Fótbolti

Fetar Raúl sömu braut og Zidane?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Blómlegur Raúl.
Blómlegur Raúl. vísir/getty
Raúl González, leikjahæsti leikmaður í sögu Real Madrid, er tekinn við varaliði félagins, Castilla.

Leiðin að stjórastarfinu hjá aðalliði Real Madrid hefur oft legið í gegnum varaliðið.

Zinedine Zidane var þjálfari varaliðsins áður en hann tók við aðalliðinu í ársbyrjun 2016. Vicente del Bosque, Julen Lopategui, Santiago Solari og Rafa Benítez þjálfuðu allir varalið Real Madrid og tóku seinna við aðalliðinu.

Raúl þjálfaði U-15 ára lið Real Madrid í vetur. Hann lagði skóna á hilluna fyrir fjórum árum.

Raúl, sem verður 42 ára á fimmtudaginn í næstu viku, lék 741 leiki fyrir Real Madrid og skoraði 323 mörk. Hann átti markamet félagsins áður en Cristiano Ronaldo sló það í október 2015.

Á ferli sínum með Real Madrid vann Raúl spænsku deildina sex sinnum og Meistaradeild Evrópu þrisvar sinnum. Hann yfirgaf Real Madrid 2010 og gekk í raðir Schalke 04 í Þýskalandi. Hann lék seinna með Al Sadd í Katar og New York Cosmos í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×