem þeir fóru í sturtu. Það var risa stór upplifun fyrir þá og í rauninni hefðum við getað sleppt sundferðinni því sturtuferðin var svo merkileg. Það var algjörlega frábært augnablik þegar þeir hlupu og við horfðum á heilt Kenískt fótboltalið hlaupa inn í Suðurbæjarlaug og þeir hoppuðu allir ofan í laugina á sama tíma. Leikurinn í þeim og gleðin var alveg ótrúleg,“ sagði Gunnar Axel. Fótboltaliðið við komuna til ÍslandsAÐSEND MYND Íslandsvinir Kenía ReyCup Íþróttir barna Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Kenísk fótboltabörn komu til Íslands í gær til að keppa á ReyCup fótboltamótinu. Börnin koma úr grunnskólanum Litla-Versló sem staðsettur er í Kenía en íslenskt góðgerðarfélag rekur skólann. Hér upplifa börnin hluti sem þeir hafa aldrei prufað áður eins og að setja á sig öryggisbelti. Bakgrunnur verkefnisins tengist skólastarfi í Kenía. En á síðustu 10 árum hafa hjónin og Hafnfirðingarnir Paul Rames og Rosmary Atien með hjálp góðra vina safnað fjármagni til að reka skólastarf í Keníu. Félagið rekur skóla sem kallast litli Versló, leikskóla og nú fótboltalið þar í landi. „Síðan kemur upp þessi hugmynd að leyfa einu liðinu að taka þátt í ReyCup á Íslandi. Skipuleggjendur mótsins ákváðu að bjóða liðinu til landsins endurgjaldslaust,“ sagði Gunnar Axel Axelsson, talsmaður góðgerðarfélagsins Tears Children and Youth Aid. Þá þurfti að fjármagna allan ferðakostnað og uppihald strákanna. Góðgerðarfélagið hafði tuttugu daga til að safna ríflega þremur milljónum og það tókst. Strákarnir ganga allir í grunnskólann Litla-Versló.PAUL RAMES Heimilisaðstæður strákanna í Kenía eru erfiðar. Flestir búi við mikla fátækt og eru nokkrir þeirra munaðarlausir. Fæstir strákanna hafa farið út fyrir þorpið sitt og enginn þeirra hefur farið erlendis áður. Eins og heyra má eru strákarnir gríðarlega þakklátir fyrir tækifærið. „Mér líður vel þegar ég sé Ísland. Við komum hingað til að spila fótbolta. Ég er spenntur yfir að vera á Íslandi. Ég er glaður. Ísland er gott land og þetta er góð borg. Þakka ykkur fyrir,“ sagði einn strákanna. Fótboltaliðið kom til landsins í gær og segir Gunnar að frá því að ferðalagið hófst hafi strákarnir upplifað heiminn á nýjan hátt „Bara það að fara í bílferð. Við þurftum að kenna þeim að nota öryggisbelti. Í morgun fengu þeir allir hver sinn fótbolta, en enginn þeirra hefur átt sinn fótbolta sjálfur,“ sagði Gunnar. Í gær fóru strákarnir í sundferð sem var hápunktur dagsins. „Ég í rauninni uppgötvaði ekki fyrr en við komum í fataklefann og fórum að gera okkur klára að þetta var í fyrsta skipti sem þeir fóru í sturtu. Það var risa stór upplifun fyrir þá og í rauninni hefðum við getað sleppt sundferðinni því sturtuferðin var svo merkileg. Það var algjörlega frábært augnablik þegar þeir hlupu og við horfðum á heilt Kenískt fótboltalið hlaupa inn í Suðurbæjarlaug og þeir hoppuðu allir ofan í laugina á sama tíma. Leikurinn í þeim og gleðin var alveg ótrúleg,“ sagði Gunnar Axel. Fótboltaliðið við komuna til ÍslandsAÐSEND MYND
Íslandsvinir Kenía ReyCup Íþróttir barna Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira