Hræðist breytt fyrirkomulag í heimahjúkrun barnsins síns Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. júní 2019 20:15 Foreldri langveiksbarns segir ótækt að Sjúkratryggingar hafi sagt upp samningi sínum við heimahjúkrun langveikra barna án þess að tilkynna hvað eigi að taka við. Þau treysti alfarið á þessa þjónustu og án hennar gætu þau ekki sinnt barni sínu heima við. Forstjóri Sjúkratrygginga segir aðal atriðið ekki hver sinni þjónustunni, heldur að þjónustan sé veitt. Heimahjúkrun langveikrabarna á vegum Heilsueflingarmiðstöðvarinnar barst bréf þess efnist að frá og með 1. desember næstkomandi verði samningum Sjúkratrygginga Íslands við þjónustuna sagt upp. Í samtali við mbl, sem greindi frá þessu, sagði deildarstjóri heimahjúkrunar að þjónustan muni þá verða lögð niður. Rúmt ár er síðan síðasti samningur var undirritaður en hann átti að vera til þriggja ára. „Ástæðan fyrir því að við segjum þessu upp með þessum fyrirvara er að sjálfsögðu að hafa tíma til þess að ganga frá nýjum samningi og tryggja aðþað verði ekki þjónusturof,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga. Hún bendir á að uppsagnarákvæði séu í samningum og þau megi nýta. Endurskoða eigi almenn og sértæk ákvæði sem lúta aðþjónustu viðþessa einstaklinga.Verður gerður samningur við þessa heimaþjónustu aftur?„Það verður gerður samningur. Aðalatriðið er ekki við hvern er samið, aðal atriðið er að þessir sjúklingar fái þjónustu og það er það sem við erum að vinna að,“ segir María. Áslaug Helga Hálfdánardóttir, móðir drengs sem treystir á þjónustuna til að geta búið og lifað eðlilegu lífi utan spítala, segir mikilvægt að glata ekki því starfsfólki og starfsemi sem nú þegar sinni þjónustunni vel. Óboðlegt sé að vita ekki hver næstu skref séu, það geti aukið álagið á bráðamóttökuna. „Það er ekkert plan B. Það væri þá bara þannig að við foreldra langveikra barna værum bara að herja á bráðamóttökuna niður á Lansa. Hún myndi ekkert anna því. Þar eru bráða tilfelli á meðan við erum bara með þetta stöðuga ástand alltaf," segir Áslaug. Heilbrigðismál Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Foreldri langveiksbarns segir ótækt að Sjúkratryggingar hafi sagt upp samningi sínum við heimahjúkrun langveikra barna án þess að tilkynna hvað eigi að taka við. Þau treysti alfarið á þessa þjónustu og án hennar gætu þau ekki sinnt barni sínu heima við. Forstjóri Sjúkratrygginga segir aðal atriðið ekki hver sinni þjónustunni, heldur að þjónustan sé veitt. Heimahjúkrun langveikrabarna á vegum Heilsueflingarmiðstöðvarinnar barst bréf þess efnist að frá og með 1. desember næstkomandi verði samningum Sjúkratrygginga Íslands við þjónustuna sagt upp. Í samtali við mbl, sem greindi frá þessu, sagði deildarstjóri heimahjúkrunar að þjónustan muni þá verða lögð niður. Rúmt ár er síðan síðasti samningur var undirritaður en hann átti að vera til þriggja ára. „Ástæðan fyrir því að við segjum þessu upp með þessum fyrirvara er að sjálfsögðu að hafa tíma til þess að ganga frá nýjum samningi og tryggja aðþað verði ekki þjónusturof,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga. Hún bendir á að uppsagnarákvæði séu í samningum og þau megi nýta. Endurskoða eigi almenn og sértæk ákvæði sem lúta aðþjónustu viðþessa einstaklinga.Verður gerður samningur við þessa heimaþjónustu aftur?„Það verður gerður samningur. Aðalatriðið er ekki við hvern er samið, aðal atriðið er að þessir sjúklingar fái þjónustu og það er það sem við erum að vinna að,“ segir María. Áslaug Helga Hálfdánardóttir, móðir drengs sem treystir á þjónustuna til að geta búið og lifað eðlilegu lífi utan spítala, segir mikilvægt að glata ekki því starfsfólki og starfsemi sem nú þegar sinni þjónustunni vel. Óboðlegt sé að vita ekki hver næstu skref séu, það geti aukið álagið á bráðamóttökuna. „Það er ekkert plan B. Það væri þá bara þannig að við foreldra langveikra barna værum bara að herja á bráðamóttökuna niður á Lansa. Hún myndi ekkert anna því. Þar eru bráða tilfelli á meðan við erum bara með þetta stöðuga ástand alltaf," segir Áslaug.
Heilbrigðismál Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira