Valdís Þóra Jónsdóttir fór upp um tólf sæti fyrir lokahringinn á taílenska meistaramótinu í golfi. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.
Valdís lék þriðja hringinn í nótt á einu höggi undir pari. Það var hennar besti hringur á mótinu.
Skagakonan fékk fjóra fugla og þrjá skolla á þriðja hringnum og spilamennskan í nótt skilaði henni upp um tólf sæti, úr því 49. og í það 37.
Valdís er samtals á tveimur höggum yfir pari. Hún lék fyrsta hringinn á pari vallarins og annan hringinn á þremur höggum yfir pari. Það dugði henni til að komast í gegnum niðurskurðinn.
Valdís Þóra upp um tólf sæti
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið






Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn

Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn


