Leið vel í ræðustól Alþingis 22. júní 2019 12:00 Katrín Súsanna á vinnustaðnum sem heitir Bjargarsteinn Mathús. Mynd/Tómas Freyr Kristjánsson Katrín Súsanna Backman Björnsdóttir var meðal þeirra ungmenna sem héldu ræðu á Alþingi á þjóðhátíðardaginn. Hún er sextán ára og á heima vestur í Grundarfirði.Hvernig leið þér í ræðustól þingsins? Mjög vel. Reyndar var ég svolítið stressuð því þetta var náttúrlega í beinni. En það var góð tilfinning að vera að gera eitthvað sem virkilega skiptir máli og þetta var mikil upplifun.Hvernig kom það til að þú tókst þátt? Við sem höfðum áhuga skráðum okkur á netinu, svo var valið úr og ég var bara heppin að vera í hópnum. Frétti einmitt af því daginn sem ég útskrifaðist úr grunnskóla. Síðan var stofnaður fésbókarhópur og umræðuefnum skipt í þrjá flokka. Ég fékk umhverfismálin eins og ég valdi og það var auðvelt að búa til ræðu um þau.Gerðir þú það hjálparlaust? Já, en ég fékk mömmu til að fara yfir og laga villur.Hversu miklar áhyggjur hefurðu af náttúrunni á skalanum eitt til tíu? Þetta er eitthvað sem ég hugsa mikið um svo ég held það sé góð nía.Í ræðunni minntist þú á nýjar hugmyndir sem þið ungmennin hefðuð sett á blað. Lýstu einhverri. Eina köllum við græna hringinn. Hún snýst um að setja upp litlar ruslatunnur á annan hvern staur og í mismunandi litum til að auðvelda fólki að flokka.Langar þig að verða þingmaður? Mig langar að gera margt í framtíðinni og að vera þingmaður er eitt af því. Ég er nýbúin að komast inn í FG á leiklistarbraut, mig hefur langað í leiklist frá því ég var lítil. Svo hef ég áhuga á húsgagnasmíði.Hvað ertu að gera í sumar? Ég þjóna á veitingastað sem heitir Bjargarsteinn mathús og vinn á ruslabílnum einu sinni í viku. Hvort tveggja skemmtilegt.Hvernig verðu frístundum? Mér finnst rosa gaman að skrifa smásögur.Er gott að búa í Grundarfirði? Já, mjög gott. Fallegur staður og voða næs fólk.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Börn og uppeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Katrín Súsanna Backman Björnsdóttir var meðal þeirra ungmenna sem héldu ræðu á Alþingi á þjóðhátíðardaginn. Hún er sextán ára og á heima vestur í Grundarfirði.Hvernig leið þér í ræðustól þingsins? Mjög vel. Reyndar var ég svolítið stressuð því þetta var náttúrlega í beinni. En það var góð tilfinning að vera að gera eitthvað sem virkilega skiptir máli og þetta var mikil upplifun.Hvernig kom það til að þú tókst þátt? Við sem höfðum áhuga skráðum okkur á netinu, svo var valið úr og ég var bara heppin að vera í hópnum. Frétti einmitt af því daginn sem ég útskrifaðist úr grunnskóla. Síðan var stofnaður fésbókarhópur og umræðuefnum skipt í þrjá flokka. Ég fékk umhverfismálin eins og ég valdi og það var auðvelt að búa til ræðu um þau.Gerðir þú það hjálparlaust? Já, en ég fékk mömmu til að fara yfir og laga villur.Hversu miklar áhyggjur hefurðu af náttúrunni á skalanum eitt til tíu? Þetta er eitthvað sem ég hugsa mikið um svo ég held það sé góð nía.Í ræðunni minntist þú á nýjar hugmyndir sem þið ungmennin hefðuð sett á blað. Lýstu einhverri. Eina köllum við græna hringinn. Hún snýst um að setja upp litlar ruslatunnur á annan hvern staur og í mismunandi litum til að auðvelda fólki að flokka.Langar þig að verða þingmaður? Mig langar að gera margt í framtíðinni og að vera þingmaður er eitt af því. Ég er nýbúin að komast inn í FG á leiklistarbraut, mig hefur langað í leiklist frá því ég var lítil. Svo hef ég áhuga á húsgagnasmíði.Hvað ertu að gera í sumar? Ég þjóna á veitingastað sem heitir Bjargarsteinn mathús og vinn á ruslabílnum einu sinni í viku. Hvort tveggja skemmtilegt.Hvernig verðu frístundum? Mér finnst rosa gaman að skrifa smásögur.Er gott að búa í Grundarfirði? Já, mjög gott. Fallegur staður og voða næs fólk.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Börn og uppeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira