Lögmannafélagið fær áfrýjunarleyfi í máli gegn Jóni Steinari Jakob Bjarnar skrifar 21. júní 2019 12:52 Jón Steinar hefur gagnrýnt störf Hæstaréttar í ræðu og riti. Hæstiréttur hefur nú samþykkt að veita Lögmannafélaginu leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli sínu gegn Jóni Steinari. „Ég nýt minni réttinda en aðrir Íslendingar. Það er bara þannig,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari í samtali við Vísi. Í gær var samþykkti sérstakur dómstóll Hæstaréttar, skipaður þeim Haraldi Henryssyni fyrrverandi hæstaréttardómari, Ásu Ólafsdóttur prófessor og Eggerti Óskarssyni fyrrverandi héraðsdómari, áfrýjunarleyfi til Lögmannafélagsins í máli þess gegn Jóni Steinari.Jón Steinar afar ósátturMálið er sérstætt en það byggist á því að Lögmannafélag Íslands áminnti Jón Steinar fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok árs 2017. Þessu vildi Jón Steinar ekki una, taldi áminninguna utan allrar lögsögu og kærði félagið á móti. Jón Steinar vann málið fyrir Landsrétti en Lögmannafélagið óskaði eftir því að fá að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Jón Steinar er ósáttur og telur þetta galið; forsendurnar sem birtar eru með þessa þeirri ákvörðun segi sína söguna. „Þær eru ekki tækar sem lögfræðilegar forsendur.“Berglind Svavarsdóttir formaður félagsins hefur sagt að málið snúist um stöðu félagsins en ekki að það beinist persónulega gegn heiðursfélaganum Jóni Steinari.Oftast er slíkum óskum synjað en ekki núna. „Þeim þykir þetta svona mikilvægt fyrir íslenskt samfélag og réttarfar í landinu,“ segir Jón Steinar háðskur en áskilið er að mál sem fá slíkt samþykki hafi almenna þýðingu. Sem Jón segir að merki að málin hafi almenna þýðingu fyrir alþýðu manna. Þetta sé hins vegar þannig vaxið að ef það teljist hafa almenna þýðingu þá beri nú eiginlega að samþykkja allar óskir um áfrýjun. Segir hæstaréttardómara bera til sín þungan hug Vart ætti að þurfa að hafa um það mörg orð að Jón Steinar hefur verið ötull við að gagnrýna störf Hæstaréttar bæði í bókum sem hann hefur sent frá sér sem og í greinarskrifum. Því töldust sitjandi hæstaréttardómarar vanhæfir og var skipaður sérstakur dómsstóll til að taka afstöðu til óska Lögmannafélagsins. Jón telur einsýnt að þremenningarnar sé með þessari ákvörðun, sem hann telur fráleita, að sýna kerfinu hollustu sína. Jón Steinar telur plágu í samfélaginu að öll rökstudd gagnrýni sé afgreidd sem persónulegar árásir. „Rétturinn hefur sýnt sig í því að bera mjög þungan hug til mín þó ég hafi bara verið að gagnrýna starfsemi réttarins eins og þarf að gera í öllum réttarríkjum. En það er lagður á mig einhver haturshugur fyrir það. Þá sjaldan þeir fá tækifæri til að gera mér eitthvað til miska er vaðið í það.“ Dómstólar Tengdar fréttir Formaðurinn segir málið ekki beinast persónulega gegn Jóni Steinari Berglind Svavarsdóttir segir áfrýjunarbeiðnina snúast um stöðu félagsins. 16. apríl 2019 10:28 Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Lögmannafélagið er ekki tilbúið að sleppa Jóni Steinari þó fyrir liggi dómur Landsréttar um að áminning félagsins á hendur honum standist ekki. 15. apríl 2019 14:53 Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
„Ég nýt minni réttinda en aðrir Íslendingar. Það er bara þannig,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari í samtali við Vísi. Í gær var samþykkti sérstakur dómstóll Hæstaréttar, skipaður þeim Haraldi Henryssyni fyrrverandi hæstaréttardómari, Ásu Ólafsdóttur prófessor og Eggerti Óskarssyni fyrrverandi héraðsdómari, áfrýjunarleyfi til Lögmannafélagsins í máli þess gegn Jóni Steinari.Jón Steinar afar ósátturMálið er sérstætt en það byggist á því að Lögmannafélag Íslands áminnti Jón Steinar fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok árs 2017. Þessu vildi Jón Steinar ekki una, taldi áminninguna utan allrar lögsögu og kærði félagið á móti. Jón Steinar vann málið fyrir Landsrétti en Lögmannafélagið óskaði eftir því að fá að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Jón Steinar er ósáttur og telur þetta galið; forsendurnar sem birtar eru með þessa þeirri ákvörðun segi sína söguna. „Þær eru ekki tækar sem lögfræðilegar forsendur.“Berglind Svavarsdóttir formaður félagsins hefur sagt að málið snúist um stöðu félagsins en ekki að það beinist persónulega gegn heiðursfélaganum Jóni Steinari.Oftast er slíkum óskum synjað en ekki núna. „Þeim þykir þetta svona mikilvægt fyrir íslenskt samfélag og réttarfar í landinu,“ segir Jón Steinar háðskur en áskilið er að mál sem fá slíkt samþykki hafi almenna þýðingu. Sem Jón segir að merki að málin hafi almenna þýðingu fyrir alþýðu manna. Þetta sé hins vegar þannig vaxið að ef það teljist hafa almenna þýðingu þá beri nú eiginlega að samþykkja allar óskir um áfrýjun. Segir hæstaréttardómara bera til sín þungan hug Vart ætti að þurfa að hafa um það mörg orð að Jón Steinar hefur verið ötull við að gagnrýna störf Hæstaréttar bæði í bókum sem hann hefur sent frá sér sem og í greinarskrifum. Því töldust sitjandi hæstaréttardómarar vanhæfir og var skipaður sérstakur dómsstóll til að taka afstöðu til óska Lögmannafélagsins. Jón telur einsýnt að þremenningarnar sé með þessari ákvörðun, sem hann telur fráleita, að sýna kerfinu hollustu sína. Jón Steinar telur plágu í samfélaginu að öll rökstudd gagnrýni sé afgreidd sem persónulegar árásir. „Rétturinn hefur sýnt sig í því að bera mjög þungan hug til mín þó ég hafi bara verið að gagnrýna starfsemi réttarins eins og þarf að gera í öllum réttarríkjum. En það er lagður á mig einhver haturshugur fyrir það. Þá sjaldan þeir fá tækifæri til að gera mér eitthvað til miska er vaðið í það.“
Dómstólar Tengdar fréttir Formaðurinn segir málið ekki beinast persónulega gegn Jóni Steinari Berglind Svavarsdóttir segir áfrýjunarbeiðnina snúast um stöðu félagsins. 16. apríl 2019 10:28 Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Lögmannafélagið er ekki tilbúið að sleppa Jóni Steinari þó fyrir liggi dómur Landsréttar um að áminning félagsins á hendur honum standist ekki. 15. apríl 2019 14:53 Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Formaðurinn segir málið ekki beinast persónulega gegn Jóni Steinari Berglind Svavarsdóttir segir áfrýjunarbeiðnina snúast um stöðu félagsins. 16. apríl 2019 10:28
Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Lögmannafélagið er ekki tilbúið að sleppa Jóni Steinari þó fyrir liggi dómur Landsréttar um að áminning félagsins á hendur honum standist ekki. 15. apríl 2019 14:53
Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda