Segir áherslur stjórnvalda í vímuefnamálum bitna illa á þeim verst settu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. júlí 2019 17:19 Áherslur stjórnvalda í vímuefnamálum bitna illa á þeim sem eiga um sárt að binda vegna fíknar, að sögn Helga Gunnlaugssonar, prófessors í afbrotafræði. Í nýrri löggæsluáætlun sé lögð áhersla á að draga úr framboði efnanna sem rannsóknir sýni fram á að hafi sáralítil áhrif á markaðinn. Það þurfi að breyta stefnunni í málaflokknum, en ábyrgðin liggi hjá Alþingi. Á dögunum birti dómsmálaráðuneytið löggæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem meðal annars eru skilgreindar stefnur í vímuefnamálum. Í áætluninni er mest áhersla lögð á að koma í veg fyrir innflutning, framleiðslu og sölu fíkniefna og þannig draga úr framboði fíkniefna í samfélaginu. „Það skortir hvaða mælikvarða eigi að nota til þess að meta árangurinn af þeirri stefnu,“ segir Helgi og bætir við að erlendar rannsóknir sýni að haldlagning jafnvel stórra sendinga af fíkniefnum hafi sáralítil áhrif á markaðinn. Þau séu í mesta lagi tímabundin. „Þar að segja, efnin gætu skort í stuttan tíma og það gæti líka hækkað verð fíkniefna,“ segir Helgi. Það bitni illa á þeim sem eiga um sárt að binda vegna fíknar, ekki síst þeirra sem sprauta sig í æð. „Síðan er þetta mjög fljótt komið aftur í sama horfið. Það virðist aldrei vanta fíkniefni á markaðinn og alltaf vera framboð,“ segir Helgi, enda eftirspurnin og hagnaðarvonin mikil. Þannig telur Helgi erfitt að sjá árangurinn af því að áherslan sé lögð á draga úr framboðinu. „Og einnig skortir í áætlunina umfjöllun um fíklahópinn, það er að segja hvað eigi að gera í vanda þess hóps,“ segir Helgi. Hann segir að horfa ætti á vanda hópsins á grundvelli heilsuverndar í stað þess að ýta fíklum út í jaðra samfélagsins án eftirlits. „Það stingur í augun að refsa einstaklingum fyrir sjúkdóm. Það er þar sem ég myndi vilja sjá breytingar gerðar í dag,“ segir Helgi. Það sé Alþingi sem beri ábyrgð á að breyta fíkniefnalöggjöfinni. Víða erlendis sjáist merki um breyttar stefnur í málaflokknum sem löggjafinn ætti að horfa til. „Það eru ýmis merki sem benda til stefnubreytingar erlendis hvað varðar þann hóp sem verst fer úti vegna fíkniefna,“ segir Helgi. Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Áherslur stjórnvalda í vímuefnamálum bitna illa á þeim sem eiga um sárt að binda vegna fíknar, að sögn Helga Gunnlaugssonar, prófessors í afbrotafræði. Í nýrri löggæsluáætlun sé lögð áhersla á að draga úr framboði efnanna sem rannsóknir sýni fram á að hafi sáralítil áhrif á markaðinn. Það þurfi að breyta stefnunni í málaflokknum, en ábyrgðin liggi hjá Alþingi. Á dögunum birti dómsmálaráðuneytið löggæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem meðal annars eru skilgreindar stefnur í vímuefnamálum. Í áætluninni er mest áhersla lögð á að koma í veg fyrir innflutning, framleiðslu og sölu fíkniefna og þannig draga úr framboði fíkniefna í samfélaginu. „Það skortir hvaða mælikvarða eigi að nota til þess að meta árangurinn af þeirri stefnu,“ segir Helgi og bætir við að erlendar rannsóknir sýni að haldlagning jafnvel stórra sendinga af fíkniefnum hafi sáralítil áhrif á markaðinn. Þau séu í mesta lagi tímabundin. „Þar að segja, efnin gætu skort í stuttan tíma og það gæti líka hækkað verð fíkniefna,“ segir Helgi. Það bitni illa á þeim sem eiga um sárt að binda vegna fíknar, ekki síst þeirra sem sprauta sig í æð. „Síðan er þetta mjög fljótt komið aftur í sama horfið. Það virðist aldrei vanta fíkniefni á markaðinn og alltaf vera framboð,“ segir Helgi, enda eftirspurnin og hagnaðarvonin mikil. Þannig telur Helgi erfitt að sjá árangurinn af því að áherslan sé lögð á draga úr framboðinu. „Og einnig skortir í áætlunina umfjöllun um fíklahópinn, það er að segja hvað eigi að gera í vanda þess hóps,“ segir Helgi. Hann segir að horfa ætti á vanda hópsins á grundvelli heilsuverndar í stað þess að ýta fíklum út í jaðra samfélagsins án eftirlits. „Það stingur í augun að refsa einstaklingum fyrir sjúkdóm. Það er þar sem ég myndi vilja sjá breytingar gerðar í dag,“ segir Helgi. Það sé Alþingi sem beri ábyrgð á að breyta fíkniefnalöggjöfinni. Víða erlendis sjáist merki um breyttar stefnur í málaflokknum sem löggjafinn ætti að horfa til. „Það eru ýmis merki sem benda til stefnubreytingar erlendis hvað varðar þann hóp sem verst fer úti vegna fíkniefna,“ segir Helgi.
Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira