Atletico ætlar að sekta Griezmann fyrir brot á samningi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 9. júlí 2019 13:30 Antoine Griezmann tilkynnti að hann væri á förum fyrir tveimur mánuðum en enn sem komið er hefur lítið gerst í málum hans vísir/getty Atletico Madrid ætlar að sekta Antoine Griezmann fyrir brot á samningi þar sem sá franski lét ekki sjá sig á æfingu spænska félagsins þrátt fyrir að vera formlega boðaður þangað. ESPN greinir frá þessu í dag. Griezmann vill fara frá Atletico og greindi frá því í maí að hann yrði ekki með félaginu á næsta tímabili. Franski heimsmeistarinn hefur ítrekað verið orðaður við Barcelona og var búist við því að Börsungar myndu mæta strax 1. júlí og borga riftunarákvæði Griezmann, en þann dag lækkaði það úr 200 milljónum evra í 120 milljónir evra. Það hefur hins vegar enginn mætt með peningapoka á skrifstofur La Liga. Á föstudag sendi Barcelona inn beiðni um að fá að borga riftunarákvæðið í raðgreiðslum, en Atletico hafnaði því. Heimildarmenn ESPN innan Barcelona segjast vissir um að félagsskiptin gangi í gegn í þessari viku. Atletico ætlar hins vegar ekki að fara í neinar samningaviðræður við Barcelona tengdar greiðslunni á riftunarákvæðinu. Atletico boðaði Griezmann formlega til æfinga eftir sumarfrí á sunnudag, þann dag ferðuðust liðsmenn Atletico á sérstakt æfingasvæði þeirra í fjöllunum fyrir ofan Madrídarborg þar sem liðið æfir á undirbúningstímabilinu. Griezmann lét hins vegar ekki sjá sig. Forráðamenn Atletico eru ekki sáttir og ætla að refsa leikmanninum fyrir með því að sekta hann. Samkvæmt samningi er það hæsta sem þeir geta sektað hann um í kringum 200 þúsund evrur. „Við munum koma af stað agamáli þar sem Griezmann varð ekki við formlegu kalli hjá félaginu sem hann er samningsbundinn,“ sagði heimildarmaður Atletico við ESPN. Samkvæmt lögum er Griezmann þó ekki skyldugur til þess að mæta til vinnu strax, hann á rétt á 30 frídögum að sumri og síðasti leikur hans var 11. júní með franska landsliðinu. Spænski boltinn Tengdar fréttir „Það verða afleiðingar ef Griezmann var búinn að semja við Barca fram í tímann“ Ef Antoine Griezmann var búinn að gera samning við Barcelona fram í tímann mun það hafa afleiðingar segir forseti Atletico Madrid, Enrique Cerezo. 6. júlí 2019 06:00 Verðið á Griezmann féll um 80 milljónir evra á miðnætti Antoine Griezmann er á leið frá Atletico Madrid en óvíst er hver næsti áfangastaður hans verður. 1. júlí 2019 23:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Atletico Madrid ætlar að sekta Antoine Griezmann fyrir brot á samningi þar sem sá franski lét ekki sjá sig á æfingu spænska félagsins þrátt fyrir að vera formlega boðaður þangað. ESPN greinir frá þessu í dag. Griezmann vill fara frá Atletico og greindi frá því í maí að hann yrði ekki með félaginu á næsta tímabili. Franski heimsmeistarinn hefur ítrekað verið orðaður við Barcelona og var búist við því að Börsungar myndu mæta strax 1. júlí og borga riftunarákvæði Griezmann, en þann dag lækkaði það úr 200 milljónum evra í 120 milljónir evra. Það hefur hins vegar enginn mætt með peningapoka á skrifstofur La Liga. Á föstudag sendi Barcelona inn beiðni um að fá að borga riftunarákvæðið í raðgreiðslum, en Atletico hafnaði því. Heimildarmenn ESPN innan Barcelona segjast vissir um að félagsskiptin gangi í gegn í þessari viku. Atletico ætlar hins vegar ekki að fara í neinar samningaviðræður við Barcelona tengdar greiðslunni á riftunarákvæðinu. Atletico boðaði Griezmann formlega til æfinga eftir sumarfrí á sunnudag, þann dag ferðuðust liðsmenn Atletico á sérstakt æfingasvæði þeirra í fjöllunum fyrir ofan Madrídarborg þar sem liðið æfir á undirbúningstímabilinu. Griezmann lét hins vegar ekki sjá sig. Forráðamenn Atletico eru ekki sáttir og ætla að refsa leikmanninum fyrir með því að sekta hann. Samkvæmt samningi er það hæsta sem þeir geta sektað hann um í kringum 200 þúsund evrur. „Við munum koma af stað agamáli þar sem Griezmann varð ekki við formlegu kalli hjá félaginu sem hann er samningsbundinn,“ sagði heimildarmaður Atletico við ESPN. Samkvæmt lögum er Griezmann þó ekki skyldugur til þess að mæta til vinnu strax, hann á rétt á 30 frídögum að sumri og síðasti leikur hans var 11. júní með franska landsliðinu.
Spænski boltinn Tengdar fréttir „Það verða afleiðingar ef Griezmann var búinn að semja við Barca fram í tímann“ Ef Antoine Griezmann var búinn að gera samning við Barcelona fram í tímann mun það hafa afleiðingar segir forseti Atletico Madrid, Enrique Cerezo. 6. júlí 2019 06:00 Verðið á Griezmann féll um 80 milljónir evra á miðnætti Antoine Griezmann er á leið frá Atletico Madrid en óvíst er hver næsti áfangastaður hans verður. 1. júlí 2019 23:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
„Það verða afleiðingar ef Griezmann var búinn að semja við Barca fram í tímann“ Ef Antoine Griezmann var búinn að gera samning við Barcelona fram í tímann mun það hafa afleiðingar segir forseti Atletico Madrid, Enrique Cerezo. 6. júlí 2019 06:00
Verðið á Griezmann féll um 80 milljónir evra á miðnætti Antoine Griezmann er á leið frá Atletico Madrid en óvíst er hver næsti áfangastaður hans verður. 1. júlí 2019 23:00