Uppgjör: Hamilton einfaldlega í annarri deild Bragi Þórðarson skrifar 23. júní 2019 22:00 Lewis Hamilton hefur verið í algjörum sérflokki í Formúlu 1 í ár. vísir/getty Nú þegar að þriðjungi tímabilsins í Formúlu 1 er lokið hefur ríkjandi heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, 36 stiga forskot í keppni ökuþóra. Hamilton tryggði sér sinn sjötta sigur í átta keppnum um helgina er liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, varð annar. Bottas þurfti á sigri að halda í Frakklandi til að minnka muninn í mótinu þar sem Finninn virðist vera sá eini sem getur keppt við Hamilton um titilinn. Mercedes liðið hefur unnið allar keppnir ársins og er nú með 140 stiga forskot á Ferrari. Þó Mercedes bílarnir myndu báðir detta út úr næstu þremur keppnum og Ferrari endaði í fyrsta og öðru myndi ítalska liðið samt ekki komast upp fyrir Mercedes. Viðburðalítill kappaksturHamilton ræsti fyrstur og leiddi alla hringi kappakstursins.GettyFranski kappaksturinn um helgina var frekar dapur. Hamilton leiddi alla hringina og staða efstu fjögurra ökuþóranna breyttist aldrei. Búist var við hörkuslag milli Mercedes ökumannanna sem ræstu á fremstu röð. Valtteri Bottas virtist þó ekki eiga nein svör við ógnarhraða Hamilton. Að lokum endaði Finninn 18 sekúndum á eftir liðsfélaga sínum. Charles Leclerc ræsti þriðji og endaði þriðji aðra keppnina í röð. Mónakóbúinn gerði atlögu að Bottas á síðasta hring en komst ekki framúr. Liðsfélagi Leclerc, Sebastian Vettel, hefur verið að keppa við Hamilton um heimsmeistaratitilinn síðustu ár. Ekkert hefur gengið upp hjá Þjóðverjanum í ár og endaði hann fimmti um helgina. Stutt er í næstu keppni sem fer fram í Austurríki um næstu helgi. Þar er Red Bull á heimavelli og freistar liðið þess að gera betur en fjórða sætið sem Max Verstappen náði um helgina. Formúla Tengdar fréttir Sjötti sigur Hamilton staðreynd Yfirburðir Lewis Hamilton í Formúlu 1 eru algjörir. 23. júní 2019 16:00 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Nú þegar að þriðjungi tímabilsins í Formúlu 1 er lokið hefur ríkjandi heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, 36 stiga forskot í keppni ökuþóra. Hamilton tryggði sér sinn sjötta sigur í átta keppnum um helgina er liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, varð annar. Bottas þurfti á sigri að halda í Frakklandi til að minnka muninn í mótinu þar sem Finninn virðist vera sá eini sem getur keppt við Hamilton um titilinn. Mercedes liðið hefur unnið allar keppnir ársins og er nú með 140 stiga forskot á Ferrari. Þó Mercedes bílarnir myndu báðir detta út úr næstu þremur keppnum og Ferrari endaði í fyrsta og öðru myndi ítalska liðið samt ekki komast upp fyrir Mercedes. Viðburðalítill kappaksturHamilton ræsti fyrstur og leiddi alla hringi kappakstursins.GettyFranski kappaksturinn um helgina var frekar dapur. Hamilton leiddi alla hringina og staða efstu fjögurra ökuþóranna breyttist aldrei. Búist var við hörkuslag milli Mercedes ökumannanna sem ræstu á fremstu röð. Valtteri Bottas virtist þó ekki eiga nein svör við ógnarhraða Hamilton. Að lokum endaði Finninn 18 sekúndum á eftir liðsfélaga sínum. Charles Leclerc ræsti þriðji og endaði þriðji aðra keppnina í röð. Mónakóbúinn gerði atlögu að Bottas á síðasta hring en komst ekki framúr. Liðsfélagi Leclerc, Sebastian Vettel, hefur verið að keppa við Hamilton um heimsmeistaratitilinn síðustu ár. Ekkert hefur gengið upp hjá Þjóðverjanum í ár og endaði hann fimmti um helgina. Stutt er í næstu keppni sem fer fram í Austurríki um næstu helgi. Þar er Red Bull á heimavelli og freistar liðið þess að gera betur en fjórða sætið sem Max Verstappen náði um helgina.
Formúla Tengdar fréttir Sjötti sigur Hamilton staðreynd Yfirburðir Lewis Hamilton í Formúlu 1 eru algjörir. 23. júní 2019 16:00 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sjötti sigur Hamilton staðreynd Yfirburðir Lewis Hamilton í Formúlu 1 eru algjörir. 23. júní 2019 16:00