Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. júní 2019 19:00 Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. Vigdís vísar ásökunum á bug og ætlar að leita til dómstóla. Vigdís Hauksdóttir vakti athygli á því á Facebook í morgun að bráðabirgðaverkferill hefði verið virkjaður vegna kvartana starfsfólk borgarinnar vegna framgöngu kjörinna fulltrúa sem samþykktur var í maí. Fram kemur að Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara saki Vigdísi um einelti og er óskað eftir því að Vigdís taki þátt í rannsókn um hvort það hafi átt sér stað. Vigdís hafnar ásökununum og ferlinu. „Ég fer ekki niður á sama plan og þetta fólk. Ég tek ekki þátt í þessari vinnu.“ Sviðsstjóri mannauðs- og starfsmannaumhverfsissviðs borgarinnar segir erfitt að meta hvað verði gert hafni Vigdís að taka þátt í ferlinu. „Við bíðum eftir formlegu svari frá Vigdísi, ef hún hafnar að taka þátt í ferlinu þá er erfitt að könnun fari fram nema báðir aðilar taki þátt í könnuninni. Við þurfum að skoða hverju Vigdís svarar.“ Reykjavíkurborg var á síðasta ári dæmd til að greiða starfsmanni miskabætur vegna framkomu Helgu Bjargar Ragnarsdóttur í hans garð. Vigdís telur að meðal annars sé hægt að rekja ásakanir Helgu nú á hendur sér til þess. „Upplifun mín er sú að þessi kona er að elta mig sem kjörinn fulltrúa. Ég rek minn eigin fjölmiðil sem er Facebok, sem ég er með á tveimur stöðum, like-síða og mín prívat síða, þar þurfti ég í allt fyrrasumar og í fyrrahaust að verjast ásökunum og árásum embættismanna hér úr Ráðhúsinu. Ég fæ mér lögmann eftir helgi og svara því með fullum krafti þar sem málið á heima, það er fyrir dómstólum landsins.“ Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. Vigdís vísar ásökunum á bug og ætlar að leita til dómstóla. Vigdís Hauksdóttir vakti athygli á því á Facebook í morgun að bráðabirgðaverkferill hefði verið virkjaður vegna kvartana starfsfólk borgarinnar vegna framgöngu kjörinna fulltrúa sem samþykktur var í maí. Fram kemur að Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara saki Vigdísi um einelti og er óskað eftir því að Vigdís taki þátt í rannsókn um hvort það hafi átt sér stað. Vigdís hafnar ásökununum og ferlinu. „Ég fer ekki niður á sama plan og þetta fólk. Ég tek ekki þátt í þessari vinnu.“ Sviðsstjóri mannauðs- og starfsmannaumhverfsissviðs borgarinnar segir erfitt að meta hvað verði gert hafni Vigdís að taka þátt í ferlinu. „Við bíðum eftir formlegu svari frá Vigdísi, ef hún hafnar að taka þátt í ferlinu þá er erfitt að könnun fari fram nema báðir aðilar taki þátt í könnuninni. Við þurfum að skoða hverju Vigdís svarar.“ Reykjavíkurborg var á síðasta ári dæmd til að greiða starfsmanni miskabætur vegna framkomu Helgu Bjargar Ragnarsdóttur í hans garð. Vigdís telur að meðal annars sé hægt að rekja ásakanir Helgu nú á hendur sér til þess. „Upplifun mín er sú að þessi kona er að elta mig sem kjörinn fulltrúa. Ég rek minn eigin fjölmiðil sem er Facebok, sem ég er með á tveimur stöðum, like-síða og mín prívat síða, þar þurfti ég í allt fyrrasumar og í fyrrahaust að verjast ásökunum og árásum embættismanna hér úr Ráðhúsinu. Ég fæ mér lögmann eftir helgi og svara því með fullum krafti þar sem málið á heima, það er fyrir dómstólum landsins.“
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31