Fern samtök kæra virkjun í Árneshreppi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. júlí 2019 07:30 Auður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Fréttablaðið/Eyþór Fern náttúruverndarsamtök hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA). Í síðasta mánuði kærðu einnig landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi á Ströndum framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga auk deiliskipulags. Sveitarstjórn Árneshrepps samþykkti á fundi sínum þann 12. júní síðastliðinn að veita leyfi fyrir fyrsta hluta framkvæmda við Hvalárvirkjun. Leyfið var samþykkt einróma og tekur til framkvæmda við vegagerð að og um virkjunarsvæðið, brúargerðar yfir Hvalá, byggingar vinnubúða, fráveitu og rannsókna á jarðfræðilegum þáttum. Samtökin sem nú fylgja fordæmi landeigenda og kæra eru Landvernd, Rjúkandi, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar. Í tilkynningu sem Fréttablaðið hefur undir höndum segir að kært sé á grundvelli þess að óheimilt hafi verið að skipta skipulagi og framkvæmdum upp í hluta. Náttúruverndarlög séu brotin þar sem taka eigi efni úr stöðuvatni sem nýtur verndar og skerða eigi víðerni sem njóti verndar. Þá hafi sú framkvæmd sem leyfið er veitt fyrir ekki farið í gegnum rammaáætlunarferli, samþykkt af Alþingi. Að mati samtakanna séu lög um umhverfismat og útgáfu framkvæmdaleyfis brotin þar sem ekki sé tekið tillit til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum sem var virkjuninni mjög óhagfellt og hluti af fyrirhugaðri efnistöku hafi ekki verið umhverfismetinn. „Þá hafa samtökin bent sveitarstjórn Árneshrepps og VesturVerki á það áður í formlegu umsagnarferli að það umfangsmikla rask sem fara á í á óbyggðum víðernum má auðveldlega forðast ef markmiðið er að stunda rannsóknir. Ekki hefur verið brugðist við þeim ábendingum nema með því að bera fyrir sig kostnað sem ekki er studdur með gögnum,“ segir í tilkynningu samtakanna sem kæra. Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Fern náttúruverndarsamtök hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA). Í síðasta mánuði kærðu einnig landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi á Ströndum framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga auk deiliskipulags. Sveitarstjórn Árneshrepps samþykkti á fundi sínum þann 12. júní síðastliðinn að veita leyfi fyrir fyrsta hluta framkvæmda við Hvalárvirkjun. Leyfið var samþykkt einróma og tekur til framkvæmda við vegagerð að og um virkjunarsvæðið, brúargerðar yfir Hvalá, byggingar vinnubúða, fráveitu og rannsókna á jarðfræðilegum þáttum. Samtökin sem nú fylgja fordæmi landeigenda og kæra eru Landvernd, Rjúkandi, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar. Í tilkynningu sem Fréttablaðið hefur undir höndum segir að kært sé á grundvelli þess að óheimilt hafi verið að skipta skipulagi og framkvæmdum upp í hluta. Náttúruverndarlög séu brotin þar sem taka eigi efni úr stöðuvatni sem nýtur verndar og skerða eigi víðerni sem njóti verndar. Þá hafi sú framkvæmd sem leyfið er veitt fyrir ekki farið í gegnum rammaáætlunarferli, samþykkt af Alþingi. Að mati samtakanna séu lög um umhverfismat og útgáfu framkvæmdaleyfis brotin þar sem ekki sé tekið tillit til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum sem var virkjuninni mjög óhagfellt og hluti af fyrirhugaðri efnistöku hafi ekki verið umhverfismetinn. „Þá hafa samtökin bent sveitarstjórn Árneshrepps og VesturVerki á það áður í formlegu umsagnarferli að það umfangsmikla rask sem fara á í á óbyggðum víðernum má auðveldlega forðast ef markmiðið er að stunda rannsóknir. Ekki hefur verið brugðist við þeim ábendingum nema með því að bera fyrir sig kostnað sem ekki er studdur með gögnum,“ segir í tilkynningu samtakanna sem kæra.
Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira