Náðu myndbandi af hinum dularfulla risasmokkfiski Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júní 2019 08:30 Skjáskot úr myndbandinu sem bandarísku vísindamennirnir náðu. Bandarískum vísindamönnum tókst á dögunum að ná myndbandi af einni dularfyllstu skepnu undirdjúpanna, risasmokkfiski. Risasmokkfiskur er stærsta djúpsjávardýrið og er talið að risasmokkfiskar verði venjulega 6 til 13 metrar á lengd og frá 50 kílóum og allt upp í 300 kíló að þyngd, að því er fram kemur á Vísindavefnum. Fjallað er um nýja myndbandið sem náðist af dýrinu á vef Washington Post. Myndbandið var tekið á 759 metra dýpi í Mexíkóflóa og er fyrsta myndbandið af lifandi risasmokkfiski sem næst í bandarískri lögsögu. Myndbandið var tekið í leiðangri 23 vísindamanna sem voru að rannsaka hvaða áhrif það hefur á skepnur að lifa í sjónum á um 1000 metra dýpi í algjöru myrkri. Talið er að risasmokkfiskurinn sem vísindamennirnir náðu að mynda sé að minnsta kosti þrír metrar á lengd. Það voru japanskir vísindamenn sem náðu fyrstu myndunum af lifandi risasmokkfiski í undirdjúpunum árið 2004. Þá náðu þeir einnig fyrstu sýnunum úr lifandi dýri af þessari tegund en að öðru leyti er þekking vísindamanna á risasmokkfisknum nær eingöngu bundin við þau hræ af dauðum dýrum sem skolað hefur á land í gegnum tíðina. Vegna þess hversu lítið er vitað um þessa dýrategund hafa margir þjóðsögur spunnist um risasmokkfiskinn og stærð hans og því meðal annars haldið fram að í undirdjúpunum lifi dýr sem sé allt að 20 metrar á lengd að því er segir í grein á Vísindavefnum. Sem dæmi um þjóðsögu sem talið er að megi rekja til risasmokkfisksins er sagan af sæskrímslinu Kraken, eða Krakanum, á Norðurlöndum. Bandaríkin Dýr Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Bandarískum vísindamönnum tókst á dögunum að ná myndbandi af einni dularfyllstu skepnu undirdjúpanna, risasmokkfiski. Risasmokkfiskur er stærsta djúpsjávardýrið og er talið að risasmokkfiskar verði venjulega 6 til 13 metrar á lengd og frá 50 kílóum og allt upp í 300 kíló að þyngd, að því er fram kemur á Vísindavefnum. Fjallað er um nýja myndbandið sem náðist af dýrinu á vef Washington Post. Myndbandið var tekið á 759 metra dýpi í Mexíkóflóa og er fyrsta myndbandið af lifandi risasmokkfiski sem næst í bandarískri lögsögu. Myndbandið var tekið í leiðangri 23 vísindamanna sem voru að rannsaka hvaða áhrif það hefur á skepnur að lifa í sjónum á um 1000 metra dýpi í algjöru myrkri. Talið er að risasmokkfiskurinn sem vísindamennirnir náðu að mynda sé að minnsta kosti þrír metrar á lengd. Það voru japanskir vísindamenn sem náðu fyrstu myndunum af lifandi risasmokkfiski í undirdjúpunum árið 2004. Þá náðu þeir einnig fyrstu sýnunum úr lifandi dýri af þessari tegund en að öðru leyti er þekking vísindamanna á risasmokkfisknum nær eingöngu bundin við þau hræ af dauðum dýrum sem skolað hefur á land í gegnum tíðina. Vegna þess hversu lítið er vitað um þessa dýrategund hafa margir þjóðsögur spunnist um risasmokkfiskinn og stærð hans og því meðal annars haldið fram að í undirdjúpunum lifi dýr sem sé allt að 20 metrar á lengd að því er segir í grein á Vísindavefnum. Sem dæmi um þjóðsögu sem talið er að megi rekja til risasmokkfisksins er sagan af sæskrímslinu Kraken, eða Krakanum, á Norðurlöndum.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira