Ytri Rangá fer vel af stað Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2019 11:59 Veiði hófst í Ytri Rangá í morgun. Mynd: Bjarki Már Jóhannsson Veiði hófst í Ytri Rangá í morgun og veiðin fer vel af stað eins og við var að búast enda laxinn farinn að sýna sig þar fyrir nokkru. Það er alla vega víst að það verður ekki talað um vatnsleysi í Ytri Rangá í sumar og það má alveg eins reikna með því að veiðimenn sem hafa verið að berja flugunni í vatnslausar árnar á vesturlandi horfi hýru auga til lausra daga í Rangánum. Um klukkan 10 í morgun erum við með staðfesta alla vega níu laxa og alla vega nokkrir til viðbótar sloppið af. Þessir sem hafa veiðst komu á land úr Rangárflúðum, Ægissíðufossi og Klöppinni. Morgunvaktinni er ekki lokið ennþá svo það er alveg möguleiki og meira en líklegt að það bætist við þessa tölu. Mest lesið Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði
Veiði hófst í Ytri Rangá í morgun og veiðin fer vel af stað eins og við var að búast enda laxinn farinn að sýna sig þar fyrir nokkru. Það er alla vega víst að það verður ekki talað um vatnsleysi í Ytri Rangá í sumar og það má alveg eins reikna með því að veiðimenn sem hafa verið að berja flugunni í vatnslausar árnar á vesturlandi horfi hýru auga til lausra daga í Rangánum. Um klukkan 10 í morgun erum við með staðfesta alla vega níu laxa og alla vega nokkrir til viðbótar sloppið af. Þessir sem hafa veiðst komu á land úr Rangárflúðum, Ægissíðufossi og Klöppinni. Morgunvaktinni er ekki lokið ennþá svo það er alveg möguleiki og meira en líklegt að það bætist við þessa tölu.
Mest lesið Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði