Hjálmanotkun dregur verulega úr líkum á alvarlegum heilaskaða Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 22. júní 2019 22:13 Taugasálfræðingur á Reykjalundi telur að borið hafi á rangfærslum í umræðunni um hjálmanotkun upp á síðkastið. Hjálmanotkun dregur úr líkum á alvarlegum heilaskaða um tæplega sjötíu prósent samkvæmt nýlegri samantektarrannsókn sem náði til tæplega 65 þúsund hjólreiðamanna. Taugasálfræðingur á Reykjalundi telur að borið hafi á rangfærslum í umræðunni um hjálmanotkun upp á síðkastið. Í vor var lögð fram breytingartillaga við 79. grein frumvarps til umferðarlaga og lagt til að framlengja hjálmaskyldu úr fimmtán ára til átján ára aldurs. Tillagan sætti mikillar gagnrýni og náði ekki í gegn þegar ný umferðarlög voru samþykkt 11. júní síðastliðinn. Sérfræðingur í bráðalækningum benti á að áhrif hjálma væru minni en fólk telur almennt. Landssamtök hjólreiðamanna óttast að hjálmaskylda dragi úr hjólreiðum. Taugasálfræðingur á Reykjalundi bendir fólki á að líta til nýrra rannsókna sem leiða í ljós að hjálmanotkun skipti máli. Þó þurfi auðvitað að horfa til allra þátta þegar kemur að hjólreiðum. „Skoða bara hvað við getum gert, til dæmis með hjólreiðastígum og annað slíkt til þess að minnka líkurnar á slysum. Þá getum við horft til landa eins og til dæmis Danmerkur og Hollands sem hafa gert hlutina mjög vel. Lendi fólk í slysi, þá sýna rannsóknir fram á að líkurnar á alvarlegum afleiðingum eins og alvarlegum heilaskaða minnka allverulega, segir Ella Björg Teague, taugasálfræðingur.Ella Björg Teague, taugasálfræðingur á Reykjalundi.Hún bendir á svipaða umræður þegar festa átti í lög notkun sætisbelta. „Þegar það var fyrst sett í lög fannst mörgum það alveg út í hött og fáránlegt. Núna þykir það ekkert tiltökumál og alveg sjálfsagt. Það er enginn að draga í efa gagnsemi og nytsemi þess að nota bílbelti,“ segir Ella. Skynsamlegt sé að breyta viðhorfum varðandi hjálmanotkun. „Til dæmis í þessari stóru samantektarrannsókn, sem náði til tæplega 65 þúsund hjólreiðamanna, sýndi að líkurnar á alvarlegum heilaskaða minnkuðu um 69%. Það er eiginlega ekki hægt að líta fram hjá svona upplýsingum. Það er enginn að það komi algjörlega í veg fyrir heilaskaða. Það hlýtur að vera einhvers virði ef við getum minnkað líkurnar á alvarlegum afleiðingum, segir Ella Björg Teague, taugasálfræðingur á Reykjalundi.Sjá má fréttina í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Samgöngunefnd afturkallar tillögu um hjálmaskyldu til átján ára Tillagan hafði sætt mikilli gagnrýni, meðal annars frá Landsamtökum hjólreiðamanna og sérfræðingi í bráðalækningum. 6. júní 2019 18:20 Bráðalæknir segir eðlilegra að skylda ökumenn til hjálmanotkunar frekar en hjólreiðamenn Hjalti Már Björnsson, kennslustjóri og sérfræðingur í bráðalækningum á Landspítalanum, segir áhrif hjálma við að koma í veg fyrir höfuðáverka vera minniháttar og í raun mun minni en fólk heldur. 6. júní 2019 09:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Hjálmanotkun dregur úr líkum á alvarlegum heilaskaða um tæplega sjötíu prósent samkvæmt nýlegri samantektarrannsókn sem náði til tæplega 65 þúsund hjólreiðamanna. Taugasálfræðingur á Reykjalundi telur að borið hafi á rangfærslum í umræðunni um hjálmanotkun upp á síðkastið. Í vor var lögð fram breytingartillaga við 79. grein frumvarps til umferðarlaga og lagt til að framlengja hjálmaskyldu úr fimmtán ára til átján ára aldurs. Tillagan sætti mikillar gagnrýni og náði ekki í gegn þegar ný umferðarlög voru samþykkt 11. júní síðastliðinn. Sérfræðingur í bráðalækningum benti á að áhrif hjálma væru minni en fólk telur almennt. Landssamtök hjólreiðamanna óttast að hjálmaskylda dragi úr hjólreiðum. Taugasálfræðingur á Reykjalundi bendir fólki á að líta til nýrra rannsókna sem leiða í ljós að hjálmanotkun skipti máli. Þó þurfi auðvitað að horfa til allra þátta þegar kemur að hjólreiðum. „Skoða bara hvað við getum gert, til dæmis með hjólreiðastígum og annað slíkt til þess að minnka líkurnar á slysum. Þá getum við horft til landa eins og til dæmis Danmerkur og Hollands sem hafa gert hlutina mjög vel. Lendi fólk í slysi, þá sýna rannsóknir fram á að líkurnar á alvarlegum afleiðingum eins og alvarlegum heilaskaða minnka allverulega, segir Ella Björg Teague, taugasálfræðingur.Ella Björg Teague, taugasálfræðingur á Reykjalundi.Hún bendir á svipaða umræður þegar festa átti í lög notkun sætisbelta. „Þegar það var fyrst sett í lög fannst mörgum það alveg út í hött og fáránlegt. Núna þykir það ekkert tiltökumál og alveg sjálfsagt. Það er enginn að draga í efa gagnsemi og nytsemi þess að nota bílbelti,“ segir Ella. Skynsamlegt sé að breyta viðhorfum varðandi hjálmanotkun. „Til dæmis í þessari stóru samantektarrannsókn, sem náði til tæplega 65 þúsund hjólreiðamanna, sýndi að líkurnar á alvarlegum heilaskaða minnkuðu um 69%. Það er eiginlega ekki hægt að líta fram hjá svona upplýsingum. Það er enginn að það komi algjörlega í veg fyrir heilaskaða. Það hlýtur að vera einhvers virði ef við getum minnkað líkurnar á alvarlegum afleiðingum, segir Ella Björg Teague, taugasálfræðingur á Reykjalundi.Sjá má fréttina í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Samgöngunefnd afturkallar tillögu um hjálmaskyldu til átján ára Tillagan hafði sætt mikilli gagnrýni, meðal annars frá Landsamtökum hjólreiðamanna og sérfræðingi í bráðalækningum. 6. júní 2019 18:20 Bráðalæknir segir eðlilegra að skylda ökumenn til hjálmanotkunar frekar en hjólreiðamenn Hjalti Már Björnsson, kennslustjóri og sérfræðingur í bráðalækningum á Landspítalanum, segir áhrif hjálma við að koma í veg fyrir höfuðáverka vera minniháttar og í raun mun minni en fólk heldur. 6. júní 2019 09:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Samgöngunefnd afturkallar tillögu um hjálmaskyldu til átján ára Tillagan hafði sætt mikilli gagnrýni, meðal annars frá Landsamtökum hjólreiðamanna og sérfræðingi í bráðalækningum. 6. júní 2019 18:20
Bráðalæknir segir eðlilegra að skylda ökumenn til hjálmanotkunar frekar en hjólreiðamenn Hjalti Már Björnsson, kennslustjóri og sérfræðingur í bráðalækningum á Landspítalanum, segir áhrif hjálma við að koma í veg fyrir höfuðáverka vera minniháttar og í raun mun minni en fólk heldur. 6. júní 2019 09:00