Hleyptu fjölda miðalausra gesta inn á ballið til að koma í veg fyrir stórslys Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2019 15:00 Eins og sjá má var mikill fjöldi saman kominn á viðburðinum. Mummi Lú/Lopapeysan Skipuleggjendur Lopapeysunnar, árlegs balls á Akranesi, segja gæslufólk hafa sýnt hárrétt viðbrögð þegar hundruðum miðalausra gesta var hleypt inn á ballið til þess að létta á troðningi fyrir utan ballið. Ballið er hluti af bæjarhátíð Akraness, Írskum dögum. Skipuleggjendur telja að hafa verði í huga aukna aðsókn aðkomufólks þegar framtíðarmynd Lopapeysunnar er teiknuð upp. Engin mál hafa verið kærð til lögreglu eftir helgina. Þétt dagskrá og blíðskaparveður á Akranesi virðist hafa laðað talsvert fleiri á Írska daga á Akranesi dagana 4.-7. júlí, en aldrei hefur jafn mikill fjöldi sótt bæjarhátíð Skagamanna eins og síðustu helgi.Gæslufólk brást skjótt við Helgi Pétur Ottesen, rannsóknarlögreglumaður á Akranesi, segir helgina hafa farið vel fram. Þrátt fyrir mikinn eril hjá lögreglu yfir hátíðina hafi henni ekki borist neinar kærur vegna mála á hátíðinni, að minnsta kosti ekki að svo stöddu. Eins segir Helgi Pétur að almennt hafi verið lítið um ofbeldis- og fíkniefnamál. Eitthvað var um ölvunarakstur, en þá helst hjá fólki sem hélt of snemma af stað út í umferðina eftir áfengisneyslu kvöldið áður. Til tíðinda dró þegar kom að Lopapeysunni, árlegu balli sem haldið er á laugardagskvöldinu í kjölfar brekkusöngsins sívinsæla, sem í ár var stýrt af Ingólfi Þórarinssyni. Uppselt var á viðburðinn og útlit fyrir að færri kæmust að en vildu. Gæslufólk á svæðinu þurfti þó að bregða á það ráð að opna hlið Lopapeysunnar vegna troðnings við inngang ballsvæðisins. Ísólfur Haraldsson, einn skipuleggjenda Lopapeysunnar, þakkar réttum viðbrögðum starfsmanna gæslunnar fyrir að engin stórslys urðu á fólki.Birgitta Haukdal var á meðal þeirra listamanna sem hélt uppi stuðinu.Mummi Lú/LopapeysanÁhuginn mikill eftir að sölu lauk Ísólfur segir í samtali við Vísi að sprenging hafi orðið í áhuga utanbæjarfólks á viðburðinum í ár. Hátt í tólf þúsund IP-tölur hafi skoðað síðu Lopapeysunnar á miða.is eftir að netsölu á viðburðinn lauk á laugardeginum. Hann segir sama fjölda miða hafa verið í boði í og í fyrra, þrjú þúsund stykki. Nú hafi miðarnir hins vegar selst upp fyrir ballið, en venjulega hafa um 800 til þúsund miðar verið í sölu við hurð. Eins og áður segir tók gæslufólk þá ákvörðun að opna hlið Lopapeysunnar með það fyrir augum að leysa úr gríðarlegum troðningi sem myndast hafði fyrir utan viðburðinn. Þannig hafi ekki verið unnt að skanna miða þeirra gesta sem komust inn meðan á mesta troðningnum stóð. Þá er einnig ljóst að einhver þeirra sem hleypt var inn hafi verið án miða.Mannhaf í brekkusöngnum.AðsendÍsólfur segist sérstaklega þakklátur þeim viðbragðsaðilum sem komu að Lopapeysunni. „Ég er þakklátur öllu því góða fólki sem kom að þessum viðburði sem leysti allt sem upp kom hundrað prósent, stórslysalaust.“ Skoða þurfi framtíð Lopapeysunnar Ísólfur segir skipuleggjendur Lopapeysunnar, sem nú hafa staðið á bak við viðburðinn í 16 ár, þurfa að meta í hvaða mynd hún verður á komandi árum. „Lopapeysan var allt í einu bara 16 ára barn sem að passaði ekki lengur í buxurnar sínar. Nú þarf bara að taka ákvörðun um hvernig framhaldið er. Þetta hefur fengið að vera svolítið lókal viðburður þar sem að Skagamenn bjóða vinum sínum og brottfluttir Skagamenn koma,“ segir Ísólfur. Nú standi skipuleggjendur hins vegar frammi fyrir því að ákveða hvernig framtíð Lopapeysunnar verður háttað. „En þetta er náttúrulega bara verkefni. Þetta hefur verið frábær hátíð frá upphafi og alltaf gengið rosalega vel, gríðarleg ánægja. Nú er bara spurningin í hvaða átt við eigum að fara með þetta.“ Akranes Tónlist Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Skipuleggjendur Lopapeysunnar, árlegs balls á Akranesi, segja gæslufólk hafa sýnt hárrétt viðbrögð þegar hundruðum miðalausra gesta var hleypt inn á ballið til þess að létta á troðningi fyrir utan ballið. Ballið er hluti af bæjarhátíð Akraness, Írskum dögum. Skipuleggjendur telja að hafa verði í huga aukna aðsókn aðkomufólks þegar framtíðarmynd Lopapeysunnar er teiknuð upp. Engin mál hafa verið kærð til lögreglu eftir helgina. Þétt dagskrá og blíðskaparveður á Akranesi virðist hafa laðað talsvert fleiri á Írska daga á Akranesi dagana 4.-7. júlí, en aldrei hefur jafn mikill fjöldi sótt bæjarhátíð Skagamanna eins og síðustu helgi.Gæslufólk brást skjótt við Helgi Pétur Ottesen, rannsóknarlögreglumaður á Akranesi, segir helgina hafa farið vel fram. Þrátt fyrir mikinn eril hjá lögreglu yfir hátíðina hafi henni ekki borist neinar kærur vegna mála á hátíðinni, að minnsta kosti ekki að svo stöddu. Eins segir Helgi Pétur að almennt hafi verið lítið um ofbeldis- og fíkniefnamál. Eitthvað var um ölvunarakstur, en þá helst hjá fólki sem hélt of snemma af stað út í umferðina eftir áfengisneyslu kvöldið áður. Til tíðinda dró þegar kom að Lopapeysunni, árlegu balli sem haldið er á laugardagskvöldinu í kjölfar brekkusöngsins sívinsæla, sem í ár var stýrt af Ingólfi Þórarinssyni. Uppselt var á viðburðinn og útlit fyrir að færri kæmust að en vildu. Gæslufólk á svæðinu þurfti þó að bregða á það ráð að opna hlið Lopapeysunnar vegna troðnings við inngang ballsvæðisins. Ísólfur Haraldsson, einn skipuleggjenda Lopapeysunnar, þakkar réttum viðbrögðum starfsmanna gæslunnar fyrir að engin stórslys urðu á fólki.Birgitta Haukdal var á meðal þeirra listamanna sem hélt uppi stuðinu.Mummi Lú/LopapeysanÁhuginn mikill eftir að sölu lauk Ísólfur segir í samtali við Vísi að sprenging hafi orðið í áhuga utanbæjarfólks á viðburðinum í ár. Hátt í tólf þúsund IP-tölur hafi skoðað síðu Lopapeysunnar á miða.is eftir að netsölu á viðburðinn lauk á laugardeginum. Hann segir sama fjölda miða hafa verið í boði í og í fyrra, þrjú þúsund stykki. Nú hafi miðarnir hins vegar selst upp fyrir ballið, en venjulega hafa um 800 til þúsund miðar verið í sölu við hurð. Eins og áður segir tók gæslufólk þá ákvörðun að opna hlið Lopapeysunnar með það fyrir augum að leysa úr gríðarlegum troðningi sem myndast hafði fyrir utan viðburðinn. Þannig hafi ekki verið unnt að skanna miða þeirra gesta sem komust inn meðan á mesta troðningnum stóð. Þá er einnig ljóst að einhver þeirra sem hleypt var inn hafi verið án miða.Mannhaf í brekkusöngnum.AðsendÍsólfur segist sérstaklega þakklátur þeim viðbragðsaðilum sem komu að Lopapeysunni. „Ég er þakklátur öllu því góða fólki sem kom að þessum viðburði sem leysti allt sem upp kom hundrað prósent, stórslysalaust.“ Skoða þurfi framtíð Lopapeysunnar Ísólfur segir skipuleggjendur Lopapeysunnar, sem nú hafa staðið á bak við viðburðinn í 16 ár, þurfa að meta í hvaða mynd hún verður á komandi árum. „Lopapeysan var allt í einu bara 16 ára barn sem að passaði ekki lengur í buxurnar sínar. Nú þarf bara að taka ákvörðun um hvernig framhaldið er. Þetta hefur fengið að vera svolítið lókal viðburður þar sem að Skagamenn bjóða vinum sínum og brottfluttir Skagamenn koma,“ segir Ísólfur. Nú standi skipuleggjendur hins vegar frammi fyrir því að ákveða hvernig framtíð Lopapeysunnar verður háttað. „En þetta er náttúrulega bara verkefni. Þetta hefur verið frábær hátíð frá upphafi og alltaf gengið rosalega vel, gríðarleg ánægja. Nú er bara spurningin í hvaða átt við eigum að fara með þetta.“
Akranes Tónlist Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent